Líkamsrćktarkort endurgreidd

  • Fréttir
  • 11. mars 2024

Gym heilsa og Grindavíkurbær hafa ákveðið að endurgreiða öllum þeim sem eiga líkamsræktarkort hjá Gym heilsu í Grindavík

Gym heilsa og Grindavíkurbær ákváðu í kjölfar rýmingar 10.nóvember að frysta öll líkamsræktarkort og hugmyndin var að lengja kortin jafn langt og lokunin stæði yfir líkt og gert var í covid faraldrinum.

Með tillit til núverandi stöðu í bænum hefur Gym heilsa og Grindavíkurbær ákveðið að endurgreiða öllum sínum viðskiptavinum það hlutfall sem eftir var af þeirra líkamsræktarkortum. 

Til þess að fá endurgreiðslu þarf að senda póst á joi@grindavik.is 
Fullt nafn
Kennitala
Heimilisfang
Hvenær kortið var keypt um það bil 
Reikningsnúmer
Við viljum biðja viðskiptavini að senda beiðni um endurgreiðslu úr sama netfangi og er á samningnum við gym heilsu.


Gym heilsa hefur fullan hug á að halda úti starfsemi í Grindavík þegar líf verður komið aftur í bæinn. Viðskiptavinir hafa fengið frían aðgang að öðrum líkamsræktarstöðvum gym heilsu síðan bærin var rýmdur þann 10.nóvember. 
 

Frá og með 11. mars hætta kort Gym heilsu meðlima i Grindavík að ganga á aðrar Gym heilsu stöðvar eins og hefur verið síðan 10.nóvember.
 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 15. apríl 2025

Vorferđ FebG í Ţórsmörk 21.maí 2025

Fréttir / 15. apríl 2025

Alli á Eyri og páskaegg í Kvikunni

Fréttir / 14. apríl 2025

Sundlaugin lokuđ í dag - Opiđ á morgun

Fréttir / 4. apríl 2025

Opiđ til Grindavíkur

Fréttir / 3. apríl 2025

Ađgengi takmarkađ til Grindavíkur

Fréttir / 1. apríl 2025

Eldgos hafiđ rétt norđur af Grindavík