Pistill bćjarstjórnar 29. apríl 2024

  • Fréttir
  • 30. apríl 2024

English below /

Góðir Grindvíkingar,

Við viljum byrja á því að óska frábæru liði Grindavíkur í Krakka-kviss til hamingju með sigurinn. Fylgjast mátti með þeirra viðureign á Stöð 2 en þau stóðu sig ótrúlega vel og voru sjálfum sér og Grindavík til sóma. Það voru þau Jón Gísli Eggertsson, Maren Sif Vilhjálmsdóttir og Guðmundur Kári Yngvason sem voru glæsilegir fulltrúar Grindavíkur í keppninni.

Framundan er undanúrslitaviðureign bæði kvenna- og karlaliðs Grindavíkur í körfuknattleik. Við höfum margsannað að okkar lið eru meðal þeirra fremstu og hvetjum við alla til að mæta á leikina og hvetja Grindavík áfram. Þúsund (Grindavíkur) hjörtu slá í takt með okkar liðum sem stefna ótrauð áfram á titla!

Aftur erum við komin að neðri þenslu mörkum landrisins í Svartsengi. Þetta sýna helstu upplýsingar frá sérfræðingum Veðurstofunnar. Fyrri atburðir sýna að ástandið er líklegt til að kalla fram frekari atburði í Grindavíkinni okkar. 
En ítarlega umfjöllun má finna á heimasíðu Veðurstofunnar í eftirfarandi hlekk.

Það var okkar helsta ósk að geta verið í startholunum á þessum tímapunkti hvað varðar uppbyggingu en þess í stað sitjum við með sárt enni og bíðum eftir að það dragi til tíðinda með mögulegu kvikuhlaupi eða eldgosi. 
Staðan er ekki eftirsóknarverð en því miður raunveruleg.

Frá því að seinasti pistill frá bæjarstjórn birtist á heimasíðunni höfum við unnið ötullega að málefnum bæjarfélagsins og viljum við nota tækifærið til að upplýsa ykkur um nokkur þeirra. Listinn er ekki tæmandi en markmið okkar er ávallt að hafa gagnsæi í störfum okkar.

Þann 10. apríl 2024 fagnaði Grindavíkurbær 50 ára kaupstaðarafmæli sínu og fundaði bæjarstjórn í sveitarfélaginu með góðum gestum, þar á meðal forsetahjónunum, Guðna Th. og Elízu. Fréttatilkynning og ávarp er flutt voru á þeim fundi hafa verið birt og má finna á heimasíðu Grindavíkurbæjar.

Enn fremur voru veittar viðurkenningar handa þeim Grindvíkingum sem þóttu hafa skarað fram úr og starfað óeigingjarnt starf í þágu okkar Grindvíkinga. Í þetta sinn voru það 8 einstaklingar sem hlutu sérstaka viðurkenningu. Þó ber að geta að við erum lánsöm að í bæjarfélaginu eru fjöldinn allur af vel gerðu fólki og hörku duglegir einstaklingar.

Sérstök viðurkenning var einnig veitt til “sjálfboðaliðans” sem er samheiti allra þeirra sem leggja sitt af mörkum við virðisaukningu samfélagsins okkar. Grindavík og íbúar hafa í gegnum áranna rás notið góðs af eljusemi og sjálfboðastarfi margra öflugra Grindvíkinga og félagastarfið verið einstakt og eftirtektarvert.  

Annar bæjarstjórnarfundur var haldinn þann 19. apríl og á þeim fundi var óskað eftir samstarfi við ríkisstjórnina með von um faglega samvinnu, áætlanagerð og uppbyggingu sem leiðir af sér sterkt samfélag suður með sjó eftir að hremmingum líkur. 
Sérstök bókun var gerð á fundinum og stendur nú yfir vinna við að móta samstarf okkar við hlutaðeigandi ráðuneyti og erum við bjartsýn eftir samtöl og fundi.  

Jafnframt var fjallað um fræðslumál og skólastarf Grindavíkur á þeim fundi, en ákveðið var að falla frá útfærslu safnskóla enda það úrræði eingöngu hugsað til skamms tíma og ekki sem langtíma lausn. Jafnframt var bókað að ekki yrði skólastarf í húsakynnum Grunnskólans í Grindavík á skólaárinu 2024-2025, en þeirri ákvörðun  til stuðnings voru ítarlegar tillögur fagaðila og eru þær birtar í hlekk í fundargerð bæjarstjórnarfundar númer 564. Fundargerð þess fundar má finna í eftirfarandi hlekk. 

Þá var einnig haldinn upplýsingafundur fyrir foreldra, aðstandendur og aðra áhugasama til að fara yfir niðurstöðurnar og svara spurningum. 

