Bćjarstjórn fundađi međ Ţórkötlu

  • Fréttir
  • 22. apríl 2024

Bæjarstjórn Grindavíkur fundaði sl. föstudag með forsvarsfólki fasteignafélagsins Þórkötlu. Farið var yfir verkferla og hvernig unnið væri með málefni þeirra sem óskað hafa eftir uppkaupum. 

Ásrún Helga Kristinsdóttir, forseti bæjarstjórnar sagði ljóst að málið væri risavaxið. „Það er í mörg horn að líta, gæta þarf hagsmuna beggja aðila og vanda þarf vel til verka. Upplýsingaflæði um gang mála hefði mátt vera betra. Fasteignafélagið ætlar að koma sterkari þar inn.“

Hægt er að glöggva sig betur á því sem lítur að uppkaupunum á svæði Þórkötlu hér inni á Ísland.is
Bæjarstjórn reifaði þær vangaveltur sem hafa verið íbúum mjög hugleiknar. Þar má nefna leiguverð, umgengnisrétt húsa og á hvaða verði húsin verði seld til baka á. 

Þar sem  uppkaupin hafa verið í forgangi hjá Fasteignafélaginu Þórkötlu hefur hvorki verið ákveðið leiguverð né umgengnisrétt. 

Algengar spurningar frá Grindvíkingum og svör félagsins: 

•    Hvert verður leiguverð fasteignanna?
o    Hefur ekki verið ákveðið, í forgangi er að klára frá kaup á húseignum. Kemur síðar.
•    Hvernig verður umgengnisrétti háttað?
o    Hefur ekki verið ákveðin, í forgangi er að klára frá kaup á húseignum. Kemur síðar.
•    Á hvaða verði kaupum við húsin aftur? 
o    Hefur ekki verið ákveðið, í forgangi er að klára frá kaup á húseignum. Kemur síðar. 
•    Verða þær eignir sem ekki hefur verið óskað eftir forkaupsrétt á seldar öðrum?
o    Forsvarmenn Þórkötlu sjá fyrir sér Grindavík aftur sem blómlegan bæ og þegar búið er að ganga frá kaupsamningum við þá aðila sem hyggjast ekki nýta forkaupsrétt á sínum húsnæðum sjá þeir ekkert því til fyrirstöðu að aðrir kaupi eignirnar.
•    Er möguleiki á að lengja í frest en til áramóta til þess að ákveða hvort maður ákveði að selja?
o    Þórkatla vinnur út frá 31. desember, ef það verður tilefni til endurskoðunar þá verður það í haust en hefur ekki verið rætt. 
 

The Grindavik Town Council met last Friday with representatives of the Þórkatla real estate company. They discussed workflow and how to address the concerns of those who have expressed interest in acquisitions.

Ásrún Helga Kristinsdóttir, the president of the town council, made it clear that the matter is complex. "There are many aspects to consider; we must consider the interests of both parties and proceed with caution. The flow of information regarding the progress of affairs could have been better. The real estate company intends to strengthen its presence in this regard."

You can find more information about the acquisitions in the Þórkatla area here on Iceland.is. The town council addressed concerns that have deeply concerned residents, such as rental prices, housing association rights, and the price at which houses will be resold.

Since acquisitions have been a priority for the Þórkatla real estate company, neither rental prices nor housing association rights have been determined.

Common questions from Grindavik residents and the company's responses:

• What will be the rental prices of the properties?

Not determined yet; the priority is to finalize the purchase of properties. Details will follow later.
• How will housing association rights be handled?
Not determined yet; the priority is to finalize the purchase of properties. Details will follow later.
• At what price will the houses be repurchased?
Not determined yet; the priority is to finalize the purchase of properties. Details will follow later.
• Will properties that have not been requested for pre-emption rights be sold to others?
Þórkatla defenders envision Grindavik thriving again, and once agreements have been reached with those who do not intend to exercise pre-emption rights on their properties, they see no reason why others shouldn't purchase the properties.
• Is it possible to extend the deadline until the end of the year to decide whether to sell?
Þórkatla operates until December 31st; if there is a need for reconsideration, it will be done in the autumn, but it has not been discussed yet.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 20. mars 2025

Póstbox í Grindavík

Fréttir / 26. febrúar 2025

Ađalfundur Grindavík Experience

Fréttir / 24. febrúar 2025

Hér er íbúakönnun Maskínu

Fréttir / 20. febrúar 2025

Sundlaugin opin á laugardögum og mánudögum

Fréttir / 17. febrúar 2025

Um 80 hollvinasamningar

Fréttir / 14. febrúar 2025

Opnunartími sundlaugar