553. fundur bæjarstjórnar Grindavíkur haldinn í ráðhúsi Reykjavíkurborgar, þriðjudaginn 30. janúar 2024 og hófst hann kl. 14:00.
Fundinn sátu:
Ásrún Helga Kristinsdóttir, forseti, Birgitta H. Ramsay Káradóttir, aðalmaður,
Hjálmar Hallgrímsson, aðalmaður, Helga Dís Jakobsdóttir, aðalmaður,
Hallfríður G Hólmgrímsdóttir, aðalmaður, Birgitta Rán Friðfinnsdóttir, aðalmaður og Gunnar Már Gunnarsson, aðalmaður.
Einnig sátu fundinn:
Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs og Fannar Jónasson, bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.
Dagskrá:
1. Jarðskjálftar, landris og eldgos í Grindavík 2024 - 2401118
Til máls tóku: Ásrún, bæjarstjóri, Guðjón, Hallfríður, Birgitta Rán, Helga Dís, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs, Hjálmar, Birgitta Hrund og Gunnar Már.
Guðjón Bragason og sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sátu fundinn undir þessum dagskrárlið.
Farið yfir stöðu mála.
Bókun
Bæjarstjórn Grindavíkurbæjar ítrekar afstöðu sína og vill biðla til ríkisstjórnarinnar að fasteignaeigendur Grindavíkurbæjar hafi hver og einn einstaklingsbundið val um framtíð sína.
Teljum við ákjósanlegast að útfærslur verði nokkrar, þar á meðal; tafarlaus uppkaup, fá eigið fé greitt og að fresta ákvörðun sinni eða óbreytt eignarhald og fara heim um leið og aðstæður leyfa.
Bæjarstjórn Grindavíkurbæjar bindur miklar vonir við að ríkisstjórnin birti útfærslur í upphafi febrúarmánaðar til að eyða óvissu íbúa sem fyrst og veita íbúum bæjarfélagsins frelsi til ákvörðunartöku um eigin framtíð.
Bæjarstjórn Grindavíkur
Bókun
Skipulag verðmætabjörgunar er verkefni almannavarna og óskar bæjarstjórn Grindavíkur eftir samtali vegna þeirra vinnu.
Bæjarstjórn Grindavíkur
Bókun
Undirritaðir skora á Almannavarnardeild ríkislögreglustjóra, lögreglustjórann á Suðurnesjum og Ríkislögreglustjóra að endurskoða afstöðu sína varðandi gildandi skipulag og opna sem fyrst fyrir umferð um allar leiðir til og frá Grindavík, fyrir íbúa og atvinnulíf. Þá verður aftur að taka upp opnanir sem gilda frá kl. 10:00 til 17:00 eða 19:00.
Hjálmar Hallgrímsson, fulltrúi D-lista, Gunnar Már Gunnarsson, fulltrúi M-lista og Helga Dís Jakobsdóttir, fulltrúi U-lista.
2. Sprungur vegna jarðskjálfta og landriss í Grindavík 2023 - 2312001
Til máls tóku: Ásrún, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs, Birgitta Hrund og Hjálmar.
Guðjón Bragason og sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sátu fundinn undir þessum dagskrárlið.
Sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs er falið að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum.
3. Verksamningar hjá skipulags- og umhverfissviði - 2401223
Til máls tóku: Ásrún, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs, Birgitta Hrund, Birgitta Rán, Hallfríður og Guðjón.
Guðjón Bragason og sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sátu fundinn undir þessum dagskrárlið.
Lagður fram listi yfir helstu verksamninga sem eru í gildi.
Sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs er falið að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum.
4. Tjón á mannvirkjum vegna náttúruhamfara í Grindavik - 2312003
Til máls tóku: Ásrún, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs, Guðjón, Birgitta Hrund, Gunnar Már og Hallfríður.
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs og Guðjón Bragason sátu fundinn undir þessum dagskrárlið.
Lagt fram yfirlit frá NTÍ, dags. 30. janúar 2024 vegna tjónaðra húsa.
Uppfærður listi frá Náttúruhamfaratryggingu Íslands lagður fram þar sem óskað er afstöðu bæjarstjórnar til þess hvort viðgerð og/eða endurbygging húsa verði heimil, sbr. 2. mgr. 15. gr. laga nr. 55/1992 um NTÍ. Atli Geir Júlíusson, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs, fór yfir listann. Jafnframt gerði hann grein fyrir því að listinn geti ekki skoðast sem endanlegur, NTÍ muni áfram taka við tilkynningum um tjón vegna jarðhræringa og frekari skemmdir á fasteignum eiga enn eftir að koma í ljós.