Ánægjulegar fréttir bárust einnig í vikunni sem leið frá Río Tinto, en eins og fjallað hefur verið um þá veitti Rio Tinto Rauða Krossinum myndarlegan styrk vegna jarðhræringanna í Grindavík og erum við gífurlega þakklát fyrirtækinu sem og Rauða Krossinum auðvitað fyrir stuðning við Grindvíkinga. 

Þá funduðu bæjarfulltrúar með forsvarsmönnum nokkurra fyrirtækjaeigenda og var boðað til fundar í kjölfarið með öllum fyrirtækjaeigendum og forsvarsmönnum þeirra í Kvikunni okkar Grindvikinga. Bæjarstjórn áréttar að ósk okkar er að eigendur hafi frelsi til að marka stefnu og velja framtíð sinna fyrirtækja. Enda teljum við það Grindavík til heilla að horft sé björtum augum til Grindavíkur þegar aðstæður leyfa. 

Í lok síðustu viku fundaði bæjarstjórn einnig með forsvarsmönnum Þórkötlu, en markmið okkar er að eiga í góðum samskiptum við Þórkötlu. Nú er ljóst að allflestar fasteignir sem falla undir frumvarp ríkisstjórnar um uppkaupin verða í eigu félagsins og því teljum við mikið hagsmunamál að eiga í virku samtali við félagið.

Forsvarsmenn félagsins fóru yfir praktísk atriði er snéru að uppkaupunum og upplýstu okkur að hver og ein umsókn er skoðuð sérstaklega. Ferlið tekur lengri tíma en lagt var með í upphafi vegna fjölda umsókna og umfangs en ekki vegna stafrænna vandamála. Fram kom að félagið móttekur mjög mikið magn af fyrirspurnum sem þarf að svara og tekur það tíma frá afgreiðslu umsókna.

Við viljum hvetja alla sem hafa spurningar um ferlið að skoða upplýsingasíðu félagsins en allflest svör sem hægt er að gefa má finna þar: https://island.is/v/fasteignafelagid-thorkatla 

Á fundinum komu ekki fram neinar upplýsingar sem ekki má finna á síðunni þeirra eða í frumvarpinu. Það er þó skilningur allra sem að málinu koma að verkefnið er flókið vegna mikilla tilfinninga og mikið af spurningum eru uppi sem ekki hefur verið mótað svar við á þessum tímapunkti. 

Markmið þeirra eru samt skýr, að Grindavík verði aftur blómlegt samfélag og stefnt er að því að ákvarðanir og mótun aðgerða taki mið af því, þó útfærslan sé ekki orðin formleg né að öll svör liggi fyrir að svo stöddu. Félagið mun birta fréttir um leið og upplýsingar liggja fyrir. 

Nýjar fréttir gefa til kynna að góður gangur sé kominn á umsóknir og er það ósk okkar að þeir sem enn bíða fái farsæla og skjóta afgreiðslu sinna mála.

Bæjarstjórn þakkar forsvarsmönnum Þórkötlu fyrir fundinn og bindur vonir við farsælt samtal okkar á milli. 

Einnig átti bæjarstjórn fund með fulltrúum frá innviðaráðuneytinu og innviðaráðherra. Við bæjarfulltrúar bindum miklar vonir við sterkt og öflugt samstarf við öll ráðuneytin og mögulega stofnunar nýrrar framkvæmdastjórnar til að leggja okkur lið í því verkefni sem við stöndum frammi fyrir 

Við viljum slá í botninn á persónulegum nótum og bendum á mikilvægi náungakærleikans nú sem aldrei fyrr. Við erum öll mismunandi, með persónuleg gildi og viðmið, allskonar fjölskylduaðstæður og eigin óskir og þrá. Dæmum ekki náungann útfrá eigin aðstæðum, sýnum frekar skilning, kærleika og umburðarlyndi, enda erum við öll í sama liðinu, Grindavíkur-liðinu. 

Á heimasíðu Grindavíkurbæjar eru ýmis bjargráð, þar á meðal upplýsingar um sálfélagslegan stuðning sem standa öllum Grindvíkingum til boða. 

 

Dear residents of Grindavík,

We want to start by congratulating the fantastic team of Grindavík in Krakka-kviss on their victory. Their competition was closely followed on Stöð 2, and they performed incredibly well, bringing honor to themselves and to Grindavík. Jón Gísli Eggertsson, Maren Sif Vilhjálmsdóttir, and Guðmundur Kári Yngvason were splendid representatives of Grindavík in the competition.

Ahead lie the quarterfinals for both the women's and men's teams of Grindavík in basketball. It's clear that our teams are among the best, and we encourage everyone to attend the games and support Grindavík. Thousands of Grindavík hearts beat in unison with our teams as they strive confidently for the titles!

