Meðan eldgos varir myndast svokallað brennisteinsdíoxíð (SO2) sem getur verið hættulegt fólki og dýrum.
Í dag miðvikudag er útlit fyrir austan og norðaustan 5-10 m/s og mengunin berst þá til vesturs og suðvesturs, m.a. yfir Svartsengi, Hafnir og Grindavík.
Umhverfisstofnun uppfærir á klukkustundafresti stöðuna á loftgæðum í Grindavík og má sjá þar gildi á tveimur mælum.
Einn er staðsettur við spennistöðina norðan Grindavíkur og hinn er við björgunarsveitarmiðstöðina.
Hér má sjá leiðbeiningar frá landlæknisembættinu varðandi eldgos og mengun.
Hér má sjá gasdreifingarspá Veðurstofu Íslands