Frá bćjarstjórn. In English below.

  • Fréttir
  • 22. febrúar 2024

 
Kæru bæjarbúar,   


Við viljum hefja vikulegan pistil okkar á því að þakka sérstaklega fyrir góða mætingu á íbúafund sem haldinn var á mánudaginn síðasta. Það var vel orðið tímabært að ná saman fundi með bæjarstjórn og íbúum. Fram komu góðar og gildar spurningar, auk ábendinga sem við höfum punktað hjá okkur.   


Viljum við nota þennan vettvang til að minna á að hægt er að hafa samband við okkur í netfangið bf@grindavik.is og upplýsa að fulltrúar frá bæjarstjórn munu vera með viðveru í næstu viku eins og hér segir:          

                                                                                                           
-Þjónustumiðstöð í Reykjanesbæ: Mánudaginn 26. febrúar kl. 14:00-15:00 (Birgitta Rán og Helga Dís)   
-Tollhúsið:  Miðvikudaginn 28.febrúar kl. 10.00-11.00 (Birgitta Hrund og Ásrún Helga) 


Á föstudaginn fóru nokkrir bæjarfulltrúar ásamt bæjarstjóra og Guðjóni Bragasyni lögfræðing á fund viðskipta og efnahagsnefndar. Erindið var að fylgja eftir minnisblaði um frumvarpið á uppkaupum á íbúðarhúsnæði í Grindavík. Þar var farið yfir helstu atriði minnisblaðsins og ítrekað þær fjölmörgu umsagnir sem komu inn í samráðsgáttina. Von okkar er sú að hlustað verði á raddir Grindvíkinga í þessum efnum.   
Frumvarp um tímabundinn rekstrar stuðning til fyrirtækja var til umræðu á fundi bæjarstjórnar á þriðjudaginn síðastliðinn og var þar lagt fram umsögn sem send var yfirvöldum. Bæjarstjórn bindur vonir við áframhaldandi stuðning og velvild í okkar garð, og að umsögnin hafi meðbyr.        

Varðandi íbúafundinn þá komu upp umræður um leikskólamál og telur bæjarstjórn afar mikilvægt að benda á að mikil vinna hefur farið í úrlausn leikskólamála á þessum hamfaratíma. Vinna sem unnin var hratt og örugglega af hálfu bæjarstjórn sem og starfsfólki skólaþjónustu í gríðarlega erfiðum aðstæðum.   


Starfsfólk skólaþjónustu hefur lagt ómælda og óeigingjarna vinnu á sig til að reyna að tryggja öllum grindvískum börnum leikskólapláss. Við viljum ítreka þakklæti okkar til þeirra allra, og benda á að óvægin umræða í þeirra garð er ósanngjörn og á sér engar stoðir.   
Eins viljum við að það komi aftur fram hversu mikil eftirsjá er í mannauði Leikskólans Króks. Starfsfólki leikskólans eru færðar þakkir fyrir þeirra störf í þágu menntun barna í bæjarfélaginu.                                                                                                                                                                        
Lögreglustjórinn á Suðurnesjum gaf heimild til aukinnar opnunar í Grindavík sem gefur fyrirtækjum og íbúum meira svigrúm til að athafna sig og hefja starfsemi fyrir þá sem það geta. Vert er að taka það fram að ekkert kalt vatn er í bænum en til stendur að byrja að hleypa því af stað í dag a.m.k. til fyrirtækja á hafnarsvæðinu og sjá hvernig það gengur. Vonandi verður svo hægt að hleypa á fleiri svæði innan tíðar. Ekki liggur ljóst fyrir hver staðan er á fráveitunni en hún er löskuð á einhverjum svæðum í bænum. Undirbúningur á athugun er í vinnslu.     
Ánægjulegt er að sjá líf færast í aukana í bænum okkar og að þau fyrirtæki sem geta hafið starfsemi á ný horfi fram á opnun.                                                                                                                                                    
Eins og kom fram á íbúafundinum þá gera Almannavarnir ráð fyrir að boða til fundar fljótlega í næstu viku þar sem farið verður yfir þá vinnu sem tengist jarðkönnun í Grindavík ásamt fyrirkomulagi vinnunni framundan.   
Bæjarstjórn sendir sérstakar þakkir til starfsmanna Grindavíkurbæjar, ykkar vinna er mikils metin. Einnig sendum við áframhaldandi baráttukveðjur til íbúa og biður fólk að hafa í huga að aðgát skal sýnd í nærveru sálar. Við erum öll í sama bátnum, sama liðinu og í sömu aðstæðum. Þær eru ekki eftirsóknarverðar en saman stöndum við og munum rísa upp á ný.   

Kær kveðja,   
bæjarfulltrúar    

In English    

Dear townspeople,     

We would like to start our weekly bulletin by expressing our gratitude for the excellent turnout at the resident meeting held last Monday. It was timely to gather for a meeting with the town council and residents. There were valuable questions raised, along with suggestions that we have taken note of.   
We want to use this platform to remind everyone that you can contact us via email at bf@grindavik.is  and representatives from the town council will be present next week as follows:    

-Tollhouse: Wednesday, February 28th, between 10:00-11:00 (Birgitta Hrund and Ásrún Helga)  
-Service Center in Reykjanesbær: Monday, February 26th, between 14:00-15:00 (Birgitta Rán and Helga Dís)

  
On Friday, several town representatives, along with the mayor and lawyer Guðjón Bragason, attended a meeting with the business and economic committee of parliament. The discussion centered around the memorandum on housing acquisitions in Grindavík. The main points of the memorandum were reviewed, and the numerous comments received through the consultation portal were reiterated. Our hope is that the voices of Grindavík residents will be heard on these matters.   


The draft proposal on temporary support for businesses was discussed at the last town council meeting on Tuesday, and a statement has been submitted to the authorities. The town council remains hopeful for continued support and goodwill in our community, and we anticipate a positive response to the statement.   


Regarding the resident meeting, discussions arose on kindergarten matters, and the town council emphasizes the significant progress made in resolving those issues during this challenging time. The town council appreciates the swift and selfless efforts of the kindergarten service staff in ensuring places for all children in Grindavík. We express our gratitude to them and emphasize that any unwarranted criticism is unjust and baseless.   


We also want to highlight the regrettable loss of the valuable employees at Krókur kindergarten. Their dedication to the education of children in the community is commendable.   


The Chief of Police in Suðurnes has granted increased access in Grindavík, allowing businesses and residents more room to operate. It's worth noting that there is currently no cold water in the town, but efforts are underway to start supplying it today, at least to businesses in the harbor area, to assess how it goes. Hopefully, more areas will receive water soon. The exact status of the water supply is unclear, but investigations are in progress.   


It is pleasing to see life returning to our town, and the businesses that can resume operations are eagerly anticipated.   
As mentioned during the resident meeting, the Civil Protection expects to announce a meeting soon in the coming week to discuss the ongoing geological survey in Grindavík, along with the work schedule. The town council extends special thanks to the staff of Grindavíkurbær; your work is highly valued. We also send continued support to residents and ask everyone to remember to be vigilant in each other's presence. We are all in the same boat, on the same team, and facing the same circumstances. They are not ideal, but together we stand and will rise again.  

 
Best regards,   
Town Representatives   


 


 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir