Nemendur létu ljós sitt skína á Bullseye

  • Grunnskólafréttir
  • 8. maí 2024

Pílustaðurinn Bullseye hefur heldur betur tekið vel á móti okkur Grindvíkingum í hremmingum síðustu mánaða. Jón Gunnar Bergs eigandi Bullseye hefur meðal annars boðið nemendur í Grunnskóla Grindavíkur velkomna til sín og tekið á móti af mikilli gestrisni.

Krakkarnir í 5.bekk fóru í Bullseye í morgun og fengu að reyna sig í pílukasti. Áður en hefðbundin keppni hófst sýndi Jón Gunnar nemendum myndir af Austurbæ þar sem Bullseye er til húsa og fór yfir sögu hússins.  Eftir að krakkarnir höfðu sýnt góð tilþrif í dágóða stund var boðið upp á snúða, kleinur og drykki auk þess sem myndbönd af bestu pílukösturum heims voru sýnd á skjánum. Síðan var farið í skemmtilega leiki þar sem hægt var að vinna sér inn stig og er óhætt að segja að krakkarnir hafi skemmt sér vel.

Krakkarnir í 5.bekk eru ekki eini nemendahópurinn sem hefur verið boðið í heimsókn í Bullseye sem er stærsti pílustaður á Íslandi, Evrópu og jafnvel þó víðar væri leitað. Bullseye hefur tekið á móti fjölmörgum nemendahópum sem allir koma jafnánægðir til baka.

Um leið og við þökkum Jóni Gunnari kærlega fyrir gestrisnina og móttökurnar hvetjum við ykkur til að kíkja á Bullseye í pílukast enda frábær skemmtun og aðstaðan á staðnum til fyrirmyndar. Hér fyrir neðan má sjá myndir frá heimsókn 5.bekkjar í morgun.

















Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 8. desember 2024

Jólaađstođ félagasamtaka í Grindavík

Fréttir / 3. desember 2024

Jólabođ eldri borgara úr Grindavík

Fréttir / 2. desember 2024

Móttökustöđ Kölku lokuđ í dag

Fréttir / 2. desember 2024

Foreldranámskeiđ fyrir Grindvíkinga

Fréttir / 28. nóvember 2024

Klúbbastarf Ţrumunnar fer af stađ í kvöld

Fréttir / 22. nóvember 2024

Jólasamvera Grindvíkinga

Fréttir / 18. nóvember 2024

Opinn fundur međ xD

Fréttir / 15. nóvember 2024

Alţingiskosningar 30. nóvember 2024

Fréttir / 14. nóvember 2024

Vel heppnuđ opnun sundlaugarinnar á mánudag

Fréttir / 13. nóvember 2024

Ađ finna sátt og hamingju í lífsins stormum

Fréttir / 11. nóvember 2024

Meiri afli í október í ár en í fyrra

Fréttir / 11. nóvember 2024

Sundlaugin opnar á ný

Nýjustu fréttir

Samverustundir 8.-13. desember

  • Fréttir
  • 8. desember 2024

Jólatónleikar 7. desember 2024

  • Tónlistaskólafréttir
  • 4. desember 2024

Spjall og frćđsla í mánudagskaffi

  • Fréttir
  • 29. nóvember 2024

Alţingiskosningar 30. nóvember 2024

  • Fréttir
  • 29. nóvember 2024

Eddi í Hópsnesi í kaffispjalli í Kvikunni

  • Fréttir
  • 26. nóvember 2024

Jólaađstođ félagasamtaka í Grindavík

  • Fréttir
  • 25. nóvember 2024