Grindavíkurbćr fagnar 50 ára kaupstađarafmćli í dag

  • Fréttir
  • 10. apríl 2024

Grindavíkurbær fagnar í dag 50 ára kaupstaðarafmæli. Kaupstaðurinn var áður Grindavíkurhreppur sem hafði verið til síðan á landnámsöld. Mikil bjartsýni ríkti í Grindavík fyrir 50 árum enda var Grindavík sú verstöð þar sem mestur bolfiskafli kom á land, og unnið var að miklum hafnarbótum. Þar var mikið athafnalíf og unnið daga sem nætur. Unnið var að virkjun jarðhita í nágrenni bæjarins og sáu íbúar fram á mikla atvinnumöguleika honum tengdum auk þess sem hægt yrði að kynda hús í bænum með jarðvarmanum.

Íbúar vildu binda enda á „óþolandi ástand“

Hreppsnefnd Grindavíkurhrepps óskaði eftir kaupstaðarréttindum í desember 1973. Til áréttingar á þessari ósk var framkvæmd undirskriftarsöfnun í Grindavík þann 20. janúar 1974. 566 Grindvíkingar eða 75-80% kosningabærra manna rituðu nafn sitt undir skjal til stuðnings kaupstaðarréttindum sveitarfélagsins. Þó var fjarverandi á sjó nokkur hópur manna sem ekki náðist til. Aðeins 3 af þeim sem leitað var til studdu ekki málið.

Segir í yfirlýsingu íbúa m.a.

„Við undirritaðir Grindvíkingar skorum á hv. Alþingi og ríkisstjórn að veita Grindavíkurhreppi kaupstaðarréttindi nú þegar og binda þar með endi á hið óþolandi ástand, sem nú ríkir í málefnum Grindvíkinga með tilliti til þjónustu hins opinbera.“

Forsendur fyrir samþykkt hreppsnefndar Grindavíkurhrepps, þar sem óskað er eftir kaupstaðarréttindum fyrir Grindavík, fyrir 50 árum voru:

1) Að skapa Grindavík þá réttarstöðu, sem kaupstaðir hafa, og losa tengsl við Gullbringusýslu.

2) Að fá inn í kauptúnið íbúum þess til hægðarauka alla þá þjónustu, sem bæjarfógetar veita.

Lágstemmd hátíðarhöld í tilefni dagsins

Hátíðarhöld í tilefni dagsins verða með lágstemmdum hætti. Bæjarstjórn Grindavíkur mun funda í Gjánni í Grindavík kl. 10:00. Forseti Íslands, hr. Guðni Th. Jóhannesson ásamt eiginkonu sinni, Elizu Reid, mun ávarpa fundinn. Þar verða janframt veittar heiðursviðurkenningar til íbúa sem skilað hafa umfangsmiklu og mikilvægu framlagi til samfélagsins í Grindavík og verið öðrum til fyrirmyndar.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 16. maí 2024

Stađa sorphirđu í Grindavík

Fréttir / 7. maí 2024

Budowle bez zgody w Grindavíku 

Fréttir / 3. maí 2024

Landađur afli ađ aukast

Fréttir / 30. apríl 2024

Fótboltinn rúllar af stađ

Fréttir / 22. apríl 2024

Bćjarstjórn fundađi međ Ţórkötlu

Fréttir / 22. apríl 2024

Göngum saman. Eldri borgarar

Fréttir / 22. apríl 2024

Opnun gatna í Dalbraut, Laut og Sunnubraut

Fréttir / 19. apríl 2024

Hjálparsímar. Sálrćnn stuđningur