Tilkynning vegna áhleypingar köldu vatni

 • Framkvćmdafréttir
 • 16. mars 2024

Grindavíkurbær áformar að hleypa köldu vatni á íbúðarhverfi í Grindavík. Áhleypingin er svæðaskipt og má sjá svæðaskiptinguna á mynd hér. 
Á mánudaginn 18. mars er gert ráð fyrir að hleypa vatni á svæði nr. 17 og hefst áhleyping kl. 10:00. 

Gefin verður út ítarleg tímaáætlun fyrir þau íbúðarsvæði sem eftir eru en gert verður ráð fyrir að hleypt verði á 1-3 svæði á dag, allt eftir umfangi og aðstæðum.

Gert er ráð fyrir að verkefnið tengt áhleypingu taki 6-7 daga í heildina ef allt gengur vel. Vert er að taka fram að óvissa er með áhleypingu á svæði nr. 18, 19 og 20 vegna aðstæða í kjölfar jarðhræringana, þau svæði eru til skoðunar.  

Stefnt er að því að vinna við áhleypingu á köldu vatni inn á íbúðarsvæði hefjist á miðvikudagar eða fimmtudag í næstu viku. 

Eftirfarandi eru atriði sem mikilvægt er að fasteignaeigendur á umræddum svæðum hafi upplýsingar um:
 Tilkynningar um tímaáætlun áhleypingar í íbúðarhverfum verður bæði birt hér á heimasíðu Grindavíkurbæjar ásamt því að fasteignaeigendur fá tilkynningu í pósthólf sitt á islands.is 

 • Við áhleypingu verður  fyrst skolað út úr lögnunum dreifikerfisins áður en þrýstingur byggður í kerfinu, því þurfa inntakslokar kaldavatnsins í fasteignum að vera lokaðir í upphafi. 
 • Það kann að vera að dreifikerfi vatnsveitunnar innanbæjar leki eftir jarðhræringarnar. Það mun skýrast á næstu dögum eftir áhleypingu hvort kerfið sé í lagi og haldi þrýsting. 
  •  Komi í ljós stór leki á dreifikerfi innan svæðis þá verður lokað fyrir aftur og farið í viðgerðir, ef kemur til þessa þá verður tilkynnt um það á heimasíðu Grindavíkurbæjar.  
 • Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur heimilað Grindvíkingum og þeim sem starfa í Grindavík að dvelja og starfa í bænum allan sólarhringinn. Grindavíkurbær fær aðstoð frá píparasveit almannavarna til að athuga/tryggja hvort inntaksloki sé ekki örugglega lokaður þar sem aðgengi er að fasteignum, þ.e. lykill hefur verið afhentur almannavörnum. Í framhaldi af því að þrýstingur er kominn á kerfið mun Grindavíkurbær fara í einskipt eftirlit með því hvort leki sé á inntaki í þeim húsum sem lykill hefur verið afhentur almannavörnum. 
 • Varðandi fasteignir þar sem lyklar hafa ekki verið afhentir almannavörnum. 
  • Grindavíkurbær ber ekki ábyrgð á að loka fyrir inntak þeirra eigna þar sem lykill hefur ekki verið afhentur almannavörnum. Til að lámarka líkur á tjóni er er mjög mikilvægt að fasteignaeigendur eða fulltrúi þeirra fasteigna loki sjálfir tímanlega fyrir inntak eignar og verði í sinni fasteign þegar áhleyping á sér stað til að vakta hvort lekar séu á inntaki. 
 • Ákvörðun um að opna fyrir inntaksloka og hleypa köldu vatni inn á fasteign er á ábyrgð fasteignaeiganda. Ekki er mælt með því að eigendur opni fyrir inntaksloka á meðan ekki er dvalið í húsi. Ef það á að opna inntaksloka fyrir kalda vatnið er mælt með því að húseigandi fái pípara til að ástandskanna lagnirnar til þess að lágmarka líkur á tjóni innanhús. Hvorki Grindavíkurbær né almannavarnir bera ábyrgð á lekum inn í húsnæði, þ.e. fyrir aftan inntaksloka. Komi upp leki innan húsnæðis ber eiganda að leita til eigin tryggingarfélags. 
 • Stefnt er á að húseigandi geti hleypt vatni inn á kerfi hússins u.þ.b klukkustund eftir áhleypingu/útskolun skv. tímaplani hér að ofan, en ætti að gera svo að vel ígrunduðu máli hvort mögulegir lekar séu í lagnakerfum hússins.
 • Mikilvægt er að fasteignaeigendur séu með GSM síma og muni eftir húslyklum.
 • Verði húseigandi var við leka á inntaki við áhleypingu tilkynna lekan með því að hringja í síma Grindavíkurbæjar 420-1100. Þaðan verður upplýsingum komið til starfsmanna Vatnsveitu Grindavíkurbæjar. Einnig er hægt að senda fyrirspurnir vegna áhleypingar á póstfangið veitur@grindavik.is

Götur innan svæða eru eftirfarandi: 
Svæði 4: Árnastígur, Skipastígur, Ásvellir, Glæsivellir, Sólvellir, Hólavellir, Blómsturvellir, Litluvellir og Gerðavellir 17 og 19. 
Svæði 5: Baðsvellir, Selsvellir, Hóskuldavellir, Efstahraun, Gerðavellir 1-15, Gerðavellir 48-52 og Iðavellir. 
Svæði 6: Ratsjárstöðin
Svæði 7: Heiðarhraun, Hvassahraun, Staðarhraun, Borgarhaun, Leynisbraut, Leynisbrún, Hraunbraut og Víkurbraut 31 og 56. 
Svæði 8: Arnarhraun, Skólabraut, Ásabraut, Fornavör, Suðurhóp, Norðurhóp, Staðarvör, Laut, Dalbraut og Víkurbraut 25. 
Svæði 9: Iðnaðarsvæði vestan Grindavíkurbæjar. 
Svæði 10: Víkurbraut neðan Ásabrautar, Sunnubraut, Hellubraut, Vesturbraut og Kirkjustígur. 
Svæði 11: Víkurhóp, Norðurhóp, Austurhóp og Miðhóp. 
Svæði 12: Vesturhóp, Suðurhóp og Stamphólsvegur
Svæði 13: Víkurbraut 58-62, Austurvegur 1-24, Mánasund, Mánagerði og Mánagata 17-29. 
Svæði 14: Víðgerði og Austurvegur 5 ( Víðihlíð). 
Svæði 15: Túngata og Mánagata 1-15. 
Svæði 16: Þórkötlustaðahverfi. 
Svæði 17: Bakkalág
Svæði 18: Ufsasund, Staðarsund, Hólmasund, Tangasund og Vörðusund. 
Svæði 19: Arnarhlíð, Fálkahlíð, Mávahlíð og Lóuhlíð. 
Svæði 20: Efrahóp 
 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 16. maí 2024

Stađa sorphirđu í Grindavík

Fréttir / 7. maí 2024

Budowle bez zgody w Grindavíku 

Fréttir / 3. maí 2024

Landađur afli ađ aukast

Fréttir / 30. apríl 2024

Fótboltinn rúllar af stađ

Fréttir / 22. apríl 2024

Bćjarstjórn fundađi međ Ţórkötlu

Fréttir / 22. apríl 2024

Göngum saman. Eldri borgarar

Fréttir / 22. apríl 2024

Opnun gatna í Dalbraut, Laut og Sunnubraut

Fréttir / 19. apríl 2024

Hjálparsímar. Sálrćnn stuđningur