Áhleyping á köldu vatni frestast vegna eldgoss og óvissu

  • Almannavarnir
  • 17. mars 2024

Til stóð að hleypa köldu vatni á Grindavík í skrefum í komandi viku. Um stóra framkvæmd er að ræða sem getur verið bæði flókin og vandasöm. 

Vegna eldgossins sem hófst í gærkveldi við Sundhnúksgígaröðina þarf að fresta þeirri áætlun um óákveðin tíma. Ekki verður hægt að taka ákvörðun um áhleypingu fyrr en eldgosið hættir og óvissa er um ástand bæjarins að því loknu. 

Aðeins ein flóttaleið er úr Grindavík eins og stendur, um Nesveg. Grindavíkurvegur er lokaður vegna hraunflæðis yfir hann snemma í nótt. Þá er ekki ólíklegt að hraunstraumur austan við Grindavík geti náð að veginum við bæinn Hraun. 

Ríkislögreglustjóri, í samráði við Lögreglustjórann á Suðurnesjum  hefur lýst yfir neyðarstigi þar sem nú gýs á milli Hagafells og stóra Skógfells. 

Veðurstofa Íslands hefur uppfært hættumatið á svæðinu í kjölfar þess að neyðarstigi var lýst yfir. 

Tilkynnt verður um áleypingu á köldu vatni á miðlum bæjarins um leið og línur skýrast frekar. 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. júní 2025

Bundiđ slitlag lagt á Grindavíkurveg

Fréttir / 30. maí 2025

Sjómannadagsmessa í Grindavíkurkirkju

Fréttir / 30. maí 2025

Lokun gatna 31. maí og 1. júní

Fréttir / 22. maí 2025

Götuboltamót Stinningskalda 2025

Fréttir / 21. maí 2025

Sjómannadagshelgin í Grindavík 2025

Fréttir / 19. maí 2025

Ađalfundur knattspyrnudeildar UMFG