Fundur 130

  • Skipulagsnefnd
  • 24. maí 2024

130. fundur skipulagsnefndar haldinn í Tollhúsinu við Tryggvagötu 19, 101  Reykjavík, mánudaginn 25. mars 2024 og hófst hann kl. 16:15.

Fundinn sátu:
Lilja Ósk Sigmarsdóttir, formaður, Ásrún Helga Kristinsdóttir, varaformaður,
Hrannar Jón Emilsson, aðalmaður, Steinberg Reynisson, aðalmaður, Unnar Á. Magnússon, aðalmaður. 

Einnig sátu fundinn:
Atli Geir Júlíusson, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs, Hjörtur Már Gestsson, byggingarfulltrúi og  Elísabet Bjarnadóttir, sérfræðingur skipulags- og umhverfissviðs. 

Fundargerð ritaði:  Atli Geir Júlíusson, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs.

Í upphafi fundar óskaði formaður eftir heimild til að taka inn mál á dagskrá með afbrigðum sem 5. og 6. mál: 

Vík 129161 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 2, nr. 2310087 
Niðurrif húsa undir hrauni, nr. 2402032. 

Samþykkt samhljóða.

Dagskrá:
1.      Jarðskjálftar, landris og eldgos í Grindavík 2024 - 2401118
    Staðan í Grindavík vegna náttúruhamfara í Grindavík meðal annars m.t.t. byggingar- og skipulagsmála rædd.
         
2.      Óleyfisframkvæmdir í Grindavík - 2402023
    Rætt um skráningamál fasteigna hjá byggingarfulltrúa þ.á.m óleyfisframkvæmdir. 

Byggingarfulltrúi og skipulagsfulltrúi hafa fundað með Húsnæðis- og mannvirkjastofnun og Skipulagsstofnun vegna óleyfisframkvæmda. 

Starfsmönnum skipulags- og umhverfissviðs falið að vinna málið áfram. 
         
3.      Óveruleg breyting á deiliskipulagi Bláa lónsins - 2403185
    Lögð er fram tillaga að óverulegri breytingu á deiliskipulagi Bláa lónsins. Breyting er gerð á lóð 9a sem hýsir þjónustuhús. Almannavarnir hafa vegna eldsumbrota reist varnargarð sem þverar lóðina. Því þarf að stækka lóðina ásamt byggingarreit til að svigrúm fáist fyrir staðsetningu nýrrar þjónustubyggingar og hægt verði að loka garðinum sem hefur verið opinn vegna starfsemi lónsins. 

Á svæðinu er einnig unnið að nýjum flóttavegi, bílastæði og göngum sem liggja frá bílastæði í gegnum garðinn og að þjónustuhúsi. Þær framkvæmdir eru í beinum tengslum við gerð 
varnargarðsins og falla því ekki undir skipulagslög nr.123/2010 heldur lög nr. 543/154 um vernd mikilvægra innviða á Reykjanesskaga og eru ekki hluti af þessari breytingu að öðru leyti en að þær eru sýndar á uppdrættinum og eru leiðbeinandi. Grenndarhagsmunir eru taldir engir eða minniháttar. 

Samkvæmt fyrirliggjandi gögnum metur skipulagsnefnd svo að um óverulega deiliskipulagsbreytingu sá að ræða. Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að grenndarkynna deiliskipulagsbreytinguna fyrir landeigenda. Skipulagsnefnd telur ekki nauðsyn að taka málið fyrir aftur og veitir skipulagsfulltrúa heimild til að auglýsa deiliskipulagsbreytinguna í B-deild Stjórnartíðinda og senda á Skipulagsstofnun með fyrirvara um samþykki landeigenda. 

Samkvæmt 2. gr. viðauka 1.1 í bæjarmálasamþykkt Grindavíkurbæjar er um fullnaðarafgreiðslu að ræða.
         
4.      Umsókn um framkvæmdaleyfi - viðhaldsborun og stækkun á borteig RN-12 - 2403186
    HS Orka sækir um framkvæmdarleyfi fyrir viðhaldsborun á borteig RN-12 við Reykjanesvirkjun. 

