Upptaka íbúafundar og ávarp forseta bćjarstjórnar

  • Fréttir
  • 20. febrúar 2024

Hér fyrir neðan má nálgast beint streymi íbúarfundarins í Laugardalshöll 19. febrúar 2024.  Þar ræddu bæjarfulltrúar Grindavíkur milliliðalaust við íbúa. 

Hnökrar urðu á útsendingu þar sem net-turn datt úr og biðjums við velvirðingar á því. Útsendingin er því hér fyrir neðan í réttri röð í 3 hlutum. Ræða Ásrúnar Helgu Kristinsdóttur, forseta bæjarstjórnar er líka hér fyrir neðan í heild sinni á íslensku og ensku. 

English below /

Kæru Grindvíkingar, 

Mig langar fyrir hönd bæjarstjórnar að bjóða ykkur velkomin til fundarins. Það er ánægjulegt að sjá svona marga fundargesti.c 
Það verður gott að eiga samtal um stöðuna eins og hún blasir við okkur í dag.  Því óhætt er að segja að undandfarið hafi því miður hver dagur og jafnvel hver klukkstund verið óvissunni háð, og er útlit fyrir að óvissan muni halda áfram.

Tilgangur fundarins er að íbúar geti átt formlega í milliliðalausu samtali við okkur bæjarfulltúana eins og við höfum stefnt að í þónokkurn tíma. Enda er það einlægur vilji að svara ákallinu og að sjálfsögðu undirskriftarlistanum sem íbúar hafa lagt fram.
Í auglýstri dagskrá er umfjöllunarefni fundarins frumvarp um uppkaup ríkisins á íbúðarhúsum, staða innviða, aðgengi og heimkoma. 
Það hefur engin bæjarstjórn á Íslandi, hvorki fyrr né síðar, þurft að takast á við þær aðstæður sem við stöndum nú frammi fyrir.  
Ég er þakklát fyrir kollega mína, sem sitja hérna með mér, fyrir samstarfið og samstöðuna í þessu fordæmalausa verkefni sem náttúran hefur falið okkur. 

Ein af stóru spurningunum er:  erum við að fara heim til Grindavíkur, ef svo, þá hvenær? 
Því miður er enn óvissa með náttúruna og á meðan landið rís við Svartsengi og kvika safnast fyrir, bíðum við eftir öðru gosi.  
Þrátt fyrir það, viljum við halda áfram að laga innviði og gera bæinn kláran fyrir atvinnustarfsemi og búsetu, þegar hamförum lýkur.
Þar skiptir miklu máli að fyrirtæki nái að halda sínu striki innan bæjarmarkanna og að smærri fyrirtæki hafi skjól þangað til við sjáum fram á betri tíma. Á Meðan við vitum ekki hvað  framtíðin ber í skauti og að hvað náttúruan ætlar sér, viljum við byggja upp og laga inniviði svo viðvera og búseta geti orðið örugg heima á ný. 

Eins og fram hefur komið í fréttum þá eru innviðir bæjarins laskaðir eftir þær jarðhræringar sem hafa átt sér stað undanfarna mánuði. Það þarf að byggja þá upp svo þeir geti annað því álagi sem fylgir starfsemi fyrirtækja og heimkomu íbúa. Hér er átt við aðgang að heitu og köldu vatni, fráveitu bæjarins, fjarskipti, rafmagn og raföryggi ásamt gatnagerð. 
Auk þess þarf að ráðast í viðgerðir í kringum sprungur, myndun jarðvegs og skönnun opinna svæða.
Stofnanir bæjarins hafa einnig orðið fyrir þónokkru hnjaski og þarfnast viðgerða.
Ljóst er að vinna bæjarstjórnar við fjárhagsáætlun fyrir árið 2024 er fyrir bý, þar sem forsendur eru brostnar og við stöndum frammi fyrir algjörum viðsnúningi í rekstri.
Lagt var upp með mörg skemmtileg og verðug verkefni sem verða ekki að raunveruleika þar sem rekstur og fjárfestingar verða að mestu ef ekki öllu leiti bundinn við viðhald og viðgerðir.
Við setjum pinnan í skemmtilegu verkefnin sem þurfa að bíða betri tíma, eftir að uppbygging hefur átt sér stað.

