Ekki fariđ til Grindavíkur á morgun miđvikudag

  • Almannavarnir
  • 30. janúar 2024

Almannavarnir hafa gefið út að ekki verði farið til Grindavíkur eins og áætlað var á morgun, vegna veðurs. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Almannavörnum nú seinnipartinn. 

Þar segir að spáð sé gulri viðvörun og slæmri færð. Almannavarnir segja að útgangspunkturinn í þeim aðgerðum sem nú standa yfir í Grindavík sé öryggi og velferð íbúa. Það skipti máli að allir íbúar fái tækifæri til að vitja eigna sinna. Allra veðra von sé á þessum árstíma sem nú sýni sig í vestan hvassviðri og stormi með dimmum éljum. 

"Erfið aksturskilyrði og færð getur spillst og því er talið óforsvaranlegt að halda því plani sem búið var kynna og ákveða að íbúum og fyrirtækjum verður ekki gefinn kostur á að fara inn til Grindavíkur á morgun, miðvikudaginn 31.janúar.

Þau sem nú þegar hafa sótt um aðgang inn á island.is þurfa ekki að sækja um aftur.

QR kóðinn fyrir þau sem áttu tíma á morgun kemur þá seinna, eða annaðkvöld. Fyrir þau sem eiga tímann seinnipartinn fá þá QR kóðann samdægurs (um morguninn).

Fimmtudagurinn 1. febrúar (sem áður var 31. janúar) lítur þá svona út skv. plani. Heildarskipulag má finna hérna til 11. febrúar.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 3. júlí 2024

Grindavíkurvegur opinn ađ hluta

Fréttir / 24. júní 2024

Landađ í blíđskaparveđri í Grindavík

Fréttir / 21. júní 2024

Sumarhátíđ Leikskólans Lautar

Fréttir / 18. júní 2024

Ţjónustuteymi Grindavíkur

Fréttir / 31. maí 2024

Fjölskyldutónleikar Sjóarans síkáta

Fréttir / 31. maí 2024

3. tbl. Grindvíkings komiđ út

Fréttir / 30. maí 2024

„Ţađ ţarf ađ minna fólk á“