Fundur 568

  • Bćjarstjórn
  • 13. júní 2024

568. fundur bæjarstjórnar Grindavíkur haldinn í Tollhúsi við Tryggvagötu, þriðjudaginn 21. maí 2024 og hófst hann kl. 10:15.

Fundinn sátu: Ásrún Helga Kristinsdóttir, forseti, Birgitta H. Ramsay Káradóttir, aðalmaður, Hjálmar Hallgrímsson, aðalmaður, Helga Dís Jakobsdóttir, aðalmaður, Hallfríður G Hólmgrímsdóttir, aðalmaður, Birgitta Rán Friðfinnsdóttir, aðalmaður og Gunnar Már Gunnarsson, aðalmaður.

Einnig sátu fundinn: Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs og Fannar Jónasson, bæjarstjóri.

Fundargerð ritaði:  Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Dagskrá:

1.      Starfsmannamál - 2401106

Gestir fundarins undir þessum dagskrárlið: Anton Björn Markússon, ráðgjafi, launafulltrúi og sviðstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs. Til máls tóku: Ásrún, bæjarstjóri, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs, Anton, Birgitta Hrund, sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs, Hallfríður, launafulltrúi, Tillaga Lagt er til að bæjarstjóra verði falið að hefja uppsagnir og niðurlagningu starfa hluta starfsmanna bæjarins sem koma til framkvæmda 31. maí 2024. Rökstuðningur Bæjarstjórn Grindavíkur ákvað á fundi sínum hinn 7. maí sl. að fela bæjarstjóra að hefja undirbúning og samráð við hagaðila vegna fyrirhugaðra áforma sveitarfélagsins um hópuppsagnir í skilningi laga nr. 63/2000, um hópuppsagnir. Sem rök fyrir aðgerðunum var tekið fram að launagreiðslur væru langstærsti útgjaldaliður sveitarfélagsins eða u.þ.b. 50% af tekjum bæjarins. Í ljósi gerbreyttra aðstæðna væri bæjarstjórn nauðugur sá einn kostur að gera grundvallarbreytingar á sínum rekstri, lækka kostnað og laga starfsmannahald að nýjum veruleika. Ráðgert var að hinar fyrirhuguðu uppsagnir tækju til allt að 149 starfsmanna. Formlegt samráðsferli hófst á því að trúnaðarmönnum og fulltrúum starfsmanna voru veittar allar upplýsingar sem máli skipta um hinar fyrirhuguðu uppsagnir, s.s. ástæður, fjöldi starfsmanna sem til stendur að segja upp, hvaða störfum þeir gegna og á hvaða tímabili hinar fyrirhuguðu uppsagnir eiga að koma til framkvæmda. Þá var Vinnumálastofnun sent bréf þar sem stofnuninni var tilkynnt um hinar fyrirhuguðu uppsagnir auk þess sem fulltrúar þeirra stéttarfélagana sem hlut eiga að máli voru boðaðir á samráðsfund sem haldinn var 8. maí sl. Síðari samráðsfundurinn með sömu aðilum var haldinn þriðjudaginn 14. maí sl. Að auki voru tveir samráðsfundir haldnir til viðbótar með fulltrúum frá Kennarasambandi Íslands, þar sem farið var yfir málefni félagsmanna þess. Formlegu samráði lauk 21. maí 2024.

Það lögbundna samráðsferli sem átt hefur sér stað á undanförnum dögum hefur hvorki gefið tilefni til endurskoðunar né breytinga á þeim áformum sem til stendur að ráðast í á þessu stigi máls og varðar fækkun á allt að 149 stöðugildum hjá sveitarfélaginu. Gerir tillagan ráð fyrir að bæjarstjóra verði falið að hefja uppsagnir allt að 149 starfsmanna hjá sveitarfélaginu sem komi til framkvæmda 31. maí nk.

Bæjarstjórn samþykkir tillöguna samhljóða.

2.      Farsældarráð barna - 2405127

Gestur fundarins undir þessum dagskrárlið: Sviðstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs.

Til máls tóku: Ásrún, sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs og bæjarstjóri.

Lögð fram drög að samstarfssamningi sveitarfélaganna á Suðurnesjum.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að veita SSS umboð til að gera viðaukasamning við ráðuneytið vegna stofnunar farsældarráðs barna.

