Fundur 564

  • Bćjarstjórn
  • 19. apríl 2024

564. fundur bæjarstjórnar Grindavíkur haldinn í Tollhúsi við Tryggvagötu, þriðjudaginn 16. apríl 2024 og hófst hann kl. 10:00.


Fundinn sátu:
Ásrún Helga Kristinsdóttir, forseti,Birgitta H. Ramsay Káradóttir, aðalmaður,
Hjálmar Hallgrímsson, aðalmaður,Helga Dís Jakobsdóttir, aðalmaður,
Hallfríður G Hólmgrímsdóttir, aðalmaður, Birgitta Rán Friðfinnsdóttir, aðalmaður og Gunnar Már Gunnarsson, aðalmaður. 

Einnig sat fundinn:
Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs. 

Fundargerð ritaði:  Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Í upphafi fundar óskaði forseti eftir því taka inn mál á dagskrá með afbrigðum sem 3. mál: 2401118 Jarðskjálftar, landris og eldgos í Grindavík 2024. 

                       Samþykkt samhljóða.

Dagskrá:

1.      Samstarf við ráðuneytin - 2404102
    Til máls tóku: Ásrún, Birgitta Hrund, Hallfríður, Helga Dís, Hjálmar, Birgitta Rán og sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs. 

Bókun 
Bæjarstjórn Grindavíkurbæjar óskar eftir samtali við ríkisstjórn um stjórnunarfyrirkomulag við þær óvenjulegu og krefjandi aðstæður sem nú eru í Grindavík. Markmið samtals er að leita leiða til að tryggja að vinna við verkefnið á næstu mánuðum fari fram samkvæmt skýrri forgangsröð aðgerða, sem byggist á skýrum, sameiginlegum markmiðum. Jafnframt þarf að tryggja fjármögnun verkefna til framtíðar. Ábyrgð á framkvæmd aðgerða þarf einnig að vera skýr. 

Það langvarandi óvissuástand sem náttúruhamfarirnar á Reykjanesskaga hafa valdið í Grindavík felur í sér flóknar áskoranir bæði fyrir bæjaryfirvöld í Grindavík og önnur stjórnvöld sem að verkefninu hafa komið. Grindavíkurbær hefur átt gagnleg samtöl við hlutaðeigandi ráðuneyti um leiðir til að skýra ábyrgð á stjórn aðgerða á hverjum tíma og ábyrgð á einstökum verkefnum. Augljóst er að lög um almannavarnir eru ekki skýr grundvöllur allra ákvarðana þegar um er að ræða langvarandi tímabil náttúruhamfara. 
Samstarf hefur í flestum meginatriðum gengið vel og bæjarstjórn lýsir þakklæti fyrir þann mikilvæga stuðning sem ríkisstjórnin hefur veitt sveitarfélaginu og íbúum Grindavíkur. Aðgerðir við varnargarða, jarðkönnun og stofnlagnir sýna þessa hugsun í verki og það a einnig við um ákvörðun um að Þórkatla kaupi íbúðarhúsnæði í Grindavík. Mikilvægt er að Grindvíkingar fái fullvissu fyrir því að áfram verði haldið á sömu braut með það endanlega markmið að Grindavík byggist upp að nýju að loknum náttúruhamförum. 
Þau verkefni sem þarf að vinna til að halda innviðum gangandi og tryggja öryggi í Grindavíkurbæ eru eðlisólík þeim verkefnum sem sveitarstjórnum eru falin að lögum. Raunar má fullyrða að ábyrgð á verkefnum af þeirri stærðargráðu sem hér um ræðir myndu ógna rekstrargrundvelli allra sveitarfélaga. Það á einnig við um Grindavíkurbæ þrátt fyrir að bærinn væri skuldlaus og ætti nokkurn sjóð fyrir upphaf náttúruhamfaranna. 

Að lokum skal tekið fram að vinna stendur yfir við að aðlaga rekstur bæjarins að gjörbreyttum aðstæðum, á grundvelli samkomulags við innviðaráðuneytið um fjármál og rekstur Grindavíkurbæjar.
         
2.      Kalka ehf. Ársreikningur fyrir árið 2023 - 2404089
    Til máls tóku: Ásrún, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs, Birgitta Hrund, Hjálmar og Hallfríður. 

Ársreikningur Kölku fyrir árið 2023 er lagður fram til kynningar.
         
