Leigifélagið Bríet hefur nú opnað fyrir umsóknir á íbúðum til leigu. Sótt er um hér.
Undanfarna viku hefur Leigufélagið Bríet staðfest kaup á íbúðum sem ætlaðar eru fyrir Grindvíkinga í takt við viljayfirlýsingu sem undirrituð var við stjórnvöld vegna hamfaranna í Reykjanesi. Unnið hefur verið hörðum höndum að samningagerð og standsetningu íbúða eftir að fjárheimild fékkst frá Alþingi og eru sumar íbúðirnar nú tilbúnar til úthlutunar.
Hlekk á lokað umsóknarsvæði Bríetar má nálgast inni á island.is og er íbúðum skipt upp í nokkra flokka eftir stærð og staðsetningu. Nokkrar íbúðir eru að jafnaði í hverjum flokki og er ekki hægt að sækja um einstaka íbúðir og er fyrirkomulagið með þeim hætti svo hægt sé að úthluta íbúðum eins fljótt og kostur er. Umsækjendur eru beðnir um að fylla út umsóknarform og þar til gert eyðublað og skila inn. Fylla þarf út alla reiti í umsókninni. Þegar búið er að flokka allar umsóknir verður dregið úr potti að viðstöddum fulltrúa sýslumanns. Þeir sem búa við óviðunandi húsnæðiskost og missa núverandi húsnæði fljótlega hafa forgang og eins miðast forgangur við niðurstöður úr þjónustukönnun um húsnæðismál Grindvíkinga.
Umsóknarfrestur er til kl 10:00 föstudaginn 16. febrúar og unnið er strax úr umsóknum og verður umsækjendum tilkynnt um úthlutun. Gert er ráð fyrir að afhending íbúða geti hafist á mánudag 19. febrúar.
Þeir aðilar sem þurfa á aðstoð við umsóknir geta haft samband við Þjónustumiðstöð fyrir Grindvíkinga til að fá aðstoð og leiðbeiningar