Ný könnun vegna stöđu húsnćđismála

  • Fréttir
  • 5. júní 2024

Meðfylgjandi könnun er beint til einstaklinga sem búsettir voru í Grindavík þann 10. nóvember 2023.

Markmið könnunarinnar er að afla nákvæmra upplýsinga um núverandi húsnæðisaðstæður Grindvíkinga og hverjar horfur þeirra eru til framtíðar. Tilgangurinn er að fá úr því skorið hvað hefur áunnist og hvar úrbóta er helst þörf.

Það er einstaklega mikilvægt að svör berist frá öllum heimilum í Grindavík óháð því hversu góð eða slæm húsnæðisstaða fólks er í dag.

Öllum Grindvíkingum, 18 ára og eldri, er velkomið að svara spurningalistanum en markmiðið er að einn forsvarsaðili svari fyrir hvert heimili.

Til að hafa trygga yfirsýn með hvaða heimili hafa svarað og hver þörf þeirra er mun skráning í könnunina fara fram með rafrænum skilríkjum. Í lok könnunarinnar verður þátttakendum boðið að velja um hvort svör þeirra verði vistuð með persónugreinanlegum upplýsingum. Niðurstöður könnunarinnar verða þó alltaf gerðar ópersónugreinanlegar fyrir birtingu.

Einstaklingum sem ekki hafa aðgang að rafrænum skilríkjum verður boðin þátttaka með öðrum hætti. Frekari upplýsingar um könnunina og aðstoð við heimili sem geta ekki skráð sig með rafrænum skilríkjum veitir Nökkvi Már Jónsson, sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs Grindavíkur, nmj@grindavik.is

Þátttaka í könnuninni byggist á samþykki sbr. 1. tölul. 9. gr. laga nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Þátttakendur geta dregið samþykki sitt til baka og óskað eftir því að gögnum um þá verði eytt.

Aðgengi að gögnunum verður takmarkað við það starfsfólk  stjórnarráðsins, Almannavarna, Rauða krossins og Grindavíkurbæjar sem hafa beina aðkomu að húsnæðismálum Grindvíkinga.

Grindavíkurbær, Víkurbraut 62, 240 Grindavík, er ábyrgðaraðili könnunarinnar samkvæmt lögum um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Maskína, Laugavegi 25, 101 Reykjavík, sér um fyrirlögn könnunarinnar og greiningu gagnanna fyrir hönd ábyrgðaraðila og telst vinnsluaðili samkvæmt persónuverndarlögum.

Nánari upplýsingar um vinnslu persónuupplýsinga hjá Stjórnarráði Íslands má finna í persónuverndarstefnu þess, svo sem um varðveislutíma og réttindi einstaklinga, https://www.stjornarradid.is/medferd_personuupplysinga/

Nánari upplýsingar um vinnslu persónuupplýsinga hjá Maskínu má finna í persónuverndarstefnu fyrirtækisins: https://maskina.is/maskinan/personuverndarstefna/

Til að skrá þig inn í könnunina smellir þú hér: https://www.maskina.is/grindavik


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 3. september 2024

Grindavíkurdćtur og glćpakviss

Fréttir / 2. september 2024

7. tbl. Grindvíkings komiđ út

Fréttir / 15. ágúst 2024

Mánudagskaffi í Reykjanesbć

Fréttir / 14. ágúst 2024

Stuđningur viđ fyrirtćki enn í bođi

Fréttir / 13. ágúst 2024

Atvinnulífiđ af stađ eftir sumarfrí

Fréttir / 12. ágúst 2024

Vel sótt námskeiđ hjá Dale Carnegie

Fréttir / 12. ágúst 2024

Grindvíkingamót í Reykjanesbć

Fréttir / 8. ágúst 2024

Rýmingarkort fyrir Grindavík