Fundur 128

  • Skipulagsnefnd
  • 13. júní 2024

128. fundur skipulagsnefndar haldinn í bæjarstjórnarsal, mánudaginn 6. nóvember 2023 og hófst hann kl. 16:15.

Fundinn sátu: Lilja Ósk Sigmarsdóttir, formaður, Sverrir Auðunsson, varamaður, Hrannar Jón Emilsson, aðalmaður, Steinberg Reynisson, aðalmaður, Gunnar Már Gunnarsson, varamaður og Atli Geir Júlíusson, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs.

Fundargerð ritaði:  Atli Geir Júlíusson, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs.

Dagskrá:

1.      Hverfisskipulag í Grindavík - 2. áfangi - 2211014
Á fundi skipulagsnefndar 20.ágúst 2023 var skipulagsfulltrúa falið að kynna vinnslutillögu fyrir íbúum hverfisins og umsagnaraðilum skv. 4.gr. 40.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Kynningartími var á tímabilinu 15.september til og með 6.október 2023. Tillagan var kynnt á heimasíðu Grindavíkurbæjar, í Víkurfréttum og var dreifibréf borið út í öll hús hverfisins. Þar voru íbúar hvattir til að senda inn athugasemdir um hverfisskipulagið í gegnum samráðsvef eða skriflega til skipulags- og umhverfissviðs á skipulag@grindavik.is.

Skiplagsnefnd fór yfir þær umsagnir og athugasemdir sem bárust við vinnslutillöguna. Skipulagsfulltrúa fallið að vinna málið áfram.

2.      Umsókn um skipulagsbreytingu - Bakkalág 17 - 2311006
Umsókn um breytingu deiliskipulags Eyjabakka vegna Bakkalágar 17 frá Marine Collagen lögð fram. Umsækjandi óskar eftir því að Bakkalág 17, Hólmasund 1 og partur af Bakkalág 15 verði sameinaðar í eina lóð. Stakkavík hefur samþykkt að Marine Collagen fái hluta af þeirra lóð, Bakkalág 15, sjá fylgiskjal umsóknar. Umsækjandi veit af minjum sem skráðar eru norðan við Bakkalág 17 og hefur óskað umsagnar Minjastofnunar vegna þess.

Skipulagsnefnd heimilar umsækjanda að vinna deiliskipulagsbreytingu í samræmi við framlagða umsókn skv. 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tilbúin gögn skulu lögð fram til skipulagsnefndar. Að mati skipulagsnefndar er um óverulega breytingu á deiliskipulagi svæðisins sé að ræða þannig að málsmeðferð verður í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Í samræmi við viðauka 1.1 við bæjarmálasamþykkt Grindavíkurbæjar er sú afgreiðsla sem snýr að heimild til skipulagsbreytingar, fullnaðarafgreiðsla.

3.      Umsókn um skipulagsbreytingu - iðnaðarsvæði i5, 1 - 2311007
Matorka óskar eftir leyfi til að stækka lóð iðnaðarsvæðis i5 við Nesveg um 70 metra til norðurs. Ástæða stækkunar er til að draga eins mikið og hægt er úr smithættu í fiskeldinu. Núverandi staðsetning seiðaeldis á Húsatóftum er nánast á sjávarkambinum, mikið hagsmunamál er fyrir Matorku að færa þennan hluta eldisins fjær sjónum og upp fyrir núverandi áframeldi. Skipulagsnefnd heimilar umsækjanda að vinna deiliskipulagsbreytingu í samræmi við framlagða umsókn skv. 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tilbúin gögn skulu lögð fram til skipulagsnefndar. Lagt verður mat á það hvort málsmeðferð deiliskipulagbreytingarinnar verði m.v. verulega eða óverulega breytingu deiliskipulagsins þegar fullbúinn skipulagsgögn berast skipulagsnefnd.

Í samræmi við viðauka 1.1 við bæjarmálasamþykkt Grindavíkurbæjar er sú afgreiðsla sem snýr að heimild til skipulagsbreytingar, fullnaðarafgreiðsla.

4.      Víkurbraut 36 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 1, - 2309066
Grenndarkynningu vegna byggingarleyfisumsóknar fyrir Víkurbraut 36 er lokið án athugasemda. Skipulagsnefnd gerir því ekki athugasemd við byggingaráformin. Með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og viðauka 1.1. bæjarmálasamþykktar nr. 530/2022 er um fullnaðarafgreiðslu að ræða af hálfu skipulagsnefndar. Byggingarfulltrúi tekur við málinu í samræmi við byggingarreglugerð nr. 112/2012.

5.      Vík 129161 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 2, - 2310087
Ingiþór Björnsson sækir um fyrir hönd Heiðars Guðmundssonar um breytta notkun á húsinu Vík við Verbraut.

