Ásrún Helga Kristinsdóttir, forseti bæjarstjórnar var í viðtali í fréttaskýringaþættinum Speglinum á Rás 1 í gær. Ásrún sagði ástandið vera farið að taka sinn toll hjá bæjarbúum og fólk sé að renna blint í sjóinn með framhaldið.
Spár meðal jarðvísindamanna um þróunina séu misvísandi og það bæti alls ekki stöðuna.
Hægt er að hlusta á viðtalið við Ásrúnu hér en það hefst á mínútu 5:20.