Heimsóknir gesta til veitingamanna í Grindavík

  • Fréttir
  • 18. apríl 2024

Lögreglan á Suðurnesjum hefur gefið út reglur um heimsóknir til veitingamanna í Grindavík. Þær eru í viðhengi. Reglurnar heimila að gestir geti komið í skipulögðum ferðum til Grindavíkur í hópferðabifreiðum enda eigi þeir pantað borð á veitingastað í bænum. Eftir sem áður er umferð ferðamanna á einkabílum, hjólandi og gangandi óheimil. Í reglunum er útfært nánar hvaða skilyrði skuli uppfyllt til að taka á móti gestum.

Með þessum reglum má gera ráð fyrir að einstakir veitingastaðir í Grindavík geti fundið rekstrargrundvöll, þó takmarkaður sé, til að opna og auka þannig framboð þjónustu í bænum. Grindvíkingar og aðrir sem eiga erindi í bæinn geta þannig einnig notfært sér þjónustu þeirra. 

Allar reglur sem almennt varða rekstur veitingastaða gilda eftir sem áður og þurfa viðkomandi að ganga úr skugga um að allt slíkt sé til staðar. Það snýr m.a. að heilbrigðiseftirliti og vinnuvernd. 

Hér má sjá reglurnar í heild sinni


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 20. mars 2025

Póstbox í Grindavík

Fréttir / 26. febrúar 2025

Ađalfundur Grindavík Experience

Fréttir / 24. febrúar 2025

Hér er íbúakönnun Maskínu

Fréttir / 20. febrúar 2025

Sundlaugin opin á laugardögum og mánudögum

Fréttir / 17. febrúar 2025

Um 80 hollvinasamningar

Fréttir / 14. febrúar 2025

Opnunartími sundlaugar