Óskað er eftir að breyta neðri hæð hússins í gistiheimili í flokki II (gistiheimili án veitinga) skv. aðaluppdráttum frá Ingiþór dagsettir 17.10.2023.

Skipulagsnefnd felur sviðsstjóra að grenndarkynna umsóknina fyrir lóðarhöfum Vesturbrautar 15 og 17.

6.      Umsókn um framkvæmdaleyfi frá HS orku - viðgerðarborun á Holu SV24 - 2311001
HS orka sækir um framkvæmdaleyfi fyrir viðgerðarborun á Holu SV24.

Framkvæmdin er vegna viðhalds á Holu SV24 og felur ekki í sér jarðrask umfram það sem þegar er orðið við borholuna. Framkvæmdin er í samræmi við gildandi aðalskipulag Grindavíkurbæjar.

Skiplagsnefnd samþykkir veitingu framkvæmdarleyfisins og felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfið. Í samræmi við viðauka 1.1 við bæjarmálasamþykkt Grindavíkurbæjar er um fullnaðarafgreiðslu að ræða.

7.      Metan- og vetnisframleiðsla á Reykjanesi - kynning á umhverfismatsskýrslu - 2310061
Skipulagsstofnun hefur óskað eftir umsögn Grindavíkurbæjar við eftirfarandi mál í skipulagsgáttinni: Metan- og vetnisframleiðsla á Reykjanesi, nr. 0679/2023:

Tillaga að bókun rædd og samþykkt.

Umsögn skipulagsnefndar er vísað til kynningar í bæjarráði og bæjarstjórnar til fullnaðarafgreiðslu.

8.      Fyrirspurn til skipulagsnefndar vegna skotsvæðis - 2310111
Hallur Jónas Gunnarsson og Ómar al Lahham senda inn eftirfarandi fyrirspurn til skipulagsnefndar vegna æfingasvæðis fyrir skotdeild UMFG.

Sviðstjóra falið að afla upplýsinga um málið (m.a. frá lögreglu og UMFG) og hvort staðsetning svæðisins sé í lagi.

9.      Jarðskjálftar og landris í Grindavík 2023 - 2310132
Farið yfir stöðu mála varðandi jarðskjálfta og landris í Grindavík.

Skipulagsnefnd felur sviðsstjóra að auka við flóttaleiðir úr bænum út á Nesveg, í samræmi við gildandi aðalskipulag, í samráði við Vegagerðina. Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:40.


Deildu þessari frétt

AÐRAR FUNDARGERÐIR

Bæjarráð / 11. mars 2025

Fundur 1678

Bæjarráð / 4. mars 2025

Fundur 1677

Bæjarstjórn / 26. febrúar 2025

Fundur 582

Bæjarráð / 18. febrúar 2025

Fundur 1676

Innviðanefnd / 17. febrúar 2025

Fundur 5

Bæjarstjórn / 28. janúar 2025

Fundur 581

Bæjarráð / 21. janúar 2025

Fundur 1675

Afgreiðslunefnd byggingamála / 16. janúar 2025

Fundur 86

Afgreiðslunefnd byggingamála / 5. júlí 2024

Fundur 82

Afgreiðslunefnd byggingamála / 29. maí 2024

Fundur 81

Afgreiðslunefnd byggingamála / 27. maí 2024

Fundur 80

Afgreiðslunefnd byggingamála / 18. apríl 2024

Fundur 79

Afgreiðslunefnd byggingamála / 29. nóvember 2024

Fundur 85

Afgreiðslunefnd byggingamála / 20. nóvember 2024

Fundur 84

Afgreiðslunefnd byggingamála / 26. ágúst 2024

Fundur 83

Afgreiðslunefnd byggingamála / 8. júní 2023

Fundur 73

Afgreiðslunefnd byggingamála / 11. maí 2023

Fundur 72

Innviðanefnd / 16. desember 2024

Fundur 3

Innviðanefnd / 15. janúar 2025

Fundur 4

Bæjarráð / 14. janúar 2025

Fundur 1674

Samfélagsnefnd / 15. janúar 2025

Fundur 4

Bæjarráð / 7. janúar 2025

Fundur 1673

Bæjarstjórn / 17. desember 2024

Fundur 580

Samfélagsnefnd / 11. desember 2024

Fundur 3

Bæjarstjórn / 28. nóvember 2024

Fundur 579

Bæjarráð / 12. nóvember 2024

Fundur 1670, bæjarráð

Innviðanefnd / 18. nóvember 2024

Fundur 2, Innviðanefnd

Bæjarráð / 5. nóvember 2024

Fundur 1669

Bæjarstjórn / 29. október 2024

Fundur 578

Innviðanefnd / 10. október 2024

Fundur 1