Þjónustumiðstöð Almannavarna í Reykjanesbæ verður opin á morgun mánudaginn 12. febrúar frá klukkan 14-17.
Þjónustumiðstöðin er á Smiðjuvöllum 9.
Íbúar á Reykjanesi eru hvattir til að nýta sér þjónustumiðstöðina með öll þau erindi sem á þeim hvíla vegna yfirstandandi atburða.
Heitt er á könnunni. Fyrir þau sem ekki hafa tök á að mæta geta hafa samband í síma 855 2787 eða senda fyrirspurn á netfangið fyrirspurnir@almannavarnir.is
Þjónustumiðstöðin í Reykjavík, sem staðsett er í Tollhúsinu verður eins og áður opin alla virka daga frá kl. 10-17. Þar er boðið upp á ýmsa ráðgjöf sem tengist úrræðum fyrir Grindvíkinga, félagslega ráðgjöf og sálfélagslegan stuðning