Bæjarstjórn fagnar því að frumvarp til laga um uppkaup á íbúðarhúsnæði í Grindavík er komið fram. Við styðjum markmið frumvarpsins og fyrirhuguð kaup ríkisins á íbúðarhúsnæðum bæjarbúa í Grindavík enda veitir það íbúum bæjarins frelsi til að taka ákvörðun um eigin framtíð, hvort sem ákvörðunin sé til skemmri eða lengri tíma. 
Við umfjöllun um frumvarpið á Alþingi þarf þó að gefa meiri gaum hagsmunum þeirra sem hyggjast áfram eiga íbúðir í Grindavík og hafa trú á því að skilyrði til búsetu og atvinnu í bænum muni batna fljótt. 
Í samráðsgátt hafa borist meira en 300 umsagnir um málið sem undirstrikar mikilvægi þess fyrir íbúa. Jafnframt endurspegla umsagnir íbúa að aðstæður Grindvíkinga eru ólíkar og að í mörgum tilvikum er aleiga bæjarbúa bundin í íbúðarhúsnæði þeirra. 
Einnig þarf að hafa í huga að íbúar eru bæði í óvissu um framtíð bæjarfélagsins og um eigin framtíð. 

Bæjarstjórn hvatti ríkisstjórnina og Alþingi til þess að hlusta á raddir íbúa Grindavíkur og að tekið verði tillit til þeirra athugasemda sem komið hefur verið á framfæri í gegnum samráðsgáttina. 
Alþingi þarf að gefa sér tíma til að fara vel yfir ábendingar í umsögnum um öll helstu álitaefni í frumvarpinu, svo sem varðandi gildissvið, kaupverð, heimild til veðflutnings áhvílandi lána á nýja fasteign og tímafresti varðandi uppkaup og forgangsrétt. 
Ég hvet íbúa til að kynna sér vel umsögn bæjarstjórnar um frumvarp til laga um kaup á íbúðarhúsnæði í Grindavík. En hana er að finna meðal annars á heimasíðu bæjarins.

Grindavík var fyrir 10. nóvember vel rekið og fjárhagslega vel statt sveitarfélag með á fjórða þúsund íbúa og öflugt atvinnulíf sem skilaði miklum verðmætum fyrir þjóðarbúið.
Núna erum við í sárum eftir náttúruhamfarir síðast liðinna mánaða sem erfitt er að berjast við. 
Við höfum tekist á við margt saman og verið samheldin þegar eitthvað bjátar á og erum enn. 
Sárin munu gróa og það munu koma góðir tímar aftur fyrir Grindvíkinga. 
Markmið lagafrumvarpsins og annarra aðgerða í þágu Grindvíkinga eiga ekki að leiða til þess að Grindavík verði gefin upp á bátinn - þrátt fyrir að eiga við ofurefli að etja þessa stundina. 
Það þarf að vera hvati til að snúa aftur heim og lögin og aðgerðir eiga að endurspegla það. 
Það þarf að hlusta á sanngjarnar óskir íbúa sem koma fram í samráðsgátt um frumvarpið og áherslur sem við í bæjarstjórn höfum sent inn.

Við stöndum hér auðmjúk og vil ég fyrir hönd bæjarstjórnar þakka öllu því fólki sem hefur staðið vaktina með okkur og unnið nánast myrkranna á milli í þágu okkar Grindvíkinga. 
Viðbragðsaðilar innan bæjarins, aðgerðarstjórn í Reykjanesbæ, samhæfingastöðin í Skógarhlíð, lögregluembættið á Suðurnesjum, ríkislögreglustjóri, Almannavarnir, Náttúruhamfaratrygging Íslands, björgunarsveitir, Slökkvilið, iðnaðarmenn, fjölmargir verktakar og síðast en ekki síst starfsmenn Grindavíkurbæjar sem hafa komið að þessum fordæmalausa verkefni. Takk fyrir ykkar vinnu. 
 

Dear Residents of Grindavík,

I want to extend a warm welcome on behalf of the town council to this meeting. It is delightful to see so many attendees.

It will be beneficial to discuss the current situation as it unfolds before us today. Unfortunately, every day and even every hour, the uncertainty has persisted, and it seems likely that this uncertainty will continue.

The purpose of this meeting is to provide residents with a formal opportunity to have a dialogue with us, the town authorities, as we have aimed to do for some time. It is a sincere desire to respond to the call and, of course, to the petition that residents have submitted.

The advertised agenda includes discussions on the government's proposal to purchase residential properties, infrastructure status, accessibility, and return home. No municipality in Iceland, neither before nor after, has had to face the challenges that we are currently confronting.

I am grateful to my colleagues sitting here with me for their collaboration and solidarity in this commendable project that nature has entrusted to us.

One of the big questions is: are we going back to Grindavík, and if so, when? Unfortunately, nature remains uncertain, and while the land rises near Svartsengi, and magma accumulates, we await another eruption. Despite that, we want to continue improving infrastructure and make the town ready for business and residence when the conditions allow.

