Fundur 567

  • Bćjarstjórn
  • 13. júní 2024

567. fundur bæjarstjórnar Grindavíkur haldinn í Tollhúsi við Tryggvagötu, þriðjudaginn 7. maí 2024 og hófst hann kl. 10:00.

Fundinn sátu: Ásrún Helga Kristinsdóttir, forseti, Birgitta H. Ramsay Káradóttir, aðalmaður,Hjálmar Hallgrímsson, aðalmaður, Helga Dís Jakobsdóttir, aðalmaður,Hallfríður G Hólmgrímsdóttir, aðalmaður, Birgitta Rán Friðfinnsdóttir var fjarverandi en í staðinn sat fundinn Unnar Á Magnússon, varamaður og Gunnar Már Gunnarsson, aðalmaður. Einnig sátu fundinn:Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs, Fannar Jónasson, bæjarstjóri og Guðjón Bragason, lögfræðingur.

Fundargerð ritaði:  Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Í upphafi fundar lagði forseti til að mál fundarins yrðu rædd fyrir luktum dyrum með vísan til Auglýsingar um ákvörðun innviðaráðherra til að tryggja hæfi bæjarstjórnar Grindavíkurbæjar og til að auðvelda ákvarðanatöku við stjórn sveitarfélagsins. nr. 333 frá 2024.

Samþykkt samhljóða.

Dagskrá:

1.  Starfsmannamál - 2401106

Gestir fundarins undir þessum dagskrárlið: Hrannar Pétursson, ráðgjafi, Karl Björnsson, ráðgjafi, Anton Björn Markússon, ráðgjafi, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs, sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs, sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs, hafnarstjóri og launafulltrúi.

Til máls tóku: Ásrún, sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs, Birgitta Hrund, Hrannar, Karl, Anton, Guðjón, bæjarstjóri, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs, sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs, Hjálmar, Gunnar Már, launafulltrúi, hafnarstjóri, Hallfríður og Helga Dís.

Tillaga Bæjarstjóra er falið að hefja samráð skv. 5. gr. laga nr. 63/2000, um hópuppsagnir, vegna áforma Grindavíkurbæjar um niðurlagningu starfa og uppsagna hluta starfsmanna bæjarins.

Greinargerð:

Á undanförnum sex mánuðum hafa forsendur fyrir rekstri og þjónustu Grindavíkurbæjar við íbúa sveitarfélagsins gjörbreyst. Vegna aðstæðna hefur stór hluti Grindvíkinga búið sér nýtt heimili í öðrum sveitarfélögum, sumir tímabundið en aðrir hafa tekið ákvörðun um að flytja búferlum varanlega og selja heimili sitt í Grindavík.

Bærinn hefur staðið svo til tómur í hálft ár og óvissa ríkir um framhaldið. Margir hafa flutt lögheimili sitt og frekari íbúafækkun blasir við, með tilheyrandi tekjufalli fyrir bæjarsjóð þar sem útsvarstekjur lækka og fasteignaskattar verða ekki greiddir af íbúðahúsnæði, skv. sérlögum sem sett voru á Alþingi í vetur. Aðstæðurnar losa bæjaryfirvöld ekki undan þeirri skyldu að veita fólki með lögheimili í bænum þjónustu, en ljóst má vera að umfang þjónustunnar ræðst af aðstæðum á hverjum tíma, mannlífinu í bænum, getu sveitarfélagsins og samstarfinu við önnur sveitarfélög. Sú skylda hvílir jafnframt á bæjastjórn Grindavíkur að reka sveitarfélagið með sjálfbærum hætti, stilla af tekjur og útgjöld og tryggja rekstrarhæfi bæjarsjóðs til lengri tíma.

Launagreiðslur eru langstærsti útgjaldaliður sveitarfélagsins og lætur nærri að launakostnaður sé um 50% af tekjum bæjarins. Það er mat bæjarstjórnar að í ljósi núverandi aðstæðna sé Grindavíkurbæ nauðugur sá kostur að gera grundvallarbreytingar á sínum rekstri, lækka kostnað og m.a. laga starfsmannahald að nýjum veruleika. Þannig sé óumflýjanlegt að fækka starfsfólki, leggja niður störf og/eða lækka starfshlutfall. Ætla má að niðurlagning starfa geti náð til um 150 starfsmanna, þvert á stofnanir og þjónustueiningar bæjarins, og hefur bæjarstjóra verið falið að hefja undirbúning.

