Áhleyping á köldu vatni gekk vel á mánudaginn (25. mars) þar sem húseignir á svæði 8,9 og 10 fengu kalt vatn að inntaksloka, nú geta eigendur þessara húsa tekið ákvörðun um það hvort þau hleypi köldu vatni inn á húsið eða ekki, mikilvægt er að eigendur hafi þau atriði í huga sem farið er yfir og hér á heimasíðu Grindavíkurbæjar.
Ákvörðun um að opna fyrir inntaksloka og hleypa köldu vatni inn á fasteign er á ábyrgð fasteignaeiganda.
HS veitur héldu áfram að koma heitu vatni á hús við Hafnargötu.
Kalt vatn er því komið á svæði 1,2,3,4,5,6, 7, 8, 9, 10, 16 og 17 (Þórkötlustaðahverfi).