3.      Jarðskjálftar, landris og eldgos í Grindavík 2024 - 2401118
    Gestir fundarins undir þessum dagskrárlið: Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs. 

Til máls tóku: Ásrún, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs 

Farið yfir stöðu mála um aðgerðir í Grindavík.
         
4.      Fræðslumál Grindavíkurbæjar - safnskólar - 2402054
    Gestir fundarins undir þessum dagskrárlið: Sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs, sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs og yfirsálfræðingur skólaþjónustu, Hafsteinn Karlsson, verkefnastjóri, Hrannar Pétursson, ráðgjafi og launafulltrúi. 

Til máls tóku: Ásrún, yfirsálfræðingur skólaþjónustu, Hallfríður, Hjálmar, Gunnar Már, Birgitta Hrund, Birgitta Rán, sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs, Helga Dís, sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs, Hafsteinn, launafulltrúi og Hrannar. 

Tillögur starfshóps um málefni grindvískra barna lagðar fram Tillögur starfshóps um málefni grindvískra barna

Tillaga 
Lagt er til að ekki verði reknir safnskólar né verði hefðbundið skólastarf í húsakynnum leik- og grunnskóla í Grindavík næsta skólaár. Grindavíkurbær glímir nú við fordæmalausar aðstæður, og mikilvægt að huga heildstætt að málefnum, stöðu og hagsmunum grindvískra barna og fjölskyldna þeirra. 
Þessi aðgerð er fyrsti liður í að tryggja stöðugleika og farsæld grindvískra fjölskyldna þannig þau séu betur í stakk búin að snúa aftur heim. 
Tillagan er samþykkt með 5 atkvæðum, Hjálmar og Gunnar Már greiða atkvæði á móti. 

Breytingartillaga 
Undirritaðir leggja til að skólahald, bæði grunnskóli og leikskóli fari af stað hið fyrsta í Grindavík svo lengi sem við getum uppfyllt aðalnámaskrá og tryggt öryggi starfsmanna, foreldra og nemenda ásamt því að húsnæði og lóðir verði öruggar og nothæfar til kennslu. Ákvörðun um skólahald 2024-2025 skal vera tekin eigi síðar en á bæjarstjórnarfundi 28. maí n.k. þegar úttekt á þessum mannvirkjum er komin frá þeim sem hafa þekkingu til. 
Breytingatillagan er felld með 5 atkvæðum á móti atkvæðum Hjálmars og Gunnars Más. 

Bókun 
Í sveitarfélögum sem eru með fáa íbúa er haldið úti skólastarfi fyrir börnin sem þar búa í mjög mörgum tilvikum. Bæjarstjórn þarf að setja sig í spor þeirra sveitarfélaga við ákvörðun um skólahald í Grindavík næsta skólaár. Ástandið í Grindavík er ólíkt ástandi þeirra sveitarfélaga en að lokinni jarðkönnun í Grindavík sem á að ljúka í sumar og viðgerðum á gatnakerfi bæjarins á það að vera mögulegt að tryggja öryggi okkar nemenda og allra íbúa bæjarins. Það er á ábyrgð foreldra og sveitarfélagsins að kynna vel fyrir börnum okkar hvar hættur eru í Grindavík og hvar ekki eins og foreldrar barna gera almennt á Íslandi sama hvar þau búa. Það er á ábyrgð sveitarfélagsins að loka þeim svæðum sem teljast vera óörugg og merkja þau svæði vel. Það er einnig á ábyrgð sveitarfélagsins að sinna skylduþjónustu fyrir íbúa okkar sem velja að hafa Grindavík áfram sem lögheimili sitt og óska eftir að hafa börnin sín í skóla eða leiksskóla í Grindavík. Sá valkostur að gera samning við annað sveitarfélag um þessa þjónustu hugnast ekki endilega þessum íbúum en það er mögulega hægt að gera samning um einhvern hluta aðalnámskrár s.s. með sund og íþróttir til eins árs eða þar til okkar húsnæði til að sinna þeirri þjónustu verður öruggt. 
                         Gunnar Már Gunnarsson og Hjálmar Hallgrímsson 


Bókun 
Við þökkum skólaþjónustu Grindavíkurbæjar og fagaðilum sem hafa komið að þessari mikilvægu vinnu og horfum björtum augum á áframhaldandi vinnuframlag þeirra með farsæld barna, fjölskyldna þeirra og starfsfólks að leiðarljósi. 

