Frá bćjarstjórn Grindavíkur

  • Fréttir
  • 7. febrúar 2024

English below /

Kæru Grindvíkingar 
Nágrannar, kunningjar, ættingjar, vinir og vandamenn.

Liðnir eru tæpir 3 mánuðir frá hinu örlagaríka kvöldi 10. nóvember og er ástandið því miður ekki á betri stað en raun ber vitni. Almenn þreyta er komin í okkur öll fyrir óvissuástandinu og er mjög misjafnt hvernig við tæklum þetta ósanngjarna verkefni sem við stöndum frammi fyrir. Sumir eru fullir af von og bjartsýni í dag fyrir bjartri framtíð í uppbyggingu á meðan aðrir eiga um sárt að binda, með vonleysi og sorg í hjarta sínu. Einhverjir eru reiðir og aðrir dofnir.

En verkefnið er okkar allra, saman, þó við tæklum það á misjafnan máta. Við hvetjum þá sem eiga um sárt að binda að nýta sér þau úrræði sem íbúum stendur til boða í sálfélagslegum stuðningi, með bættri heilsu erum við öll betur sett í verkefninu.

Takmörkun á aðgengi að Grindavíkinni okkar hefur verið framlengt og stendur nú til 19. febrúar 2024 og hefur ríkislögreglustjóri ákveðið að beita heimild skv. 24. gr. laga um almannavarnir nr. 82/2008 að banna alla dvöl og starfsemi í Grindavík. 

Aðgengi fæst þó með sérstöku leyfi sem hægt er að sækja um á island.is og hafa töluvert margir íbúar nýtt sér þann möguleika til að vitja eigna sinna, hvort sem er að huga að heimilum sínum, með áætlun að fara heim við fyrsta tækifæri eða til að bjarga verðmætum og flytja muni í geymslur. 

Bæjarstjórn fundaði þriðjudaginn 6. febrúar og voru 2 almenn mál á dagskrá, annars vegar: Jarðskjálftar, landris og eldgos í Grindavík 2024 og hins vegar álagning fasteignagjalda fyrir árið 2024. 

Undir fyrra málinu fékk bæjarstjórn gesti frá almannavörnum ríkisins, þá Sólberg Bjarnason og Víðir Reynisson, auk Úlfars Lúðvíkssonar lögreglustjóra á Suðurnesjum. 

Bæjarstjórn hafði óskað eftir samtali vegna verðmætabjörgunar og brást almannavarnardeild ríkislögreglustjóra við þeirri beiðni með skjótum hætti. Bæjarfulltrúar komu á framfæri athugasemdum, óskum um frekari upplýsingagjöf og ábendingum varðandi hagsmuni íbúa og fyrirtækja, í öllum stærðargráðum. Þeir Úlfar, Víðir og Sólberg tóku vel í orð okkar og erum við viss um áframhaldandi gott samtal við deildina varðandi hagsmuni okkar allra. 

Áttum við gott samtal varðandi akstursleiðirnar og farið var yfir niðurstöðu fagaðila, þar sem verkfræðingar hafa metið burðarþol, mögulegt álag á vegina og ásættanlega áhættu á flóttaleiðum. Akstursleiðirnar byggja á þessum niðurstöðum sem og áhættumati almannavarna sem tekur mið af hættumati veðurstofunnar.

Við viljum einnig deila með ykkur að jarðskönnun gengur ágætlega, en talið er að búið sé að skanna um 24% af bænum. Greint var frá því á fundinum að drónabúnaðurinn vinnur ekki vel í þessu veðri þess vegna er verið að fá öflugri tæki í vinnuna. Líklegt er að búið verði að skanna flest svæði um miðjan mars en þá verður hægt að kvitta út svæði sem eru örugg. 

Nýsamþykkt lög nr. 979/2024 um breytingar á lögum á tekjustofna sveitarfélaga, nr. 4/1995, varðandi fasteignaskatts í Grindavíkurbæ gerir okkur kleift að breyta álagningu fasteignagjalda. Við höfum því samþykkt að falla frá álagningu á eignir sem falla undir a- og c- lið 3.gr laga nr 4/1995 og eru innan þéttbýlismarka Grindavíkur skv. Aðalskipulagi Grindavíkurbæjar 2018-2032, sem og að fallið verður frá álagningu fasteignaskatts á eignir sem eru innan hættusvæðis 3, skv. hættumatskorti Veðurstofu Íslands frá 1. febrúar 2024.

Fréttir gefa sterklega til kynna að ríkisstjórnin kynni aðgerðapakka fyrir fasteignaeigendur í Grindavík í lok vikunnar, en eins og komið hefur fram í pistlum okkar bindum við miklar vonir við að úrræðin verði okkur öllum sanngjörn. 

Það er hugljúft að enda pistilinn á því að minnast á þorrablót okkar Grindvíkinga, en þar hittust tæplega 1000 einstaklingar til að skemmta sér á frábærlega vel heppnuðu blóti sem var haldið í Smáranum. Við skilum þakklæti til Breiðabliksmanna fyrir afnotið af glæsilegum húsakynnum þeirra. 

