Einstaka fyrirspurnir hafa borist Grindavíkurbæ um sorphirðu í bænum. Sökum niðurfellingar fasteignagjalda og þar með sorphirðugjalds þá lagðist sorphirða í heimahúsum niður og verður úrgangur því ekki sóttur frá heimilum í fyrirsjáanlegri framtíð. Síðasta söfnun átti sér stað 16. febrúar þessa árs. Þeir sem enn dvelja í bænum verða því að ráðstafa heimilissorpi sínu sjálfir en hægt er að skila því í móttökustöð Kölku Sorpeyðingarstöðvar að Nesvegi 1 opnunartími Kölku
Einnig hafa fyrirspurnir borist vegna erindis um úrgangsmál sem tekið var fyrir á bæjarstjórnarfundi nr. 566, 30. apríl. Þar kemur fram að bæjarstjórn hafi samþykkt að bærinn myndi draga sig úr gildandi samþykkt (Samþykktir um meðhöndlun úrgangs á Suðurnesjum nr. 426/2005). Á móti kemur þó að ný samþykkt hefur í tvígang verið samþykkt á bæjarstjórnarfundi (nr. 541 og nr. 543) og mun taka við af þeirri sem bærinn er að draga sig úr. Til þess að leiðrétta mögulegan misskilning þá hefur samþykktin ekkert að gera með úrgangsmál eins og þau standa núna í Grindavíkurbæ.
Samþykktir um meðhöndlun úrgangs á Suðurnesjum
Frétt frá Kölku síðan í febrúar um sorphirðu í Grindavík sorphirða í Grindavík
Frétt frá því í mars móttökustöð Kölku í Grindavík