Fundur 562

  • Bæjarstjórn
  • 12. apríl 2024

562. fundur bæjarstjórnar Grindavíkur haldinn í Tollhúsi við Tryggvagötu, fimmtudaginn 4. apríl 2024 og hófst hann kl. 10:00.

Fundinn sátu:
Ásrún Helga Kristinsdóttir, forseti, Birgitta H. Ramsay Káradóttir, aðalmaður,
Hjálmar Hallgrímsson, aðalmaður, Helga Dís Jakobsdóttir, aðalmaður,
Hallfríður G Hólmgrímsdóttir, aðalmaður, Birgitta Rán Friðfinnsdóttir, aðalmaður og Gunnar Már Gunnarsson, aðalmaður. 

Einnig sátu fundinn:
Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs og Fannar Jónasson, bæjarstjóri.

Fundargerð ritaði:  Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Dagskrá:

1.      Húsnæðisaðstæður Grindvíkinga - 2404002
    Gestir fundarins undir þessum dagskrárlið: Sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs, Guðjón Bragason og Ellen Calmon. Ellen, Guðjón og sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs fóru af fundi kl. 10:40. Launafulltrúi kom inn á fundinn kl. 10:45. 

Til máls tóku: Ásrún, Ellen, sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs, Birgitta Rán, Hallfríður, Birgitta Hrund, Helga Dís, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs, bæjarstjóri, launafulltrúi, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs, Gunnar Már og Hjálmar. 

Lagt fram minnisblað frá Ellen Calmon, dags. 4. apríl 2024, vegna húsnæðismála Grindvíkinga frá 10. nóvember 2023 til dagsins í dag. 

Bæjarstjórn leggur áherslu á að fundið verði hentugt húsnæði fyrir heimilisfólk sem bjó á Túngötu 15-17. 
         
2.      Fræðslumál Grindavíkurbæjar - safnskólar - 2402054
    Gestir fundarins undir þessum dagskrárlið: Sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs, Jóhanna Lilja yfirsálfræðingur skólaþjónustu, Eysteinn Þór Kristinsson, skólastjóri grunnskóla, Kristjana Jónsdóttir, deildarstjóri stoðþjónustu, Ásdís Kjartansdóttir, deildarstjóri yngsta stigs og Rakel Pálmadóttir, deildarstjóri unglingastigs. 

Til máls tóku: Ásrún, yfirsálfræðingur skólaþjónustu, Hallfríður, skólastjóri, deildarstjóri stoðþjónustu, deildarstjóri yngsta stigs, deildarstjóri unglingastigs, Helga Dís, Birgitta Hrund, Gunnar Már og Birgitta Rán. 

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að stofna stýrihóp um heildstæða stefnu og aðgerðaráætlun um málefni grindvískra barna. Í stýrihópnum verði fulltrúar skólaþjónustu og bæjarstjórnar með aðkomu fulltrúum frístunda- og menningarsviðs og stjórnenda í leik- og grunnskóla. 

Niðurstöður skulu liggja fyrir fimmtudaginn 11. apríl nk.
         
3.      Frístundir barna- og ungmenna sumarið 2024 - 2402057
    Gestir fundarins undir þessum dagskrárlið: Sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs og sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs. 

Til máls tóku: Ásrún og sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs. 

Sviðsstjóra frístunda- og menningarsviðs er falið að vinna málið áfram.
         
4.      Dagskrá í tilefni 50 ára kaupstaðarafmælis Grindavíkurbæjar - 2309114
    Gestir fundarins undir þessum dagskrárlið: Sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs, sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs og sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs. 

Til máls tóku: Ásrún, Birgitta Hrund, Hallfríður, sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs, Gunnar Már og Hjálmar, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs, Birgitta Rán og Helga Dís. 

Næsti bæjarstjórnarfundur verður í Gjánni í Grindavík 10. apríl kl. 10:00 en þá er 50 ára kaupstaðarafmæli Grindavíkurbæjar. 

Sviðsstjóra frístunda- og menningarsviðs er falið að vinna málið áfram.

Fundi er frestað til kl. 10:00 föstudaginn 5. apríl.
         
Fundi framhaldið kl. 10:00 þann 5. apríl 2024

5.      Aðgerðaáætlun fyrir Grindavíkurbæ - 2403098
    Gestir fundarins undir þessum dagskrárlið: Guðjón Bragason, Skarphéðinn B Steinarsson og sviðsstjóri skipulags- umhverfissviðs. 

Til máls tóku: Ásrún, Skarphéðinn, Guðjón, Birgitta Hrund, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs, Hallfríður, Birgitta Rán, Gunnar Már og bæjarstjóri. 

Lögð fram drög að verkefnalista atvinnuteymis. 
         
6.      Tjón á mannvirkjum vegna náttúruhamfara í Grindavik - 2312003
    Gestir fundarins undir þessum dagskrárlið: Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs og Guðjón Bragason. 

Til máls tóku: Ásrún, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs og Guðjón. 