Enn fremur erum við ofur þakklát fyrir framlag sjálfboðaliða og frábæra samvinnu knattspyrnu- og körfuknattleiksdeildar, auk auðvitað þorrablótsnefndar sem klikkaði ekki frekar en áður á skipulagningu þessa stórkostlegu skemmtunar, í mjög krefjandi aðstæðum.

Einkunnarorð blótsins voru sérstaklega vel við hæfi - “Við erum Grindavík”

P.s. Við sendum stelpunum okkar í meistaraflokki kvenna í körfuknattleik baráttukveðjur fyrir leik gegn Njarðvík í kvöld.

Áfram Grindavík!!

Bæjarfulltrúar Grindavíkur 

 

Dear residents of Grindavík,
Neighbors, acquaintances, relatives, friends, and sympathizers.

It has been almost three months since the fateful evening of November 10th, and unfortunately, the situation is not in a better place, as reality testifies. General exhaustion has taken its toll on all of us due to the uncertainty we face, and how we cope with this unfair challenge varies greatly. Some are filled with hope and optimism today for a bright future in rebuilding, while others are dealing with deep wounds, experiencing hopelessness and grief in their hearts. Some are angry, and others are fading away.


But the project is all of ours, together, although we handle it in different ways. We encourage those dealing with deep wounds to make use of the resources available to residents in social support; with improved mental health, we are all better equipped for the task.

The access restrictions to our Grindavík have been extended and now stand until February 19, 2024. The National Commissioner of Police has decided, according to Article 24 of Act No. 82/2008 on Civil Protection, to prohibit all residence and activity in Grindavík.

Access is, however, possible with a special permit that can be applied for on island.is. Many residents have taken advantage of this opportunity to visit their properties, whether to check on their homes with the intention of returning at the earliest opportunity, or to rescue valuables and move belongings into storage.

The municipal council met on Tuesday, February 6, and two general matters were on the agenda: Earthquakes, land deformation, and volcanic activity in Grindavík in 2024, and, on the other hand, the assessment of property taxes for the year 2024.

Regarding the first matter, the municipal council received guests from the National Civil Protection, namely Sólberg Bjarnason and Víðir Reynisson, in addition to Úlfar Lúðvíksson, the police commissioner of the Southern Peninsula.

The municipal council had requested a conversation about valuables rescue, and the National Commissioner of Police's Civil Protection Division responded promptly to that request. Council members raised comments, requested further information, and provided suggestions regarding the interests of residents and businesses of all sizes. Úlfar, Víðir, and Sólberg responded well to our concerns, and we are confident in continued good communication with the division regarding the interests of all of us.

We had a good conversation regarding the access routes, and the results of experts were reviewed, where engineers assessed load-bearing capacity, potential stress on the roads, and acceptable risk on escape routes. The access routes are based on these results, as well as the risk assessment of the Civil Protection, which takes into account the Meteorological Office's risk assessment.

We also want to share with you that the ground scanning is progressing well, with approximately 24% of the town scanned so far. It was mentioned at the meeting that drone equipment does not perform well in this weather; therefore, more powerful tools are being acquired. It is likely that most areas will be scanned by mid-March, allowing us to confirm safe areas.

The newly approved Act No. 979/2024 amending the laws on the revenue-sharing system of municipalities, No. 4/1995, regarding property tax in Grindavíkurbær, enables us to change the assessment of property taxes. Therefore, we have decided to exempt properties falling under paragraphs a and c of Article 3 of Act No. 4/1995 and located within the urban development boundaries of Grindavíkur, according to the Main Plan of Grindavíkurbær 2018-2032. Also, we will exempt properties within hazard zone 3, according to the Weather Office's hazard map from February 1, 2024, from property tax assessment.

News strongly suggests that the government may announce relief measures for property owners in Grindavík by the end of the week. As expressed in our previous posts, we hope that the measures will be fair and beneficial for everyone.

It's heartwarming to end the post by reminiscing about the Þorrablót celebration of Grindvíkingar, where nearly 1000 people gathered to enjoy a wonderfully successful feast held at Smári. Gratitude is extended to the hosts for the use of their magnificent facilities.

Furthermore, immense thanks are given to volunteers and the excellent cooperation of the soccer and basketball departments, as well as the Þorrablót committee, which did an outstanding job in organizing this fantastic event under challenging circumstances.

The chosen theme of the feast, "Við erum Grindavík" (We are Grindavík), truly reflected the spirit of the town.

P.S. Best wishes to our women's basketball team in their game against Njarðvík tonight.

Go Grindavík!!

Town Council Members of Grindavík


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 3. september 2024

Grindavíkurdćtur og glćpakviss

Fréttir / 2. september 2024

7. tbl. Grindvíkings komiđ út

Fréttir / 15. ágúst 2024

Mánudagskaffi í Reykjanesbć

Fréttir / 14. ágúst 2024

Stuđningur viđ fyrirtćki enn í bođi

Fréttir / 13. ágúst 2024

Atvinnulífiđ af stađ eftir sumarfrí

Fréttir / 12. ágúst 2024

Vel sótt námskeiđ hjá Dale Carnegie

Fréttir / 12. ágúst 2024

Grindvíkingamót í Reykjanesbć

Fréttir / 8. ágúst 2024

Rýmingarkort fyrir Grindavík