Barnaţing á fimmtudaginn 7. mars

  • Fréttir
  • 5. mars 2024

Umboðsmaður barna býður börnum frá Grindavík á aldrinum 6-17 ára til fundar fimmtudaginn 7. mars kl. 9-12 í Laugardalshöll. 

Markmið fundarins er að heyra hvað þeim liggur á hjarta og hvernig stjórnvöld geta með sem bestum hætti staðið vörð um réttindi þeirra við þessar fordæmalausu aðstæður.  Fundurinn er skiplagður í samvinnu við bæjaryfirvöld Grindavíkur.

Áhersla verður lögð á að skapa vettvang sem er á forsendum barnanna sjálfra þar sem þau fá að ráða þeim málefnum sem rædd verða. Börnin koma til með að vinna saman að skilaboðum til ríkisstjórnarinnar og mun Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra ávarpa fundinn undir lok hans. Embætti umboðsmanns barna mun fylgja þeim skilaboðum eftir við stjórnvöld.

Boðið verður upp á veitingar og verða félagarnir Gunni & Felix með skemmtiatriði en nánari dagskrá verður send út til þátttakenda um leið og hún liggur fyrir.

Rútur:  Þau börn sem búa í Reykjanesbæ, Hafnarfirði, Kópavogi, Mosfellsbæ og Selfossi og eru ekki í safnskólanum geta fengið far með þeim rútum sem aka nemendum í safnskólann á morgnana. Ef óskað er eftir að fara í rútu er mikilvægt að haka við þann kost í skráningarblaði þannig að hægt sé að tryggja nægt sætapláss. 

Hlekkur fyrir skráningu á fund:  Skráning á fund

Boðið verður uppá þátttöku barna á netinu fyrir þau sem ekki komast í Laugardalshöll og þarf að skrá sig þar sérstaklega. · 

Skráningarhlekkur fyrir þátttöku á netinu Skrá mig á netfund

Það er von umboðsmanns barna að sem flest börn frá Grindavík sjái sér fært að taka þátt á fundinum, eiga gott samtal og koma skilaboðum sínum til stjórnvalda.

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 3. júlí 2024

Grindavíkurvegur opinn ađ hluta

Fréttir / 24. júní 2024

Landađ í blíđskaparveđri í Grindavík

Fréttir / 21. júní 2024

Sumarhátíđ Leikskólans Lautar

Fréttir / 18. júní 2024

Ţjónustuteymi Grindavíkur

Fréttir / 31. maí 2024

Fjölskyldutónleikar Sjóarans síkáta

Fréttir / 31. maí 2024

3. tbl. Grindvíkings komiđ út

Fréttir / 30. maí 2024

„Ţađ ţarf ađ minna fólk á“