Nú ríkir óvissuástand sem sér ekki fyrir endann á, við erum enn í miðjum atburði, og því ekki forsvaranlegt að draga málið lengur. 
Við teljum að með því samþykkja tillögurnar sem hér liggja fyrir séum við að eyða óvissu, stuðla að árangursríkri uppbyggingu og festu í lífi grindvískra fjölskyldna. 

Tillögurnar fela í sér faglegar og góðar lausnir í málefnum barna, starfsfólks og síðast en ekki síst reksturs sveitafélagsins. Við áréttum að Grindavíkurbær mun áfram sinna lögbundnum verkefnum, þar á meðal skólaskyldu þó ekki verði skólastarf í leik- og grunnskólanum í Grindavík næstkomandi skólaár, né starfræktir safnskólar sem voru eingöngu ásættanlegir sem tímabundin lausn. 
        Ásrún Kristinsdóttir, Birgitta Hrund Káradóttir, Birgitta Rán Friðfinnsdóttir,   Hallfríður Hólmgrímsdóttir og Helga Dís Jakobsdóttir.
         
5.      Fundargerðir 2024 - Svæðisskipulag Suðurnesja - 2404011
    Til máls tóku: Ásrún, Hallfríður, Helga Dís og Hjálmar. 

Fundargerð 44. fundar Svæðisskipulags Suðurnesja, dags. 21.mars. sl. er lögð fram til kynningar.
         
6.      Fundargerðir - Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum 2024 - 2404095
    Til máls tóku: Ásrún, Hallfríður, Birgitta Hrund og Hjálmar. 

Fundargerð 800. fundar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum, dags. 10. apríl sl., er lögð fram til kynningar.
         
7.      Fundargerðir - Kalka sorpeyðingarstöð 2024 - 2403177
    Til máls tóku: Ásrún, Hallfríður, Birgitta Hrund, Hjálmar og sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs. 

Fundargerð 557. fundar Kölku, dags. 9. apríl sl., er lögð fram til kynningar.
         
8.      Skipulagsnefnd - 130 - 2403013F 
    Til máls tók: Ásrún. 

Frestað til næsta fundar.
         
9.      Fræðslunefnd - 137 - 2403005F 
    Til máls tók: Ásrún. 

Frestað til næsta fundar.


 


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 14:35.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Bćjarráđ / 3. september 2024

Fundur 1664

Bćjarstjórn / 27. ágúst 2024

Fundur 576

Bćjarstjórn / 21. ágúst 2024

Fundur 575

Bćjarráđ / 14. ágúst 2024

Fundur 1663

Bćjarstjórn / 23. júlí 2024

Fundur 574

Bćjarstjórn / 2. júlí 2024

Bćjarstjórn nr. 573

Bćjarstjórn / 25. júní 2024

Fundur 572

Bćjarstjórn / 11. júní 2024

Fundur 571

Bćjarstjórn / 3. júní 2024

Fundur 570

Bćjarstjórn / 30. maí 2024

Fundur 569

Bćjarstjórn / 21. maí 2024

Fundur 568

Bćjarstjórn / 7. maí 2024

Fundur 567

Skipulagsnefnd / 3. júní 2024

Fundur 133

Skipulagsnefnd / 8. maí 2024

Fundur 132

Skipulagsnefnd / 6. nóvember 2023

Fundur 128

Bćjarstjórn / 30. apríl 2024

Fundur 566

Bćjarstjórn / 23. apríl 2024

Fundur 565

Bćjarstjórn / 17. apríl 2024

Fundur 564

Skipulagsnefnd / 10. apríl 2024

Fundur 131

Bćjarstjórn / 4. apríl 2024

Fundur 562

Bćjarstjórn / 10. apríl 2024

Fundur 563

Bćjarstjórn / 26. mars 2024

Fundur 561

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Bćjarstjórn / 19. mars 2024

Fundur 560

Bćjarstjórn / 12. mars 2024

Fundur 559

Bćjarstjórn / 5. mars 2024

Bćjarstjórn / 20. febrúar 2024

Fundur 556

Bćjarstjórn / 13. febrúar 2024

Fundur 555

Bćjarstjórn / 8. febrúar 2024

Fundur 554