It is crucial for companies to maintain their presence within the town limits, and smaller businesses should find shelter until we see better times. While we do not know what the future holds and what nature has in store, we want to rebuild and upgrade infrastructure so that presence and residence can become secure once again.

As reported in the news, the town's infrastructure has suffered damage due to recent earthquakes. These need to be rebuilt so that they can withstand the demands of business operations and the return of residents. This includes access to hot and cold water, the town's sewer system, telecommunications, electricity, and electrical safety, along with road repairs. Additionally, there is a need for repairs in areas affected by cracks, soil displacement, and surveys of open spaces. Town institutions have also faced significant challenges and require attention.

It is clear that the town council's efforts to draft the budget for 2024 are challenging since the premises are shattered, and we are facing a complete turnaround in operations. Many interesting and valuable projects were planned, which may not become a reality because operations and investments will be mostly, if not entirely, tied to maintenance and repairs. We prioritize the projects that can wait for better times after reconstruction has taken place.

The town council welcomes the government's draft legislation on the purchase of residential housing in Grindavík. We support the goals of the proposal and the planned purchase of residential properties by the government, as it grants residents the freedom to make decisions about their own future, whether short-term or long-term.

During the discussions on the proposal in the parliament, it is essential to pay close attention to the interests of those who intend to continue owning residences in Grindavík and believe that conditions for residence and employment in the town will improve quickly. In the consultation process, more than 300 comments have been received, emphasizing the importance for residents. The comments also reflect that the circumstances of Grindavík residents are diverse, and in many cases, residents are tied to their rental housing.

It is crucial to consider that residents are uncertain about the future of the town community and their personal future.

The town council urges the government and the parliament to listen to the voices of Grindavík residents and take into account the comments that have been submitted through the consultation process. Parliament needs to take the time to thoroughly review the comments on all key aspects of the draft, such as the scope, purchase price, authorization for the transfer of existing loans to new real estate, and the timeframe for purchases and priority rights.

I encourage residents to familiarize themselves with the town council's opinion on the draft legislation on the purchase of residential housing in Grindavík, which is available on the town's website.

Grindavík was, before November 10th, a well-run and financially stable municipality with around four thousand residents and a robust economy contributing significantly to the national economy.

Now we are dealing with the aftermath of recent natural disasters that are challenging to overcome. We have faced many challenges together and have been united when adversity strikes, and we remain so. The wounds will heal, and good times will come again for the residents of Grindavík.

The goals of the draft legislation and other measures in favor of Grindavík should not lead to giving up on the town - despite the difficulty of enduring this moment. There needs to be motivation to turn back home, and the laws and actions should reflect that. It is essential to listen to the fair wishes of residents expressed through the consultation process on the draft and the priorities we, in the town council, have submitted.

We stand here humbly, and on behalf of the town council, I want to thank all the people who have stood by us and worked tirelessly in the dark hours for the benefit of Grindavík. Stakeholders within the town, the emergency management in Reykjanesbær, the coordination center in Skógarhlíð, the police in Suðurnes, the national police commissioner, the Civil Protection Department, Nature Disaster Insurance of Iceland, search and rescue teams, firefighting teams, industry professionals, numerous contractors, and last but not least, the employees of Grindavíkurbær who have contributed to this commendable project. Thank you for your efforts.

 

Dagskrá:
 
Ásrún Helga Kristinsdóttir, forseti bæjarstjórnar flytur ávarp
•    Grindavíkurfrumvarp um uppkaup fasteigna íbúðarhúsa
•    Staða innviða
•    Heimför og aðgengismál

Umræður og spurningar
 
Fundarstjóri verður Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 2. desember 2024

Ađventutónleikar í Grindavíkurkirkju

Fréttir / 29. nóvember 2024

Spjall og frćđsla í mánudagskaffi

Fréttir / 29. nóvember 2024

Alţingiskosningar 30. nóvember 2024

Fréttir / 26. nóvember 2024

Eddi í Hópsnesi í kaffispjalli í Kvikunni

Fréttir / 25. nóvember 2024

Jólaađstođ félagasamtaka í Grindavík

Fréttir / 15. nóvember 2024

Alţingiskosningar 30. nóvember 2024

Fréttir / 13. nóvember 2024

Ađ finna sátt og hamingju í lífsins stormum

Fréttir / 11. nóvember 2024

Meiri afli í október í ár en í fyrra

Fréttir / 11. nóvember 2024

Sundlaugin opnar á ný

Fréttir / 11. nóvember 2024

Fjölsótt samverustund ári eftir rýmingu

Fréttir / 5. nóvember 2024

Stórsveit Íslands býđur á tónleika

Fréttir / 4. nóvember 2024

Uppbyggingarsjóđur auglýsir eftir umsóknum