Kjörskrá liggur frammi almenningi til sýnis í afgeiðslu bæjarskrifstofa Grindavíkurbæjar (Tollhúsinu), frá mánudeginum 13. maí fram að kjördegi.
Kjósendur eru hvattir til að kynna sér hvort nöfn þeirra séu á kjörskrá. Athugasemdum við kjörskrá skal beint til Þjóðskrár.
Upplýsingar um hvar þú ert á kjörskrá og hvaða kjördeild þú tilheyrir er einnig að finna á upplýsingaveitu Þjóðskrár Íslands.
Upplýsingaveita Þjóðskrár https://www.skra.is/folk/kjorskra-og-kosningar/hvar-a-eg-ad-kjosa/
Að þessu sinni er kosið að SKÓGARBRAUT 945, Reykjanesbæ (húsi Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum á Ásbrú). Kjósendur skulu framvísa persónuskilríki á kjörstað.
Kjörstaður opnar kl. 10:00 og lokar kl. 22.00
Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna forsetakjörs fer fram á skrifstofum sýslumanna, um land allt.
Utankjörfundaratkvæðagreiðsla á höfuðborgarsvæðinu fer eingöngu fram í Holtagörðum 1. hæð.
Kjörstjórn Grindavíkurbæjar