We've returned to discussing the lower temperature limits of the land in Svartsengi. This information comes from the experts at the Meteorological Office. Previous events indicate that conditions may lead to further occurrences in our Grindavík. For detailed information, please visit the Meteorological Office website at the following link.

Our primary wish was to be in the starting blocks at this point regarding construction, but instead, we wait with bated breath for news of possible earthquakes or volcanic eruptions. The situation is not desirable, unfortunately.

Since the last update from the municipal council appeared on the website, we've diligently worked on municipal matters and want to inform you about some of them. The list isn't exhaustive, but our goal is always transparency in our work.

On April 10, 2024, Grindavík celebrated its 50th anniversary as a town, with the municipal council hosting good guests, including the presidential couple, Guðni Th. and Elíza. Announcements and speeches from that meeting have been published and can be found on the Grindavík town website.

Additionally, recognition was given to those Grindavík residents who have excelled and selflessly worked for the benefit of our community. This time, 8 individuals received special recognition. However, it should be noted that while we are proud, our community is full of well-meaning people and diligent individuals.

Special recognition was also given to the "volunteers," a collective term for all those contributing to the enhancement of our community. Grindavík and its residents have benefited from the generosity and volunteer work of many dedicated Grindavík residents over the years, and the community work has been exceptional and commendable.

Another municipal council meeting was held on April 19, where cooperation with the government was requested, aiming for professional collaboration, planning, and development that leads to a strong southern community by the sea as hindrances diminish. Special emphasis was placed on this meeting, and now work is underway to shape our cooperation with relevant ministries, and we are optimistic about discussions and meetings.

Education matters and the school work of Grindavík were also discussed at the meeting. It was decided not to implement the concept of a satellite school as a temporary solution, but rather to focus on a long-term solution. Furthermore, it was decided that there would be no school activities in the premises of the Grindavík Elementary School during the 2024-2025 school year. Detailed recommendations from stakeholders are available and can be found in the municipal council meeting report number 564. The report from that meeting is available at the following link.

An information session was also held for parents, guardians, and other interested parties to review the findings and answer questions.

Pleasant news also arrived last week from Río Tinto, as reported previously. Río Tinto provided a generous donation to the Red Cross due to the earthquakes in Grindavík, and we are immensely grateful to the company, as well as to the Red Cross, for their support of Grindavík residents.

Municipal representatives also met with  representatives of several business owners, followed by an invitation to a meeting with all business owners and their representatives in our Grindavík community. The municipal council emphasizes our desire for owners to have the freedom to set policies and choose the future of their businesses. We believe it's in Grindavík's best interest to look positively towards the town's future when circumstances allow.

Last week, the municipal council also met with  representatives from Þórkatla, and our goal is to maintain good communication with Þórkatla. It's now clear that most properties covered by the government's acquisition bill will be owned by the association, and we see it as crucial to engage in active dialogue with the association.

The association's  representatives discussed practical aspects related to the acquisitions, informing us that each application is being carefully reviewed. The process is taking longer than initially expected due to the volume of applications, not digital issues. It was revealed that the association receives a large number of inquiries that require responses, taking time away from processing applications.

We encourage anyone with questions about the process to review the association's information page, where most answers can be found.

No information was presented at the meeting that isn't available on their website or in the draft bill. However, everyone understands that the project is complex due to strong emotions and many unanswered questions at this time.

Nevertheless, their goals are clear: to make Grindavík a flourishing community again. Decisions and action plans will take this into account, although implementation has not yet been formalized, and not all answers are available at this time. The association will release news as information becomes available.

New reports indicate that applications are progressing well, and we hope those still waiting receive a swift and satisfactory resolution to their matters.

The municipal council thanks Þórkötla's defense representatives for the meeting and looks forward to fruitful conversations between us.

Additionally, the municipal council met with representatives from the Ministry of Infrastructure and the Minister of Infrastructure. We, as municipal representatives, have high hopes for strong and effective cooperation with all ministries and possibly the establishment of a new executive board to support us in the tasks ahead.

We want to end on a personal note and emphasize the importance of neighborly love like never before. We are all different, with personal values and standards, various family circumstances, and individual desires and aspirations. Let's not judge our neighbors based on our own circumstances; instead, let's show understanding, love, and compassion because we are all in this together, the Grindavík team.

Various resources are available on the Grindavík town website, including information about social support available to all Grindavík residents.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 5. júní 2024

Ný könnun vegna stöđu húsnćđismála

Fréttir / 31. maí 2024

3. tbl. Grindvíkings komiđ út

Fréttir / 30. maí 2024

„Ţađ ţarf ađ minna fólk á“

Fréttir / 16. maí 2024

Stađa sorphirđu í Grindavík

Fréttir / 7. maí 2024

Budowle bez zgody w Grindavíku