133. fundur skipulagsnefndar haldinn í Tollhúsi við Tryggvagötu, mánudaginn 3. júní 2024 og hófst hann kl. 16:00.
Fundinn sátu: Lilja Ósk Sigmarsdóttir, formaður, Ásrún Helga Kristinsdóttir, varaformaður, Steinberg Reynisson, aðalmaður. Einnig sátu fundinn: Guðjón Bragason, lögfræðingur og Elísabet Bjarnadóttir, sérfræðingur á skipulags- og umhverfissviði.
Fundargerð ritaði: Elísabet Bjarnadóttir, sérfræðingur á skipulags- og umhverfissviði.
Hrannar Jón Emilsson boðaði forföll en ekki varamann og Unnar Magnússon mætti ekki til fundar og boðaði ekki forföll.
Dagskrá:
1. Suðurvör 10 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 2 - 2404146
Lögð er fram umsókn um byggingarleyfi fyrir óleyfisframkvæmd í Suðurvör 10. Leitað er samþykkis skipulagsnefndar skv. 2.3.4. gr. byggingarreglugerðar því eignin er á ódeiliskipulögðu svæði.
Um er að ræða eins hæða einbýlishús úr timbri, byggt árið 1973. Óskað er eftir að 10,1 m² tengibygging milli bílageymslu og húss verði skráð á eignina en hún hefur verið þarna yfir 30 ár.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við stækkun fasteignarinnar og heimilar að vikið sé frá grenndarkynningu sbr. 3. mgr. 44.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 en bendir á að verklag fyrir óleyfisframkvæmdir gildi í þessu máli.
Í samræmi við 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og viðauka 1.1 við bæjarmálasamþykkt Grindavíkurbæjar er um fullnaðarafgreiðslu að ræða. Byggingarfulltrúa er falið að vinna málið áfram í samræmi við byggingarreglugerð nr. 112/2012.
2. Óveruleg breyting á deiliskipulagi Bláa lónsins - 2403185
Mál tekið fyrir aftur að grenndarkynningu lokinni. Grenndarkynningu vegna deiliskipulagsbreytingar Bláa lónins lauk 3. maí sl., hún fór fram í samræmi við 2. mgr. 43.gr skipulagslaga nr. 123/2010. Umsagnir bárust frá báðum umsagnaraðilum. Bláa lónið hefur leiðrétt bæði greinargerð og uppdrátt út frá ábendingum þeirra og þarf skipulagsnefnd að bregðast við því.
Nefndin hefur farið yfir umsagnir og þær breytingar sem gerðar voru og telur þær fullnægjandi og vísar erindinu til bæjarstjórnar til fullnaðarafgreiðslu.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt og felur skipulagsfulltrúa að svara þeim sem gerðu athugasemd við tillöguna og ljúka málinu skv. 2.gr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um að bæjarstjórn gefi samþykki.
Skipulagsnefnd vekur athygli lóðarhafa/umsækjanda á eftirfarandi: Lóðarhafi ber að greiða allan þann kostnað sem af breytingunni hlýst. Auk hinnar eiginlegu skipulagsvinnu þá má t.d. nefna kostnað sem verður til við breytingu á innviðum (t.d. rafmagn, vatnslagnir og fráveita) á skipulagssvæðinu vegna breytingarinnar.
3. Efrahóp 18 - lóðarmál eftir eldsumbrot - 2405177
Bæjarstjórn Grindavíkurbæjar barst erindi í tölvupósti þann 21. maí frá eigendum Efrahóps 18. Hús þeirra fór að hluta undir hraun en eignin brann alveg niður. Eigendur og Grindavíkurbær hafa ekki náð samkomulagi um skil á lóðinni en þar stendur eftir sökkull og brak. Eigendur vilja fá sökkulinn greiddan við skilin og bera fyrir sig að til sé fordæmi um að það hafi verið gert. Sú upphæð, að þeirra sögn, yrði nálægt þeirri upphæð sem eignin hefði hækkað um ef þau hefðu fengið tækifæri á endurmati brunabótamats áður en bætur voru greiddar frá NTÍ. Forseti bæjarstjórnar óskar eftir að skipulagsnefnd taki afstöðu til undangreinds.
Erindi lagt fram. Formanni nefndar falið að boða málsaðila til fundar til að leiðbeina aðilum um málsmeðferð.
Fleira ekki gert.
Fundi slitið kl. 17:00.