Áhleyping á köldu vatni á Túngötu og Efrahópi 15. apríl

  • Framkvćmdafréttir
  • 11. apríl 2024

Á mánudaginn kemur þann 15. apríl verður köldu vatni hleypt á Túngötu og Efrahóp.
Kl. 10:00 Túngata. (Mögulega þarf að loka fyrir vatn aftur að húsum 19-25 á Túngötu vegna skemmdar í götu.)
Kl. 13:30 Efrahóp 1-15

Eftirfarandi eru atriði sem mikilvægt er að fasteignaeigendur á umræddum svæðum hafi upplýsingar um:
    Við áhleypingu verður  fyrst skolað út úr lögnunum dreifikerfisins áður en þrýstingur byggður í kerfinu, því þurfa inntakslokar kaldavatnsins í fasteignum að vera lokaðir í upphafi. 
    Það kann að vera að dreifikerfi vatnsveitunnar innanbæjar leki eftir jarðhræringarnar. Það mun skýrast á næstu dögum eftir áhleypingu hvort kerfið sé í lagi og haldi þrýsting. 
o    Komi í ljós stór leki á dreifikerfi innan svæðis þá verður lokað fyrir aftur og farið í viðgerðir, ef kemur til þessa þá verður tilkynnt um það á heimasíðu Grindavíkurbæjar.  
    Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur heimilað Grindvíkingum og þeim sem starfa í Grindavík að dvelja og starfa í bænum allan sólarhringinn. Grindavíkurbær fær aðstoð frá píparasveit almannavarna til að athuga/tryggja hvort inntaksloki sé ekki örugglega lokaður þar sem aðgengi er að fasteignum, þ.e. lykill hefur verið afhentur almannavörnum. Í framhaldi af því að þrýstingur er kominn á kerfið mun Grindavíkurbær fara í einskipt eftirlit með því hvort leki sé á inntaki í þeim húsum sem lykill hefur verið afhentur almannavörnum. 
    Varðandi fasteignir þar sem lyklar hafa ekki verið afhentir almannavörnum. 
o    Grindavíkurbær ber ekki ábyrgð á að loka fyrir inntak þeirra eigna þar sem lykill hefur ekki verið afhentur almannavörnum. Til að lámarka líkur á tjóni er mjög mikilvægt að fasteignaeigendur eða fulltrúi þeirra loki sjálfir tímanlega fyrir inntak eignar og verði í sinni fasteign þegar áhleyping á sér stað til að vakta hvort lekar séu á inntaki. 
    Ákvörðun um að opna fyrir inntaksloka og hleypa köldu vatni inn á fasteign er á ábyrgð fasteignaeiganda. Ekki er mælt með því að eigendur opni fyrir inntaksloka á meðan ekki er dvalið í húsi. Ef það á að opna inntaksloka fyrir kalda vatnið er mælt með því að húseigandi fái fyrst pípara til að ástandskanna lagnirnar til þess að lágmarka líkur á tjóni innanhús. Hvorki Grindavíkurbær né almannavarnir bera ábyrgð á lekum inn í húsnæði, þ.e. fyrir aftan inntaksloka. Komi upp leki innan húsnæðis ber eiganda að leita til eigin tryggingarfélags. 
    Stefnt er á að húseigandi geti hleypt vatni inn á kerfi hússins u.þ.b klukkustund eftir áhleypingu/útskolun skv. tímaplani hér að ofan, en ætti að gera svo að vel ígrunduðu máli hvort mögulegir lekar séu í lagnakerfum hússins.
    Mikilvægt er að fasteignaeigendur séu með GSM síma og muni eftir húslyklum.
Verði húseigandi var við leka á inntaki við áhleypingu tilkynna lekan með því að hringja í síma Grindavíkurbæjar 420-1100. Þaðan verður upplýsingum komið til starfsmanna Vatnsveitu Grindavíkurbæjar. Einnig er hægt að senda fyrirspurnir vegna áhleypingar á póstfangið veitur@grindavik.is


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 15. apríl 2025

Vorferđ FebG í Ţórsmörk 21.maí 2025

Fréttir / 15. apríl 2025

Alli á Eyri og páskaegg í Kvikunni

Fréttir / 14. apríl 2025

Sundlaugin lokuđ í dag - Opiđ á morgun

Fréttir / 4. apríl 2025

Opiđ til Grindavíkur

Fréttir / 3. apríl 2025

Ađgengi takmarkađ til Grindavíkur

Fréttir / 1. apríl 2025

Eldgos hafiđ rétt norđur af Grindavík