Samverustund og opiđ hús í Vídalínskirkju

  • Fréttir
  • 8. febrúar 2024

Á sunnudaginn, 11. febrúar kl. 18:00-20:00 verður samverustund og opið hús í Vídalínskirkju, Garðabæ. Stundin hefst með bænastund kl. 18:00. Kór Grindavíkurkirkju syngur ásamt hljómsveit og Sr. Elínborg flytur hugvekju.

Hægt verður að tendra á kerti og eiga hljóða stund í kirkjunni. Boðið verður upp á súpu og brauð og kaffi og prestar verða til samtals og hlustunar.

Við hvetjum alla til að sýna samstöðu og mæta og njóta nærveru og uppörvunar í samfélagi hvert með öðru.

Við minnum á afallahjalp@kirkjan.is eða hafa samband við prest þar sem hægt er að fá samtal, samfylgd í gegnum óvissu og erfiða reynslu.

Grindavíkurkirkja


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 18. júní 2024

Ţjónustuteymi Grindavíkur

Fréttir / 31. maí 2024

Fjölskyldutónleikar Sjóarans síkáta

Fréttir / 17. maí 2024

Fréttabréfiđ Grindvíkingur

Fréttir / 16. maí 2024

Stađa sorphirđu í Grindavík