Myndband. Frumvarp um málefni Grindavíkur felur í sér jákvćđ og mikilvćg markmiđ um ađ vinna ađ farsćld Grindvíkinga óháđ búsetu ţeirra. Skýr markmiđ, samhćfing og trygg fjármögnun séu lykilforsendur sem frumvarpiđ eigi ađ tryggja.

  • Fréttir
  • 3. maí 2024

Ásrún Helga Kristinsdóttir, forseti bæjarstjórnar Grindavíkurbæjar, segir 175 daga síðan Grindavíkurbær var rýmdur. „Margir ætluðu að snúa heim eftir þá helgi eða nokkra daga. Bæjarstjórn Grindavíkur vonaði að náttúruhamfarirnar myndu taka enda og bærinn yrði fljótt byggður upp að nýju.“

Hún segir bæjarstjórnina í baráttuhug, halda verði í bjartsýnina og vonina. Grindavíkurbær geti ekki veitt sömu þjónustu og áður. Ekki verður skólahald á vegum Grindavíkurbæjar næsta vetur og margar byggingar bæjarins þarfnist viðgerðar.  Frumvarðið sé jákvætt fyrir Grindvíkinga. 

Hún segir frumvarp innviðaráðherra fela í sér mikilvæg markmið um að vinna að farsæld Grindvíkinga óháð búsetu þeirra. Skýr markmið, samhæfing og trygg fjármögnun séu lykilforsendur sem frumvarpið eigi að tryggja.

„Við getum ekki stjórnað náttúrunni en það er margt sem við mannfólkið getum áorkað þegar við vinnum saman.“

Verkefni og skipun framkvæmdanefndar Grindavíkur.
Helstu verkefni nefndarinnar eru þessi:

  • Starfrækja þjónustuteymi á sviði velferðar- og skólaþjónustu fyrir íbúa. Meðal annars skóla- og frístundastarf, félagsþjónustu, barnaverndarþjónustu, þjónustu við eldra fólk, fatlað fólk og aðra viðkvæma hópa og stuðning á sviði húsnæðis og vinnumarkaðsmála.
  • Í öðru lagi verkefni sem lúta að innviðum, hafa umsjón með nauðsynlegum viðgerðum og könnun á jarðvegi. Eins verkefni sem snúa að verðmætum og aðgengi, umsjón með vernd verðmæta og framkvæmd aðgangsstýringar í samstarfi við lögreglu.
  • Nefndinni er ætlað að vinna aðgerðaáætlun, vinna tillögur að fjármögnun, kostnaðargreina og fleira.

Hlutverk og umboð framkvæmdanefndar
Frumvarpið gerir ráð fyrir að framkvæmdanefnd um málefni Grindavíkur verði fjölskipað og sjálfstætt stjórnvald sem hafi með höndum fjölþætt verkefni sem snúa að úrlausnarefnum sem tengjast jarðhræringunum við Grindavík. Með því að setja sérstök lög um starf framkvæmdanefndarinnar er hlutverk og umboð nefndarinnar skýrt. 

Bæjarstjórn Grindavíkurbæjar mun áfram fara með stjórn sveitarfélagsins, starfsmannahald og bera ábyrgð á og hafa fullt fjárstjórnunarvald yfir lögbundnum og ólögbundnum verkefnum, sem framkvæmdanefnd eru ekki falin sérstaklega.

Framkvæmdanefndin verður skipuð þremur einstaklingum og tekur til starfa við gildistöku laganna.  Innviðaráðherra skipar einn fulltrúa, sem jafnframt verður formaður, mennta- og barnamálaráðherra einn og dómsmálaráðherra einn.

Myndband af upplýsingafundi

 

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 16. maí 2024

Stađa sorphirđu í Grindavík

Fréttir / 7. maí 2024

Budowle bez zgody w Grindavíku 

Fréttir / 3. maí 2024

Landađur afli ađ aukast

Fréttir / 30. apríl 2024

Fótboltinn rúllar af stađ

Fréttir / 22. apríl 2024

Bćjarstjórn fundađi međ Ţórkötlu

Fréttir / 22. apríl 2024

Göngum saman. Eldri borgarar

Fréttir / 22. apríl 2024

Opnun gatna í Dalbraut, Laut og Sunnubraut

Fréttir / 19. apríl 2024

Hjálparsímar. Sálrćnn stuđningur