Bókun 
   Bæjarstjórn Grindavíkurbæjar samþykkir samhljóða að heimila ekki endurbyggingu og viðgerðir á húseignum í þéttbýli Grindavíkur þar sem tjón á húseign er þess eðlis að sækja þarf um byggingarleyfi. 
   Ákvörðun bæjarstjórnar er gerð með vísun til 1. mgr. 15. gr. laga nr. 55/1992 um 
Náttúruhamfaratryggingu Íslands í þeim tilgangi að fasteignaeigendur í Grindavík fái eins skjóta úrlausn sinna mála og kostur er hjá NTÍ. Þar sem afstaða bæjarstjórnar byggir á skipulagsástæðum eða öðrum aðstæðum sem tjónþoli ræður ekki við skal ekki beita frádráttarreglu 2. málsliðar 2. mgr. 15. gr. laga um Náttúruhamfaratryggingu Íslands. 
   Bæjarstjórn áréttar að á meðan óvissa ríkir um framhald náttúruhamfara í og við Grindavík eru ekki forsendur til þess að gefa út byggingarleyfi fyrir endurbyggingu og viðgerðum á húsum sem hafa orðið fyrir tjóni.. Grindavíkurbær mun þó í undan-tekningartilvikum leitast við að bregðast við rökstuddum óskum frá fasteigna-eigendum um byggingarleyfi þrátt fyrir framangreinda tímabundnu afstöðu. 
   Afstaða bæjarstjórnar vegna þessa verður endurmetin þegar ástæða verður til m.t.t. þeirra náttúruhamfara sem eru í gangi. 

         
7.      Jarðskjálftar, landris og eldgos í Grindavík 2024 - 2401118
    Gestir fundarins undir þessum dagskrárlið: Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs og Guðjón Bragason. 

Til máls tóku: Ásrún, Hallfríður, Birgitta Hrund, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs, bæjarstjóri, Hjálmar, Birgitta Rán og sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs. 

Bæjarstjórn felur bæjarstjóra að undirbúa upplýsingafund fyrir íbúa Grindavíkur. 

Jafnframt óskar bæjarstjórn eftir fundi með fulltrúum Veðurstofunnar og Fasteignafélagsins Þórkötlu. 
         
8.      Starfsmannamál - 2401106
    Til máls tók: Ásrún. 

Málinu er frestað. 
         
9.      Krafa um gjaldþrotaskipti IAA ehf. - 2404004
    Til máls tóku Ásrún, Birgitta Hrund og bæjarstjóri. 

Lögð fram til kynningar krafa stjórnar Iceland Aviation Academy ehf. um að bú félagsins verði tekið til gjaldþrotaskipta.
         
10.      Fundargerðir 2024 - Svæðisskipulag Suðurnesja - 2404011
    Til máls tók: Ásrún. 

Málinu er frestað.
         
11.      Skipulagsnefnd - 130 - 2403013F 
    Til máls tók: Ásrún. 

Málinu er frestað.
         
12.      Fræðslunefnd - 137 - 2403005F 
    Til máls tók: Ásrún. 

Málinu er frestað.
         


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:25.


Deildu þessari frétt

AÐRAR FUNDARGERÐIR

Bæjarráð / 10. apríl 2025

Fundur 1680

Innviðanefnd / 26. mars 2025

Fundur 6

Bæjarstjórn / 25. mars 2025

Fundur 583

Bæjarráð / 11. mars 2025

Fundur 1678

Bæjarráð / 4. mars 2025

Fundur 1677

Bæjarstjórn / 26. febrúar 2025

Fundur 582

Bæjarráð / 18. febrúar 2025

Fundur 1676

Innviðanefnd / 17. febrúar 2025

Fundur 5

Bæjarstjórn / 28. janúar 2025

Fundur 581

Bæjarráð / 21. janúar 2025

Fundur 1675

Afgreiðslunefnd byggingamála / 16. janúar 2025

Fundur 86

Afgreiðslunefnd byggingamála / 5. júlí 2024

Fundur 82

Afgreiðslunefnd byggingamála / 29. maí 2024

Fundur 81

Afgreiðslunefnd byggingamála / 27. maí 2024

Fundur 80

Afgreiðslunefnd byggingamála / 18. apríl 2024

Fundur 79

Afgreiðslunefnd byggingamála / 29. nóvember 2024

Fundur 85

Afgreiðslunefnd byggingamála / 20. nóvember 2024

Fundur 84

Afgreiðslunefnd byggingamála / 26. ágúst 2024

Fundur 83

Afgreiðslunefnd byggingamála / 8. júní 2023

Fundur 73

Afgreiðslunefnd byggingamála / 11. maí 2023

Fundur 72

Innviðanefnd / 16. desember 2024

Fundur 3

Innviðanefnd / 15. janúar 2025

Fundur 4

Bæjarráð / 14. janúar 2025

Fundur 1674

Samfélagsnefnd / 15. janúar 2025

Fundur 4

Bæjarráð / 7. janúar 2025

Fundur 1673

Bæjarstjórn / 17. desember 2024

Fundur 580

Samfélagsnefnd / 11. desember 2024

Fundur 3

Bæjarstjórn / 28. nóvember 2024

Fundur 579

Bæjarráð / 12. nóvember 2024

Fundur 1670, bæjarráð

Innviðanefnd / 18. nóvember 2024

Fundur 2, Innviðanefnd