Ákvörðun um fækkun starfa er bæjarstjórn Grindavíkurbæjar afar þungbær, en bæjarfulltrúar eru einhuga um nauðsyn hennar. Aðgerðirnar verða sársaukafullar fyrir starfsfólk, fjölskyldur þeirra og aðra íbúa Grindavíkur, en eru forsenda þess að sveitarfélagið verði í stakk búið til að snúa vörn í sókn þegar aðstæður breytast. Bæjarstjórn er sannfærð um að með tímanum muni samfélag og mannlíf blómstra í Grindavík á ný. Á þessum tímapunkti er þó óvíst hve stórt það samfélag verður, hverjar verða þarfir þess og hvert umfang þjónustu eða starfsemi Grindavíkurbæjar verður.

Tillagan er samþykkt samhljóða.

2.  Jarðskjálftar, landris og eldgos í Grindavík 2024 - 2401118

Gestir fundarins undir þessum dagskrárlið: Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs.

Til máls tóku: Ásrún, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs, Guðjón, Helga Dís, Unnar, Hallfríður og Gunnar Már.

Farið yfir stöðu mála.

3.  Framkvæmdalán - Leynisbraut 13 - 2405034

Til máls tóku: Ásrún, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs, Hallfríður, Unnar, Gunnar Már, Hjálmar, bæjarstjóri, Helga Dís og Birgitta Hrund víkja af fundi kl. 11:25 - 11:40.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að við kaup Fasteignafélagsins Þórkötlu þurfi að greiða upp áhvílandi framkvæmdalán frá Grindavíkurbæ.

4.  Fundargerðir - Stjórn Samband íslenskra sveitarfélaga 2023 - 2302009

Til máls tók: Ásrún.

Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga nr. 947, dags. 19. apríl sl., er lögð fram til kynningar.

5.  Fundargerðir - Reykjanes Geopark 2023 - 2303018

Til máls tóku: Ásrún, bæjarstjóri og Guðjón.

Fundargerð Reykjanesfólkvangs, dags. 18. apríl sl., er lögð fram til kynningar.

Fleira ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:40.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Bćjarstjórn / 2. júlí 2024

Bćjarstjórn nr. 573

Bćjarstjórn / 25. júní 2024

Fundur 572

Bćjarstjórn / 11. júní 2024

Fundur 571

Bćjarstjórn / 3. júní 2024

Fundur 570

Bćjarstjórn / 30. maí 2024

Fundur 569

Bćjarstjórn / 21. maí 2024

Fundur 568

Bćjarstjórn / 7. maí 2024

Fundur 567

Skipulagsnefnd / 3. júní 2024

Fundur 133

Skipulagsnefnd / 8. maí 2024

Fundur 132

Skipulagsnefnd / 6. nóvember 2023

Fundur 128

Bćjarstjórn / 30. apríl 2024

Fundur 566

Bćjarstjórn / 23. apríl 2024

Fundur 565

Bćjarstjórn / 17. apríl 2024

Fundur 564

Skipulagsnefnd / 10. apríl 2024

Fundur 131

Bćjarstjórn / 4. apríl 2024

Fundur 562

Bćjarstjórn / 10. apríl 2024

Fundur 563

Bćjarstjórn / 26. mars 2024

Fundur 561

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Bćjarstjórn / 19. mars 2024

Fundur 560

Bćjarstjórn / 12. mars 2024

Fundur 559

Bćjarstjórn / 5. mars 2024

Bćjarstjórn / 20. febrúar 2024

Fundur 556

Bćjarstjórn / 13. febrúar 2024

Fundur 555

Bćjarstjórn / 8. febrúar 2024

Fundur 554

Bćjarstjórn / 30. janúar 2024

Fundur 553

Bćjarstjórn / 23. janúar 2024

Fundur 552

Bćjarstjórn / 16. janúar 2024

Fundur 551

Bćjarstjórn / 9. janúar 2024

Fundur bćjarstjórnar nr. 550

Bćjarstjórn / 29. desember 2023

Fundur bćjarstjórnar nr. 549