3.      Suðurhlíð - Miðstöð fyrir þolendur ofbeldis - 2405126

Gestur fundarins undir þessum dagskrárlið: Sviðstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs.

Til máls tóku: Ásrún, sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs

Lögð fram drög að stofnsamþykkt fyrir Suðurhlíð - Miðstöð fyrir þolendur ofbeldis.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að fela bæjarstjóra undirritun samþykktarinnar.

4.      Fasteignagjöld 2024 - 2307078

Til máls tóku: Ásrún, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs, Hallfríður og Birgitta Hrund.

Lögð fram beiðni yfirfasteignamatsnefndar um umsögn vegna kæru vegna fasteignagjalda 2024 frá Bjarna Aðalgeirssyni lögmanni fyrir hönd Flatabrims ehf., kt. 620118-1090 vegna Norðurljósavegar 1 í Grindavík, fnr. 209-2590. Einnig eru lögð fram drög Guðjóns Bragasonar, ráðgjafa, að umsögn til yfirfasteignamatsnefndar.

Bæjarstjórn felur sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að senda umsögnina til yfirfasteignamatsnefndar vegna málsins.

5.      Jarðskjálftar, landris og eldgos í Grindavík 2024 - 2401118

Málinu er frestað til næsta fundar.

6.      Þjónustumiðstöðin Tollhúsinu - opnunartími - 2404137

Málinu er frestað til næsta fundar.

7.      Aukinn kostnaður grunnskóla í kjölfar náttúruhamfara í Grindavík - 2405123

Málinu er frestað til næsta fundar.

8.      Kosning í bæjarráð, sbr. 28. gr. og A lið 48. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Grindavíkurbæjar - 2205250

Málinu er frestað til næsta fundar.

9.      Kjör forseta bæjarstjórnar og 1. og 2. varaforseta - 2205257

Málinu er frestað til næsta fundar.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:00.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Bćjarstjórn / 24. september 2024

Fundur 577

Bćjarráđ / 10. september 2024

Fundur 1665

Bćjarráđ / 3. september 2024

Fundur 1664

Bćjarstjórn / 27. ágúst 2024

Fundur 576

Bćjarstjórn / 21. ágúst 2024

Fundur 575

Bćjarráđ / 14. ágúst 2024

Fundur 1663

Bćjarstjórn / 23. júlí 2024

Fundur 574

Bćjarstjórn / 2. júlí 2024

Bćjarstjórn nr. 573

Bćjarstjórn / 25. júní 2024

Fundur 572

Bćjarstjórn / 11. júní 2024

Fundur 571

Bćjarstjórn / 3. júní 2024

Fundur 570

Bćjarstjórn / 30. maí 2024

Fundur 569

Bćjarstjórn / 21. maí 2024

Fundur 568

Bćjarstjórn / 7. maí 2024

Fundur 567

Skipulagsnefnd / 3. júní 2024

Fundur 133

Skipulagsnefnd / 8. maí 2024

Fundur 132

Skipulagsnefnd / 6. nóvember 2023

Fundur 128

Bćjarstjórn / 30. apríl 2024

Fundur 566

Bćjarstjórn / 23. apríl 2024

Fundur 565

Bćjarstjórn / 17. apríl 2024

Fundur 564

Skipulagsnefnd / 10. apríl 2024

Fundur 131

Bćjarstjórn / 4. apríl 2024

Fundur 562

Bćjarstjórn / 10. apríl 2024

Fundur 563

Bćjarstjórn / 26. mars 2024

Fundur 561

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Bćjarstjórn / 19. mars 2024

Fundur 560

Bćjarstjórn / 12. mars 2024

Fundur 559

Bćjarstjórn / 5. mars 2024

Bćjarstjórn / 20. febrúar 2024

Fundur 556

Nýjustu fréttir

Fastanefndum fćkkađ úr 5 í 2

  • Fréttir
  • 1. október 2024

Mánudagskaffi í Reykjanesbć

  • Fréttir
  • 27. september 2024

Para- og fjölskylduráđgjöf

  • Fréttir
  • 26. september 2024

Vel sótt kaffispjall međ Grindavíkurnefnd

  • Fréttir
  • 25. september 2024

Rýmingarflautur prófađar á morgun kl. 11

  • Fréttir
  • 24. september 2024

Réttađ í blíđviđri í Grindavík

  • Fréttir
  • 23. september 2024