HS Orka hf. áformar viðhaldsborun á borholu RN-12 á núverandi borsvæði BG-7. Stækka þarf svæðið lítillega, um 800 m2 , til að koma fyrir nauðsynlegum borbúnaði. Fyrirhugaðar framkvæmdir eru innan sveitarfélagsmarka Grindavíkurbæjar og eru í samræmi við skipulagsáætlanir og umhverfismat. Framkvæmdasvæðið er staðsett á skilgreindu iðnaðarsvæði samkvæmt aðalskipulagi og utan við svæði sem eru hverfisvernduð vegna jarðmyndanna. 

Fyrirhuguð framkvæmd er bæði í samræmi við gildandi deiliskipulag og aðalskipulag Grindavíkurbæjar 2018-2032. Er því fallið frá grenndarkynningu í samræmi við 5. mgr. 13. skipulagslaga. 

Samkvæmt 4.mgr.2. gr. í viðauka 1.1 í bæjarmálasamþykkt Grindavíkurbæjar er um fullnaðarafgreiðslu að ræða. 

Skipulagsnefnd samþykkir að fela skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi vegna framkvæmdarinnar. 
         
5.      Vík 129161 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 2, - 2310087
    Grenndarkynningu vegna byggingaráforma við Vík sem stendur við Verbraut er lokið án athugasemda. Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við áformin. 

Með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og viðauka 1.1. bæjarmálasamþykktar nr. 530/2022 er um fullnaðarafgreiðslu að ræða af hálfu skipulagsnefndar. Byggingarfulltrúi tekur við málinu í samræmi við byggingarreglugerð nr. 112/2012.
         
6.      Niðurrif húsa undir hrauni - 2402032
    Hrannar Jón Emilsson vék af fundi við umræður og afgreiðslu málsins. 

Niðurrif húsa sem liggja undir hrauni að hluta til umræðu. Skipulagsnefnd vísar málinu til umræðu og ákvörðunar í bæjarstjórn. 
         

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:15.

  


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Bćjarráđ / 10. september 2024

Fundur 1665

Bćjarráđ / 3. september 2024

Fundur 1664

Bćjarstjórn / 27. ágúst 2024

Fundur 576

Bćjarstjórn / 21. ágúst 2024

Fundur 575

Bćjarráđ / 14. ágúst 2024

Fundur 1663

Bćjarstjórn / 23. júlí 2024

Fundur 574

Bćjarstjórn / 2. júlí 2024

Bćjarstjórn nr. 573

Bćjarstjórn / 25. júní 2024

Fundur 572

Bćjarstjórn / 11. júní 2024

Fundur 571

Bćjarstjórn / 3. júní 2024

Fundur 570

Bćjarstjórn / 30. maí 2024

Fundur 569

Bćjarstjórn / 21. maí 2024

Fundur 568

Bćjarstjórn / 7. maí 2024

Fundur 567

Skipulagsnefnd / 3. júní 2024

Fundur 133

Skipulagsnefnd / 8. maí 2024

Fundur 132

Skipulagsnefnd / 6. nóvember 2023

Fundur 128

Bćjarstjórn / 30. apríl 2024

Fundur 566

Bćjarstjórn / 23. apríl 2024

Fundur 565

Bćjarstjórn / 17. apríl 2024

Fundur 564

Skipulagsnefnd / 10. apríl 2024

Fundur 131

Bćjarstjórn / 4. apríl 2024

Fundur 562

Bćjarstjórn / 10. apríl 2024

Fundur 563

Bćjarstjórn / 26. mars 2024

Fundur 561

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Bćjarstjórn / 19. mars 2024

Fundur 560

Bćjarstjórn / 12. mars 2024

Fundur 559

Bćjarstjórn / 5. mars 2024

Bćjarstjórn / 20. febrúar 2024

Fundur 556

Bćjarstjórn / 13. febrúar 2024

Fundur 555

Nýjustu fréttir

Grindvíkingar ćfa í Kópavogi

  • Fréttir
  • 12. september 2024

Heitavatnslaust suđaustast í Grindavík

  • Fréttir
  • 11. september 2024

Morgunkaffi međ Ásrúnu og Hjálmari

  • Fréttir
  • 10. september 2024

8. tbl. Grindvíkings komiđ út

  • Fréttir
  • 8. september 2024

Kvikan opnar ađ nýju

  • Fréttir
  • 4. september 2024

Grindavíkurdćtur og glćpakviss

  • Fréttir
  • 3. september 2024

7. tbl. Grindvíkings komiđ út

  • Fréttir
  • 2. september 2024