559. fundur bæjarstjórnar Grindavíkur haldinn í Tollhúsi við Tryggvagötu, þriðjudaginn 12. mars 2024 og hófst hann kl. 11:30.
Fundinn sátu:
Ásrún Helga Kristinsdóttir, forseti, Birgitta H. Ramsay Káradóttir, aðalmaður,
Hjálmar Hallgrímsson, aðalmaður, Helga Dís Jakobsdóttir, aðalmaður,
Hallfríður G Hólmgrímsdóttir, aðalmaður, Birgitta Rán Friðfinnsdóttir, aðalmaður og Gunnar Már Gunnarsson, aðalmaður.
Einnig sátu fundinn:
Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs, Fannar Jónasson, bæjarstjóri og Guðjón Bragason, lögfræðingur.
Fundargerð ritaði: Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.
Dagskrá:
1. Starfsmannamál - 2401106
Gestir fundarins undir þessum dagskrárlið: Launafulltrúi, sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs, Karl Björnsson og Hrannar Pétursson.
Til máls tóku: Ásrún, Hjálmar, Birgitta Hrund, Hallfríður, bæjarstjóri, Helga Dís, Guðjón, Birgitta Rán, Karl, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs og launafulltrúi.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að fresta málinu til næsta fundar.
2. Jarðskjálftar, landris og eldgos í Grindavík 2024 - 2401118
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
Til máls tóku: Ásrún, Hallfríður, Helga Dís, Birgitta Hrund, Hjálmar, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs, bæjarstjóri, Guðjón og Birgitta Rán.
Lagt fram drög að aðgerðaryfirliti frá sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs.
3. Lög um kaup á íbúðarhúsnæði í Grindavík - 2402015
Til máls tóku: Ásrún, Hallfríður, Birgitta Hrund, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs, Gunnar Már, Helga Dís, bæjarstjóri, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs, Guðjón og Karl.
Gestir fundarins undir þessum dagskrárlið: Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs og Karl Björnsson. Einnig Óskar Jósefsson, Hermann Hermannsson og Guðrún Þorleifsdóttir stjórnarmenn í Fasteignafélaginu Þórkötlu og svöruðu þau fyrirspurnum.
4. Áhleyping á köldu vatni - íbúasvæði - 2403065
Gestir fundarins undir þessum dagskrárlið: Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs og byggingafulltrúi.
Til máls tóku: Ásrún, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs, byggingafulltrúi, Birgitta Hrund, Birgitta Rán, Hjálmar, Hallfríður og Helga Dís.
Lögð fram áætlun um áhleypingu á köldu vatni á íbúðarhverfi í Grindavík.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða áætlunina.
Guðjón vék af fundi kl. 14:30
5. Sandfok af plani við hópið-bótakrafa - 2403076
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
Til máls tóku: Ásrún og bæjarstjóri.
Lagður fram dómur Landsréttar, dags. 8. mars sl. í máli 82/2023
6. Dagskrá í tilefni 50 ára kaupstaðarafmælis Grindavíkurbæjar - 2309114
Sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
Til máls tóku: Ásrún, sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs, bæjarstjóri, Hallfríður, Birgitta Hrund, Hjálmar, Birgitta Rán og Gunnar Már.
Grindavíkurbær mun fagna 50 ára kaupstaðarafmæli sínu þann 10. apríl nk.
Sviðsstjóra frístunda- og menningarsviðs er falið að vinna málið áfram.
7. Starfsnámsskólar - verkmenntaaðstaða við FS - 2401095
Til máls tóku: Ásrún og sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.
Lagður fram tölvupóstur frá mennta- og barnamálaráðuneyti, dags. 6.3.2024, vegna framvindu verkefnisins um stækkun FS.
8. Brú lífeyrissjóður - Áfallin lífeyrisskuldbinding vegna A-deildar - 2403045
Til máls tóku: Ásrún, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs og bæjarstjóri.
Lögð fram gögn frá Brú lífeyrissjóði vegna áfallinnar lífeyrisskuldbindingar í A-deild sjóðsins 31.12.2023.
9. Áskorun til sveitarfélaga vegna yfirlýsingar um kjarasamninga - 2403075
Til máls tóku: Ásrún, bæjarstjóri, Hallfríður, Birgitta Rán, Hjálmar, Helga Dís, Birgitta Hrund og sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.
Lögð fram áskorun til sveitarfélaga frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 8. mars sl. vegna yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar og Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna kjarasamninga 2024.
10. Fundargerðir 2023 - Svæðisskipulag Suðurnesja - 2301125
Til máls tóku: Ásrún,
Fundargerð 42. fundar Svæðisskipulagsnefndar Suðurnesja haldinn 1. janúar 2024 er lögð fram til kynningar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:10.