Skipulag fyrir miđvikudaginn 14. febrúar

  • Fréttir
  • 13. febrúar 2024

Á morgun er opið fyrir eftirfarandi svæði til Grindavíkur frá kl:9:00 - 15:00


L 1 – L 5

  • Heiðarhraun,
  • Staðarhraun,
  • Hvassahraun,
  • Leynisbraut 13 a,b og c – blokkirnar,
  • Leynisbrún
  • Leynisbraut,
  • Borgarhraun,
  • Arnarhraun,
  • Hraunbraut,
  • Skólabraut

G 1 – G6

  • Hlíð,
  • Ásabraut,
  • Víkurbraut 23,
  • Fornavör,
  • Suðurvör,
  • Norðurvör 
  • Staðarvör,
  • Laut,
  • Dalbraut,
  • Víkurbraut 19, 21 og 21a,
  • Sunnubraut,
  • Hellubraut,
  • Vesturbraut,
  • Víkurbraut að Sunnubraut,
  • Kirkjustígur,
  • Lundur,
  • Bjarg,
  • Steinar,
  • Akur,
  • Garður

I1 – I6  

  • Austurvegur ,
  • Víkurbraut,
  • Túngata,
  • Marargata,
  • Ránargata  
  • Mánasund,
  • Mánagerði,
  • Mánagata 

Þau sem eiga QR kóða þurfa ekki að sækja um hann aftur.  Áhættumatið gildir til fimmtudagsins 15. febrúar kl. 15:00 að öllu óbreyttu. 

Um 80 íbúar hafa undanfarna daga nýtt sér aðgengi í Grindavík dag hvern. Þau sem þegar voru búin að skipuleggja að fara til Grindavíkur á næstu dögum en falla ekki undir þetta nýja plan geta enn haldið sínu skipulagi. Þau geta hringt í síma 4443500, frá kl. 8:00 til 15:00 til þess að fá ítarlegri upplýsingar.  

Seinni part næsta föstudags og á laugardaginn er búist við slæmu veðri í Grindavík. Staðan verður svo endurmetin næstu daga.

Almannavarnir hafa endurmetið heildaráhættu fyrir Grindavík með tilliti til verðmætabjörgunar íbúa og fyrirtækja fyrir nk. miðvikudag til föstudag.  
Til grundvallar er meðal annars uppfært hættumat Veðurstofu, þar sem dregið hefur verið tímabundið úr hættu vegna fyrirvaralausrar gosopnunar, hraunflæðis og gasmengunar. Áhættumatið byggir að auki á samspili fjölmargra þátta, svo sem vöktunar, varna og viðbragða á staðnum, veðurs og rýmingartíma.   

Niðurstaða áhættumatsins er að hægt er að opna fyrir aukið aðgengi að Grindavik, þrátt fyrir að ekki sé hægt að reikna með flóttaleið um Norðurljósaveg að Grindavíkurvegi. Reiknað er með að allir íbúar og fyrirtæki geti komist til Grindavíkur á einhverjum næstu þremur dögum, ef veðurskilyrði hamla ekki aðgengi, eða aðrar hættur skapast.  

Jarðkönnun sprungna í Grindavík er ekki lokið og því gilda áfram takmarkanir varðandi aðgengi að lóðum og opnum svæðum. Þeim sem sækja bæinn heim er bent á öryggiskort fyrir Grindavík.  


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 3. september 2024

Grindavíkurdćtur og glćpakviss

Fréttir / 2. september 2024

7. tbl. Grindvíkings komiđ út

Fréttir / 15. ágúst 2024

Mánudagskaffi í Reykjanesbć

Fréttir / 14. ágúst 2024

Stuđningur viđ fyrirtćki enn í bođi

Fréttir / 13. ágúst 2024

Atvinnulífiđ af stađ eftir sumarfrí

Fréttir / 12. ágúst 2024

Vel sótt námskeiđ hjá Dale Carnegie

Fréttir / 12. ágúst 2024

Grindvíkingamót í Reykjanesbć

Fréttir / 8. ágúst 2024

Rýmingarkort fyrir Grindavík