Hjá fyrirtækjateymi Grindavíkurbæjar er unnið að gerð umsagnar um framvarp til laga um tímabundinn rekstrarstuðning vegna náttúruhamfara í Grindavík sem fjármálaráðherra hefur lagt fram. Skilafrestur umsagna er nk. föstudag 16. febrúar.
Boðið er til fjarfundar fimmtudaginn 15. febrúar kl. 11.00 þar sem fyrirtæki geta komið að sjónarmiðum við gerð umsagnarinnar. Skráning á fundinn er á https://forms.gle/16UBhAQoMXaRCLZo8. Hlekkur til þátttöku í fundinum verður sendur í kjölfarið.
Jafnframt eru þau fyrirtæki sem þess kjósa hvött til að senda inn eigin umsögn. Öllum er heimilt að senda inn umsögn til efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis. Sjá nánar https://www.althingi.is/thingstorf/thingmalalistar-eftir-thingum/ferill/154/675/?ltg=154&mnr=675