Almannavarnir greiđa umfram orkunotkun vegna ađgerđa í Grindavík til ađ varna frostskemmdum

  • Almannavarnir
  • 12. apríl 2024

English below

Almannavarnir hafa ákveðið að koma til móts við fasteignaeigendur í Grindavík sem hafa fengið hærri rafmagns- og hitaveitu reikninga á meðan aðgerðir til að verja hús fyrir frostskemmdum í kjölfar náttúruhamfaranna við Grindavík stóðu yfir. Þetta kemur fram á vef almannavarna í dag. 

Þar segir að um sér að ræða umframkostnað heimila og fyrirtækja á tímabilinu 19. janúar til 31. mars 2024. Heildarkostnaður vegna þessa nemur rúmlega tuttugu milljónum króna. 

Þann 14. janúar hófst eldgos við Grindavík sem skemmdi stofnæð hitaveitu, Grindavíkuræð, sem liggur frá Svartsengi til Grindavíkur með þeim afleiðingum að lítill þrýstingur var á dreifikerfi hitaveitunnar í bænum og að hluta til alveg heitavatnslaust. Á sama tíma stóðu yfir tímabil rýminga og brottflutninga sem skerti möguleika húseigenda til að sinna fasteignum sínum sem skyldi. Þar sem langur frostakafli var á þessum tíma ákváðu Almannavarnir þann 19. janúar að ráðast í aðgerðir til að koma hita á fasteignir til að verja þær frostskemmdum. Við það jókst heitavatns- og rafmagnsnotkun í hluta bæjarins með tilheyrandi auka kostnaði fyrir húseigendur. 

Almannavarnir munu greiða HS Veitum þá upphæð sem um ræðir, og hafa HS Veitur tekið að sér að endurgreiða þeim notendum sem urðu fyrir þessum auka kostnaði. Það verður gert við útsendingu orkureikninga vegna mars, sem sendir verða út bráðlega. Við útreikningana verður horft til rafmagns- og heitavatnsnotkunar eins og hún var 1. til 14. janúar, þ.e. fyrir náttúruhamfarirnar í janúar og notkun umfram það á tímabilinu 19. janúar til 31. mars reiknuð sem umframnotkun og kemur til lækkunar orkureikninga vegna mars. 

Hitaveitan í bænum er komin í góða virkni, með einhverjum undantekningum. Á næstunni munu Almannavarnir skila ábyrgð og umsjón á húshitun til eigenda fasteigna i Grindavík. Það verður vel kynnt íbúum Grindavíkur.   

 

The Civil Protection has decided to meet with property owners in Grindavík who have received higher electricity and heating bills while measures to protect houses from frost damage following the natural disasters near Grindavík were in place. This was announced today on the Civil Protection website.

It is stated there that this concerns additional costs for households and businesses during the period from January 19 to March 31, 2024. The total cost for this amounts to approximately twenty million krona.

On January 14, an eruption began near Grindavík, damaging the primary heating pipeline, Grindavíkuræð, which runs from Svartsengi to Grindavík, resulting in low pressure in the city's heating distribution system and in some cases, complete lack of hot water. At the same time, evacuation and relocation periods were in effect, limiting homeowners' ability to tend to their properties as required. Due to prolonged freezing temperatures during this time, Civil Protection decided on January 19 to take measures to provide heating to properties to protect them from frost damage. This led to increased use of hot water and electricity in parts of the town, resulting in additional costs for homeowners.

Civil Protection will reimburse HS Veitur for the amount in question, and HS Veitur has committed to reimbursing users who incurred these additional costs. This will be done with the issuance of electricity bills for March, which will be sent out shortly. The calculations will consider electricity and hot water usage as it was from January 1 to January 14, i.e., before the natural disasters in January, and usage exceeding that from January 19 to March 31 will be considered as excess usage, resulting in a reduction in electricity bills for March.

The heating system in the town is now functioning well, with some exceptions. In the near future, Civil Protection will assume responsibility for and oversee home heating for property owners in Grindavík. This will be thoroughly explained to the residents of Grindavík.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 11. september 2024

Heitavatnslaust suđaustast í Grindavík

Fréttir / 8. september 2024

8. tbl. Grindvíkings komiđ út

Fréttir / 3. september 2024

Grindavíkurdćtur og glćpakviss

Fréttir / 2. september 2024

7. tbl. Grindvíkings komiđ út

Fréttir / 16. ágúst 2024

6. tbl. Grindvíkings komiđ út

Fréttir / 15. ágúst 2024

Mánudagskaffi í Reykjanesbć

Fréttir / 14. ágúst 2024

Stuđningur viđ fyrirtćki enn í bođi

Fréttir / 13. ágúst 2024

Atvinnulífiđ af stađ eftir sumarfrí

Fréttir / 12. ágúst 2024

Vel sótt námskeiđ hjá Dale Carnegie