Bćjarstjórn ţakkar mikilvćgt framlag sjálfbođaliđa í fortíđ, nútíđ og framtíđ

  • Fréttir
  • 12. apríl 2024

Á hátíðarfundi bæjarstjórnar þann 10. Apríl sl., var tilkynnt að bæjarstjórn hafi ákveðið að kaupa listaverk til áminningar um mikilvægt framlag sjálfboðaliða til uppbyggingar samfélagsins í Grindavík í fortíð, nútíð og framtíð. Listaverkið er þakklætisvottur til þeirra Grindvíkinga sem í gegnum tíðina hafa ráðstafað tíma sínum og orku í þágu heildarinnar en um leið hvatning til að halda áfram á sömu braut. Skal verkið sett upp utandyra og á áberandi stað í sveitarfélaginu.

Fram kom í máli Ásrúnar Kristinsdóttur, forseta bæjarstjórnar að bæjarfélagið Grindavík væri ríkt af sjálfboðaliðum sem á hverjum degi verja tíma sínum í marvísleg verkefni af umhyggju og einstakri ósérhlýfni. Sagði hún jafnframt:

„Við þurfum að hlúa vel að sjálfboðastarfinu svo það haldi áfram að vera eftirsóknarvert. Við þurfum að undirbúa nýjar kynslóðir undir komandi verkefni þar sem sjálboðastarf verður áfram mikilvægt.“

Á fundinum kom fram að bæjarstjórn muni vinna málið áfram í samvinnu við félagasamtök í Grindavík.

Undir lok fundar voru sjálfboðaliðum færðar bestu þakkir fyrir sín störf og var klappað fyrir þeirra framlagi til samfélagsins.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 16. maí 2024

Stađa sorphirđu í Grindavík

Fréttir / 7. maí 2024

Budowle bez zgody w Grindavíku 

Fréttir / 3. maí 2024

Landađur afli ađ aukast

Fréttir / 30. apríl 2024

Fótboltinn rúllar af stađ

Fréttir / 22. apríl 2024

Bćjarstjórn fundađi međ Ţórkötlu

Fréttir / 22. apríl 2024

Göngum saman. Eldri borgarar

Fréttir / 22. apríl 2024

Opnun gatna í Dalbraut, Laut og Sunnubraut

Fréttir / 19. apríl 2024

Hjálparsímar. Sálrćnn stuđningur