Heiđursviđurkenningar í tilefni af 50 ára kaupstađarafmćli Grindavíkurbćjar

  • Fréttir
  • 20. mars 2024

Grindavíkurbær mun fagna 50 ára kaupstaðarafmæli sínu þann 10. apríl nk. Í tilefni af kaupstaðarafmælinu hyggst bæjarstjórn heiðra einstaklinga sem skilað hafa umfangsmiklu og mikilvægu framlagi til samfélagsins og verið öðrum til fyrirmyndar. Miðað skal við að framlag þeirra sé verulega umfram venjubundin störf sem tengst hafa atvinnu eða starfsævi viðkomandi.

Íbúum gefst kostur að senda inn tilnefningar til 27. mars nk. Tilgreina skal hvað það er sem sá eða sú sem tilnefnd eru hafi gert til þess að hljóta viðurkenningu bæjarstjórnar. Tilnefningar skal senda á Eggert Sólberg Jónsson, sviðsstjóra frístunda- og menningarsviðs gegnum netfangið eggert@grindavik.is.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 16. maí 2024

Stađa sorphirđu í Grindavík

Fréttir / 7. maí 2024

Budowle bez zgody w Grindavíku 

Fréttir / 3. maí 2024

Landađur afli ađ aukast

Fréttir / 30. apríl 2024

Fótboltinn rúllar af stađ

Fréttir / 22. apríl 2024

Bćjarstjórn fundađi međ Ţórkötlu

Fréttir / 22. apríl 2024

Göngum saman. Eldri borgarar

Fréttir / 22. apríl 2024

Opnun gatna í Dalbraut, Laut og Sunnubraut

Fréttir / 19. apríl 2024

Hjálparsímar. Sálrćnn stuđningur