Samráđshópur fyrirtćkja. Breytt fyrirkomulag 

  • Fréttir
  • 3. maí 2024

Frá því í febrúar sl. hafa verið reglulegir fundir í samráðshópi fyrirtækja. Á þessum vettvangi hefur verið farið yfir hagsmunamál, ræddar hugmyndir að úrræðum og hægt að stilla saman strengi með hagsmunabaráttu fyrirtækja gagnvart stjórnvöldum. Hópurinn hefur á margan hátt gagnast vel og verið mikilvægur fyrir atvinnuteymi Grindavíkurbæjar. Að undanförnu hefur mæting á fundi farið minnkandi. Atvinnuteymi vill því skoða hvernig við getum bætt samráðið við atvinnulíf í Grindavík. 

Ákveðið er að breyta fyrirkomulagi fyrst um sinn þannig að eftirleiðis verða fundir haldnir á tveggja vikna fresti. Þeir verði ýmist í fjarfundi eða staðfundir í Grindavík. Val á fundarformi getur tekið mið af þeim fundarefnum sem til umræðu eru hverju sinni en áhersla verður á velja leiðir sem henta sem breiðustum hópi. Framvegis verði allir þeir sem vilja taka þátt í störfum hóps þátttakendur, í stað þess að einungis afmarkaður hópur fái fundarboð.  

Þeir sem vilja fá fundarboð sendi tölvupóst á atvinnulif@grindavik.is  Auk þeirra sem skrá sig verður bæjarfulltrúum og nokkrum lykilstarfsmönnum bæjarins boðið að vera með. Þá er gert ráð fyrir að eftir atvikum og dagskrá verði fengnir gestir á fundina. 

Um miðjan maí er gert ráð fyrir að tillögur ríkisstjórnarinnar um stuðningsaðgerðir til handa atvinnulífi liggi fyrir. Í tengslum við það verður þörf á samráði fyrirtækja og upplýsingamiðlun. Þá er gert ráð fyrir að á næstunni muni aðgerðir við bætta veituþjónustu og sprungufyllingar leiða til að aðgengi fyrirtækja til reksturs í bænum aukist.  

Fyrsti fundur með þessu breytta fyrirkomulagi er nk. þriðjudag 7. maí kl. 13 á fjarfundi (Teams).  

 


Deildu ţessari frétt

Nýjustu fréttir

Ari Trausti og Pétur í Kvikunni

  • Fréttir
  • 16. nóvember 2025

Hjólaskautaat í Grindavík á laugardaginn

  • Fréttir
  • 14. nóvember 2025

Komitet Grindavíku informuje

  • Fréttir
  • 14. nóvember 2025

Jólasamverustund í Grindavíkurkirkju

  • Fréttir
  • 11. nóvember 2025

Úrvalsdeildin í pílukasti í Grindavík

  • Fréttir
  • 30. október 2025

Ari Eldjárn sýnir í Grindavík

  • Fréttir
  • 28. október 2025