Í framhaldi af erindi NTÍ er eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn Grindavíkurbæjar heimilar ekki endurbyggingu á eftirtöldum lóðum fyrr en hættumat og endurskoðaðir skipulagsskilmálar fyrir umræddar lóðir liggur fyrir. Um er að ræða eftirtaldar lóðir með eignum sem Náttúruhamfaratrygging Íslands (NTÍ) hefur metið sem altjón á einum eða fleiri matshlutum.
Vesturhóp 29
Víkurhóp 2
Mánagata 21
Víkurhóp 4
Vesturbraut 10
Staðarsund 14
Staðarstund 16A
Staðarsund 16B
Staðarsund 1
Staðarsund 3
Samþykkt samhljóða.
5. Samningar við félög og félagasamtök 2024 - 2401212
Til máls tóku: Ásrún, sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs, Gunnar Már, Hallfríður, Hjálmar, Helga Dís og Birgitta Hrund.
Sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
Lagður fram listi yfir samstarfssamninga á frístunda- og menningarsviði fyrir árið 2024.
Sviðsstjóra frístunda- og menningarsviðs er falið að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum.
6. Styrktarsamningur við Björgunarsveitina Þorbjörn - 2308226
Til máls tóku: Ásrún, sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs, Gunnar Már, Hjálmar, Birgitta Hrund, bæjarstjóri og sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.
Sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
Lögð fram drög að samningi við Björgunarsveitina Þorbjörn.
Bæjarstjórn samþykkir samninginn en gildistími verði til 31.12.2024.
7. Listaverkagjöf til Grindavíkurbæjar - 2401066
Til máls tóku: Ásrún og sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs.
Sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
Bæjarstjórn þakkar kærlega fyrir gott boð en getur ekki tekið við listaverkunum í því ástandi sem nú er.
8. Dagskrá í tilefni 50 ára kaupstaðarafmælis Grindavíkurbæjar - 2309114
Til máls tóku: Ásrún, sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs, Birgitta Hrund, Hallfríður, Birgitta Rán, Gunnar Már, Helga Dís og bæjarstjóri.
Sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
Sviðsstjóra frístunda- og menningarsviðs og bæjarstjóra er falið að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum.
9. Sjóarinn síkáti 2024 - 2310126
Til máls tóku: Ásrún, sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs, Gunnar Már, Hjálmar, Birgitta Rán, Hallfríður og Helga Dís.
Sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
Sviðsstjóra frístunda- og menningarsviðs er falið að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum.
10. Forsetakosningar 2024 - 2401215
Til máls tóku: Ásrún, bæjarstjóri, Birgitta Hrund, Birgitta Rán og sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.
Lagður fram tölvupóstur, dags. 16. janúar 2024 varðandi fyrirkomulag forsetakosninga í Grindavík.
Fyrirhugaður er fundur með landskjörstjórn mánudaginn 12 febrúar 2024, til að fara yfir stöðuna og meta framhaldið.
11. Starfsnámsskólar - verkmenntaaðstaða við FS - 2401095
Til máls tóku: Ásrún, Hallfríður, Gunnar Már, bæjarstjóri, Helga Dís, Birgitta Rán, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs og Birgitta Hrund.
Lagt fram minnisblað frá FSRE dags. 17. nóvember 2023 og bókun af fundi SSS þann 10. janúar sl.
12. Endurbótalán frá Grindavíkurbæ - beiðni um frestun innheimtu. - 2401216
Til máls tóku: Ásrún, Hallfríður, Birgitta Hrund, Gunnar Már, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs, bæjarstjóri og Helga Dís.
Birgitta Hrund víkur af fundi við umræður og afgreiðslu málsins.
Bæjarstjórn samþykkir með 6 atkvæðum að fresta innheimtu framkvæmdalána frá og með gjalddaga 1. janúar 2024 til og með gjalddaga 1. mars 2024 og á þeim tíma munu vextir og verðbætur falla niður.
13. Reykjanesfólkvangur - 2401211
Til máls tóku: Ásrún og bæjarstjóri.
Lagt fram bréf frá Reykjavíkurborg, dags. 23. janúar 2024 þar sem tilkynnt er að Reykjavíkurborg dregur sig út úr samstarfi um rekstur Reykjanesfólkvangs.
Bæjarstjóra og sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs er falið að leita lausna um rekstur Reykjanesfólkvangs til framtíðar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:15.