Upplýsingar um uppkaup á búseturétti:
Búseturétthafar hjá Búmönnum ehf geta, samkvæmt 4.grein laga um kaup á íbúðarhúsnæði í Grindavík, sótt um endurgjald fyrir búseturétt sinn hjá Þórkötlu. Slóðin til að sækja um slík uppkaup fer í gegnum umsókn um fráviksrétt á Innskráning island.is sækja um á island.is
Í lögunum segir “Endurgjald fyrir réttinn, sem rennur til búseturéttarhafa, skal vera 95% af framreiknuðu búseturéttargjaldi búseturéttarhafa. Beiðni um kaup samkvæmt þessari grein skal berast eigi síðar en 31. desember 2024”
Sé aðstoðar þörf við umsókn um endurgreiðslu á búseturétti er hægt að leita til næsta sýslumannsembættis, en allar almennar upplýsingar um kaup Þórkötlu á íbúðarhúsnæði í Grindavík má finna hér Kaup íbúðarhúsnæðis í Grindavík
Lög nr. 16 28. febrúar 2024.
Lög um kaup á íbúðarhúsnæði í Grindavík.
4. gr.
Búseturéttur.
Þrátt fyrir skilyrði 1. og 3. gr. um lögheimili og viðmið um greiðslu og að ósk búseturéttarhafa skal félag skv. 2. mgr. 2. gr. ganga til samninga við félög samkvæmt lögum um húsnæðissamvinnufélög um kaup á búseturétti í íbúðarhúsnæði sem að öðru leyti fellur undir gildissvið laga þessara. Endurgjald fyrir réttinn, sem rennur til búseturéttarhafa, skal vera 95% af framreiknuðu búseturéttargjaldi búseturéttarhafa. Beiðni um kaup samkvæmt þessari grein skal berast eigi síðar en 31. desember 2024. Ráðherra er heimilt að áskilja að beiðni um kaup berist í gegnum miðlægan þjónustuvef.