Bćjarstjóra faliđ ađ undirbúa fćkkun starfsfólks Grindavíkurbćjar

  • Fréttir
  • 7. maí 2024

Bæjarstjórn Grindavíkur ákvað á fundi sínum í morgun að laga starfsmannahald bæjarins að gjörbreyttum aðstæðum og fækka störfum hjá sveitarfélaginu. Bæjarstjóra var falið að hefja undirbúning og samráð við hagaðila í samræmi við lög nr. 63/2000, um hópuppsagnir. 

Á undanförnum sex mánuðum hafa forsendur fyrir rekstri sveitarfélagsins gjörbreyst. Stór hluti Grindvíkinga hefur búið sér nýtt heimili í öðrum sveitarfélögum, sumir tímabundið en aðrir varanlega. Frekari íbúafækkun blasir við með tilheyrandi tekjufalli fyrir bæjarsjóð þar sem bæði útsvarstekjur og fasteignaskattar lækka verulega, m.a. vegna laga um kaup á íbúðahúsnæði í Grindavík nr. 16/2024.

Launagreiðslur eru langstærsti útgjaldaliður sveitarfélagsins og lætur nærri að launakostnaður sé um 50% af tekjum bæjarins. Það er mat bæjarstjórnar að í ljósi aðstæðna sé Grindavíkurbæ nauðugur einn sá kostur að gera grundvallarbreytingar á sínum rekstri, lækka kostnað og laga starfsmannahald að nýjum veruleika. Þannig sé óumflýjanlegt að fækka starfsfólki, leggja niður störf og/eða lækka starfshlutfall þvert á stofnanir og þjónustueiningar bæjarins.

Aðstæðurnar losa bæjaryfirvöld ekki undan þeirri skyldu að veita fólki með lögheimili í bænum þjónustu, en ljóst má vera að umfang þjónustunnar ræðst af aðstæðum á hverjum tíma, mannlífi í bænum, getu sveitarfélagsins og samstarfi við önnur sveitarfélög.

Að sama skapi hvílir sú skylda á bæjarstjórn Grindavíkur að reka sveitarfélagið með sjálfbærum hætti, stilla af tekjur og útgjöld og tryggja gjaldhæfi bæjarsjóðs til lengri tíma.

Ákvörðun um fækkun starfa er bæjarstjórn Grindavíkurbæjar afar þungbær, en bæjarfulltrúar eru einhuga um nauðsyn hennar. Aðgerðirnar verða sársaukafullar fyrir starfsfólk, fjölskyldur þeirra og aðra íbúa Grindavíkur, en eru forsenda þess að sveitarfélagið geti snúið vörn í sókn þegar aðstæður breytast. Bæjarstjórn er sannfærð um að með tímanum muni samfélag og mannlíf blómstra í Grindavík á ný. Á þessum tímapunkti er þó óvíst hve stórt það samfélag verður, hverjar verða þarfir þess og hvert umfang þjónustu eða starfsemi Grindavíkurbæjar verður. 

Líkt og fram kom í síðustu viku hefur ríkisstjórn Íslands, í samstarfi við bæjarstjórn Grindavíkurbæjar, samþykkt að setja á fót framkvæmdanefnd vegna jarðhræringa í Grindavíkurbæ. Frumvarp þess efnis liggur nú fyrir þinginu en í því felast mikilvæg markmið um að vinna að farsæld Grindvíkinga óháð búsetu þeirra. Ríkisstjórn hefur jafnframt samþykkt að hluti verkefna framkvæmdanefndarinnar hefjist strax, sérstaklega sá er snýr að stuðningi við íbúa Grindavíkur nú þegar stór hluti íbúa glímir við áskoranir er varða húsnæði, atvinnu og fjölbreytt málefni fjölskyldna og barna.  

Með það að markmiði hefur verið sett á fót þjónustuteymi sem á að tryggja samþættan og markvissan stuðning við íbúa Grindavíkur m.a. er varðar atvinnuleit og virkni, húsnæði, þjónustu, skóla, tómstundir og íþróttir. Þjónustuteymið mun vera mannað reyndum sérfræðingum þvert á kerfi og mun öllum Grindvíkingum, einstaklingum og fjölskyldum, verða boðið viðtal hjá teyminu og í framhaldinu frekari stuðning eftir þörfum. Frekari upplýsingar verða auglýstar og sendar öllum Grindvíkingum á næstu dögum. 

Virðingarfyllst, 
bæjarstjórn Grindavíkurbæjar


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 8. desember 2024

Jólaađstođ félagasamtaka í Grindavík

Fréttir / 3. desember 2024

Jólabođ eldri borgara úr Grindavík

Fréttir / 2. desember 2024

Móttökustöđ Kölku lokuđ í dag

Fréttir / 2. desember 2024

Foreldranámskeiđ fyrir Grindvíkinga

Fréttir / 28. nóvember 2024

Klúbbastarf Ţrumunnar fer af stađ í kvöld

Fréttir / 22. nóvember 2024

Jólasamvera Grindvíkinga

Fréttir / 18. nóvember 2024

Opinn fundur međ xD

Fréttir / 15. nóvember 2024

Alţingiskosningar 30. nóvember 2024

Fréttir / 14. nóvember 2024

Vel heppnuđ opnun sundlaugarinnar á mánudag

Fréttir / 13. nóvember 2024

Ađ finna sátt og hamingju í lífsins stormum

Fréttir / 11. nóvember 2024

Meiri afli í október í ár en í fyrra

Fréttir / 11. nóvember 2024

Sundlaugin opnar á ný

Nýjustu fréttir

Samverustundir 8.-13. desember

  • Fréttir
  • 8. desember 2024

Jólatónleikar 7. desember 2024

  • Tónlistaskólafréttir
  • 4. desember 2024

Spjall og frćđsla í mánudagskaffi

  • Fréttir
  • 29. nóvember 2024

Alţingiskosningar 30. nóvember 2024

  • Fréttir
  • 29. nóvember 2024

Eddi í Hópsnesi í kaffispjalli í Kvikunni

  • Fréttir
  • 26. nóvember 2024

Jólaađstođ félagasamtaka í Grindavík

  • Fréttir
  • 25. nóvember 2024