Tíđindi dagsins

  • Fréttir
  • 8. febrúar 2024

English below /

  • Eldgos hófst við Sundhnúksgígaröðina um kl. 6:00 í morgun
  • Þjónustumiðstöð Almannavarna í Reykjanesbæ verður lokuð 9. febrúar
  • Samráðshópur atvinnulífs í Grindavík
  • Samverustund í Vídalínskirkju í Garðabæ á sunnudaginn 
  • Sálrænn stuðningur í boði fyrir Grindvíkinga

Klukkan 5:30 í morgun hófst áköf smáskjálftavirkni norðaustan við Sýlingarfell. Um 30 mínútum síðar hófst eldgos á sömu slóðum. Fyrstu mínúturnar lengdist sprungan bæði til norðurs og suðurs. Veðurstofa Íslands fjallaði ítarlega um framgang atburðarins ásamt öllum helstu fréttamiðlum, bæði hérlendis sem og erlendis. Töluvert hefur dregið úr krafti eldgossins. 

Þjónustumiðstöð Almannavarna í Reykjanesbæ verður lokuð 9. febrúar

Vegna heitavatnsleysis á Reykjanesinu verða flestar stofnanir á svæðinu lokaðar á morgun. Því verður þjónustumiðstöðin í Reykjanesbæ við Smiðjuvelli lokuð. Opið verður í Tollhúsinu við Tryggvagötu og eru öll velkomin þar. Þjónustumiðstöð Almannavarna í Reykjanesbæ lokuð á morgun föstudaginn 9. febrúar (grindavik.is)

Samráðshópur atvinnulífs í Grindavík

Ákveðið var að kalla saman hóp forsvarsmanna fyrirtækja til reglubundins samráðs við atvinnuteymi Grindavíkur. Með því væri tenging meiri og betri og þannig vex sameiginlegur skilningur á þeim aðstæðum sem atvinnufyrirtækin búa við. Slíkur hópur er mikilvægur til að greina stöðu atvinnulífsins í bænum hverju sinni og því verður hæfnin til að taka upplýstan þátt í mótun tillagna um aðgerðir verður betri. Hugmyndin er að hópurinn hittist reglulega næstu vikur eða mánuði. Við skipan hópsins var gætt að því að þátttakendur væru úr ólíkum atvinnugreinum og mismundandi stærð fyrirtæki og á ólíkum aldri og kyni. Sjá meira hér.

Samverustund í Vídalínskirkju í Garðabæ á sunnudaginn 

Á sunnudaginn, 11. febrúar kl. 18:00-20:00 verður samverustund og opið hús í Vídalínskirkju, Garðabæ. Stundin hefst með bænastund kl. 18:00. Kór Grindavíkurkirkju syngur ásamt hljómsveit og Sr. Elínborg flytur hugvekju. Sjá meira hér: Samverustund og opið hús í Vídalínskirkju (grindavik.is)

Sálrænn stuðningur í boði fyrir Grindvíkinga

Í því ástandi sem ríkir núna og Grindvíkingar búa við er viðbúið og eðlilegt að alls konar tilfinningar vakni. Viðbrögð fólks við aðstæðunum geta verið margvísleg. Mikilvægt er að vera vakandi fyrir líðan sinni og annarra, sýna sér sjálfsmildi og leita hjálpar þegar við á. Ýmis bjargráð eru til staðar og hægt að sjá meira hér: Sálrænn stuðningur (grindavik.is)

Ljósmynd úr eftirlitsflugi Landhelgisgæslunnar. Stóra-Skógfell í forgrunni og ljósin í orkuverinu í Svartsengi hægra megin.(Ljósmynd: Björn Oddsson)

 

  • Volcanic eruption has started near the Sundhnúkur crater row around 6:00 AM this morning.
  • Almannavarnir's service center in Reykjanesbær will be closed on February 9th.
  • Business community consultation group in Grindavík.
  • Joint meeting at Vídalínskirkja in Garðabær on Sunday.
  • Emotional support available for the people of Grindavík.

At 5:30 AM this morning, intense seismic activity began northeast of Sýlingarfell. About 30 minutes later, a volcanic eruption started in the same location. In the initial minutes, the fissure extended both north and south. The Meteorological Office of Iceland provided detailed information on the progress of the events, along with all major news outlets, both domestically and internationally. The volcanic activity has significantly decreased in intensity. 

Almannavarnir's service center in Reykjanesbær will be closed on February 9th.

Due to the lack of hot water on the Reykjanes Peninsula, most institutions in the area will be closed tomorrow. Therefore, the service center in Reykjanesbær at Smiðjuvellir will be closed. Tollhúsinu at Tryggvagata will remain open, and everyone is welcome there. The Almannavarnir service center in Reykjanesbær will be closed tomorrow, Friday, February 9th. See more here. 

Business community consultation group in Grindavík.

A decision was made to convene a group of business defenders for regular consultations with the Grindavík business team. This aims to establish stronger and better connections, fostering a common understanding of the challenges faced by businesses. Such a group is crucial for analyzing the position of the business community in the town, ensuring their ability to contribute informed perspectives on proposed actions. The idea is that the group will meet regularly in the coming weeks or months. When organizing the group, care was taken to ensure that participants represent different industries, various sizes of businesses, and diverse age and gender groups. More information can be found here: Business Consultation Group in Grindavík (grindavik.is).

Joint meeting at Vídalínskirkja in Garðabær on Sunday.

On Sunday, February 11, from 18:00 to 20:00, there will be a community gathering and open house at Vídalínskirkja, Garðabær. The event will begin with a prayer session at 18:00. Grindavíkurkirkja choir will perform along with a musical ensemble, and Sr. Elínborg will deliver a sermon. More details can be found here: Community Gathering and Open House at Vídalínskirkja (grindavik.is)

Emotional support available for the people of Grindavík.

In the current circumstances that Grindavík residents are facing, it is natural and understandable for various emotions to arise. People's reactions to the situation can be diverse. It is important to be mindful of one's own feelings and those of others, show compassion, and seek help when needed. Various support options are available, and more information can be found here: Emotional Support (grindavik.is).


The photograph captures Stóra-Skógfell in the foreground and the lights of the Svartsengi Geothermal Power Station to the right. The image was taken during a surveillance flight conducted by the Icelandic Coast Guard. (Photograph: Björn Oddsson)


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 23. desember 2024

Jólakveđja frá bćjarstjórn

Fréttir / 18. desember 2024

Foreldranámskeiđ fyrir Grindvíkinga

Fréttir / 8. desember 2024

Samverustundir 8.-13. desember

Fréttir / 8. desember 2024

Jólaađstođ félagasamtaka í Grindavík

Tónlistaskólafréttir / 4. desember 2024

Jólatónleikar 7. desember 2024

Fréttir / 3. desember 2024

Jólabođ eldri borgara úr Grindavík