Kalt vatn í Grindavík. Stađan 2. apríl, 2024

  • Fréttir
  • 2. apríl 2024

Áhleyping á köldu vatni samkvæmt þeirri áætlun sem kynnt var 20. mars sl. lauk fyrir páska nú hafa allar húseignir í Grindavík fengið kalt vatn að inntaksloka nema á svæðum 18, 19 og 20 ásamt því að ekki er kalt vatn í Túngötu og hesthúsahverfinu. Nú geta eigendur þessara húsa tekið ákvörðun um það hvort þau hleypi köldu vatni inn á húsið eða ekki, mikilvægt er að eigendur hafi þau atriði í huga sem farið er yfir hér á heimasíðu Grindavíkurbæjar. Ákvörðun um að opna fyrir inntaksloka og hleypa köldu vatni inn á fasteign er á ábyrgð fasteignaeiganda.

Unnið er að undirbúningi þess að koma köldu vatni á þær götur sem upp á vantar. Sérstaklega skal taka fram að köldu vatni verði ekki komið á Túngötu fyrr en að heitt vatn kemur á en ekki er á það treystandi að hleypa köldu vatni á þær húseignir sem ekki eru hitaðar með hitaveitu.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir