Svona sćkir ţú um húsnćđisstuđning
- Stuđningur og ráđgjöf
- 3. janúar 2024
Til að sækja um sértækan húsnæðisstuðning ætluðum Grindvíkingum er eftirfarandi ferli:
1. Farið er inn á vef Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar: www.hms.is
2. Þaðan er smellt á tengilinn "Húsnæðisbætur" og "sækja um húsnæðisbætur"
3. Þá er farið inn á skráningarsíðu island.is og símanúmer skráð
4. Þegar komið er í gegnum skráningar er hægt að velja "Sértækur húsnæðisstuðningur fyrir Grindvíkinga"
Passa þarf að þeir sem eru yfir 18 ára staðfesti sína veru í húsnæðinu með því að skrá sig inn líka. Eftir að búið er að skrá heimilisfólk í umsókninni kemur það inn hjá viðkomandi þegar hann skráir sig inn.
Mánaðarleg upphæð húsnæðisstuðningsins fer eftir fjölda heimilismanna og getur aldrei verið hærri en 75% af leigufjárhæð:
Uppfylla þarf ákveðin skilyrði til að eiga rétt á sértækum húsnæðisstuðningi:
- Umsækjandi og heimilismenn á umsókn voru með lögheimili eða tímabundið aðsetur í Grindavíkurbæ 10. nóvember 2023 og þurftu að yfirgefa heimili sitt á grundvelli laga um almannavarnir.
- Umsækjandi og heimilismenn á umsókn búa í leiguhúsnæði og eigi þar lögheimili eða tímabundið aðsetur.
- Umsækjandi þarf að vera 18 ára eða eldri.
- Umsækjandi er aðili að leigusamningi sem skráður hefur verið í Leiguskrá HMS
- Umsækjandi og heimilismenn, 18 ára og eldri, hafa gefið samþykki sitt til upplýsingaöflunar
AĐRAR FRÉTTIR
Fréttir / 9. desember 2024
Fréttir / 8. desember 2024
Fréttir / 6. desember 2024
Fréttir / 3. desember 2024
Fréttir / 2. desember 2024
Fréttir / 2. desember 2024
Fréttir / 29. nóvember 2024
Fréttir / 28. nóvember 2024
Fréttir / 26. nóvember 2024
Fréttir / 22. nóvember 2024
Fréttir / 18. nóvember 2024
Fréttir / 15. nóvember 2024
Fréttir / 14. nóvember 2024
Fréttir / 14. nóvember 2024
Fréttir / 14. nóvember 2024
Fréttir / 13. nóvember 2024
Fréttir / 13. nóvember 2024
Fréttir / 11. nóvember 2024
Fréttir / 11. nóvember 2024