Samkomulag viđ innviđaráđuneytiđ

  • Fréttir
  • 4. mars 2024

Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, og Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík, undirrituðu í liðinni viku samkomulag um stuðning við stjórnsýslu og fjárhag sveitarfélagsins.

Með samkomulaginu eru rammaðar inn stjórnsýslu- og fjárhagsskyldur Grindavíkurbæjar, í ljósi þess forsendubrests sem orðið hefur í rekstri sveitarfélagsins. Meta skal rekstrarhæfi bæjarins og aðlaga reksturinn að gjörbreyttum aðstæðum, svo skilyrði sveitarstjórnarlaga um fjárhag og rekstur verði uppfyllt.

Lögum samkvæmt getur ráðherra gripið með beinum hætti inn í rekstur sveitarfélaga, leiki vafi á rekstrarhæfi þess. Ráðherra getur m.a. sett skilyrði um samdrátt í rekstri og fjármál. Við sérstakar aðstæður getur ráðherra svipt sveitarstjórn fjárforráðum sveitarfélags og skipað sérstaka fjárhaldsstjórn.

Rekstur Grindavíkurbæjar stóð traustum fótum áður en jarðhræringar hófust í grennd við bæinn. Skuldir voru óverulegar og handbært fé nam 1,5 milljarði króna í árslok 2022. Sú staða hefur gert Grindavíkurbæ kleift að standa við sínar skuldbindingar á undanförnum misserum, en samhliða hafa sjóðir bæjarins grynnkað.

Bæjarstjórn tekur alvarlega þá skyldu sína að laga reksturinn að tekjufalli, breyttri þjónustuþörf, væntri íbúaþróun og fleiri þáttum. Ábyrgur rekstur er forsenda þess að Grindavík muni blómstra hratt og vel að nýju þegar aðstæður leyfa.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 11. september 2024

Heitavatnslaust suđaustast í Grindavík

Fréttir / 8. september 2024

8. tbl. Grindvíkings komiđ út

Fréttir / 3. september 2024

Grindavíkurdćtur og glćpakviss

Fréttir / 2. september 2024

7. tbl. Grindvíkings komiđ út

Fréttir / 16. ágúst 2024

6. tbl. Grindvíkings komiđ út

Fréttir / 15. ágúst 2024

Mánudagskaffi í Reykjanesbć

Fréttir / 14. ágúst 2024

Stuđningur viđ fyrirtćki enn í bođi

Fréttir / 13. ágúst 2024

Atvinnulífiđ af stađ eftir sumarfrí

Fréttir / 12. ágúst 2024

Vel sótt námskeiđ hjá Dale Carnegie