Grindvísk börn opna myndlistarsýningu í Safnahúsinu

  • Fréttir
  • 12. júní 2024

Þann 17 júní nk. kl. 15 verður opnuð sýningin "... að allir séu óhultir" en þar sýna börn afrakstur sinn af myndlistarnámskeiði sem nú stendur yfir með nokkrum grindvískum börnum á aldrinum 10-12 ára. Námskeiðið er samvinnuverkefni Listasafns Íslands og umboðsmanns barna. Á sýningunni verður einnig sýndur hluti gagna frá þingi sem umboðsmaður barna hélt með börnum frá Grindavík í byrjun mars þar sem þau lýstu upplifun sinni af atburðum síðustu mánaða.

Forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson, verður viðstaddur opnun sýningarinnar og verður honum afhent skýrsla með helstu niðurstöðum þingsins.

Sýningin verður opnuð í Safnahúsinu þann 17. júní, kl. 15, og er hluti dagskrár vegna 80 ára afmælis lýðveldisins.

Allir Grindvíkingar og sérstaklega grindvísk börn boðin hjartanlega velkomin.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 3. júlí 2024

Grindavíkurvegur opinn ađ hluta

Fréttir / 24. júní 2024

Landađ í blíđskaparveđri í Grindavík

Fréttir / 21. júní 2024

Sumarhátíđ Leikskólans Lautar

Fréttir / 18. júní 2024

Ţjónustuteymi Grindavíkur

Fréttir / 31. maí 2024

Fjölskyldutónleikar Sjóarans síkáta

Fréttir / 31. maí 2024

3. tbl. Grindvíkings komiđ út

Fréttir / 30. maí 2024

„Ţađ ţarf ađ minna fólk á“