12,5 milljón frá Vestmannaeyingum til Grindvíkinga

  • Fréttir
  • 6. maí 2024

Alls söfnuðust 12,5 millj­ón­ir króna fyr­ir Grind­vík­inga á styrkt­ar­tón­leik­um Eyja­manna, Heim á ný, sem haldn­ir voru í Höll­inni í Vest­manna­eyj­um sl. föstudagskvöld. 

Nokkur hópur Eyjafólks stóð fyrir fjársöfnun til handa Grindvíkingum og höfðu mörg fyrirtæki í Eyjum lagt þeirri söfnun lið með fjárframlögum. Þá lagði Vestmannaeyjabær söfnunni til 5 milljónir.

Söfnunin náði hámarki á styrktartónleikunum. Tónleikarnir voru skemmtilegir, með fjölbreyttu sniði, úrvals tónlistarfólki þar sem eyjalögin góðu voru í forgrunni. 

Á tónleikunum stigu á svið tónlistarfólk úr Eyjum og víðar að og rann allur aðgangseyrir óskertur til Grindvíkinga. Alls söfnuðust 12,5 milljónir króna í söfnuninni og var fulltrúum Grindvíkinga afhent ávísun í lok tónleikana. Fjölda mynda frá tónleikunum má sjá hér á vef Eyjar.net

Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkurbæjar sagði söfnunina lýsa óendanlega miklum samhug og stuðningi við okkur Grindvíkinga á þessum erfiðu tímum. "Þetta sama bæjarfélag gekk í gegnum mikla erfiðleika fyrir 50 árum, að sýna okkur þessa samkennd er ómetanlegt og við erum mjög þakklát fyrir þennan mikla stuðning."

Páll Magnússson, forseti bæjarstjórnar Vestmannaeyja hélt ávarp í upphafi tónleikanna þar sem hann sagði að ef einhverjir á Íslandi væru eins og Eyjamenn að upplagi þá væru það Grindvíkingar. Það væri samskonar húmor enda hefðu þessir tveir ættbálkar lifað við svipuð skilyrði, svipaða lífsbaráttu og svipuð lífskjör í gegnum árhundruðin. Meira að segja hafi Tyrkirnir komið til Grindavíkur á leið sinni til Vestmannaeyja. 

Ávarp Páls má horfa á hér fyrir neðan. 

Á myndinni eru frá vinstri Gunný Gunnlaugsdóttir, Guðjón Örn Sigtryggsson, Kristín María Birgisdóttir, Rakel Einarsdóttir, Sigurósk Erlingsdóttir, Kristín Gísladóttir og Pálmi Þrastarson. 

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 17. apríl 2025

Opnunartími sundlaugarinnar um páskana

Fréttir / 16. apríl 2025

Ţurfum ađ fá heimild til ađ gista heima

Fréttir / 16. apríl 2025

„Viđ förum aftur heim“

Fréttir / 11. apríl 2025

Ný stuđningsúrrćđi fyrir Grindvíkinga

Fréttir / 4. apríl 2025

Gefđu von

Fréttir / 4. apríl 2025

Opiđ til Grindavíkur

Fréttir / 3. apríl 2025

Ađgengi takmarkađ til Grindavíkur

Fréttir / 1. apríl 2025

Eldgos hafiđ rétt norđur af Grindavík