Fundur bæjarstjórnar nr. 549

  • Bæjarstjórn
  • 29. desember 2023

549. fundur bæjarstjórnar Grindavíkur haldinn í ráðhúsi Reykjavíkurborgar, föstudaginn 29. desember 2023 og hófst hann kl. 10:00.


Fundinn sátu:
Ásrún Helga Kristinsdóttir, forseti, Birgitta H. Ramsay Káradóttir, aðalmaður,
Hjálmar Hallgrímsson, aðalmaður, Helga Dís Jakobsdóttir, aðalmaður,
Hallfríður G Hólmgrímsdóttir, aðalmaður, Birgitta Rán Friðfinnsdóttir, aðalmaður og Gunnar Már Gunnarsson, aðalmaður. 

Einnig sátu fundinn:
Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs og Fannar Jónasson, bæjarstjóri. 

Fundargerð ritaði:  Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Í upphafi fundar leggur forseti til að mál fundarins verði rædd fyrir luktum dyrum. 

Samþykkt samhljóða. 

Forseti óskar eftir heimild til að taka inn mál með afbrigðum sem 2. mál: 
2312036 Leikskólamál 
Samþykkt samhljóða

Dagskrá:

1.      Tjón á mannvirkjum vegna jarðskjálfta og landriss í Grindavik 2023 - 2312003
    Til máls tóku: Ásrún, Helga Dís, Gunnar Már, Hjálmar, Hallfríður, Birgitta Hrund, bæjarstjóri og Birgitta Rán. 

Gestir fundarins í gegnum Teams: Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs, byggingafulltrúi, Guðjón Bragason frá almannavörnum og Jón Haukur Steingrímsson frá Eflu. Einnig sat Bryndís Ísfold frá upplýsingateymi fundinn. 

Á fundi bæjarstjórnar sem haldinn var 27. desember sl. var rætt um lista frá Náttúruhamfaratryggingu Íslands (NTÍ) vegna altjóna á húseignum í Grindavík. NTÍ hefur sent Grindavíkurbæ erindi þar sem óskað eftir formlegri afstöðu sveitarstjórnar til þess hvort viðgerð og endurbygging húseignanna sé heimil, sbr. 2. mgr. 15. gr. laga nr. 55/1992 um NTÍ. Sá listi hefur nú verið uppfærður og kynnti Atli Geir Júlíusson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs þær breytingar sem gerðar hafa verið á listanum. Jafnframt gerði hann grein fyrir því að listinn geti ekki skoðast sem endanlegur, NTÍ muni áfram taka við tilkynningum um tjón vegna jarðhræringa og frekari skemmdir á fasteignum geti enn átt eftir að koma í ljós. 

Í framhaldi af erindi NTÍ er eftirfarandi tillaga lögð fram: 

Bæjarstjórn Grindavíkurbæjar heimilar ekki endurbyggingu á eftirtöldum íbúðahúsalóðum fyrr en hættumat og endurskoðaðir skipulagsskilmálar fyrir umræddar lóðir liggur fyrir. Um er að ræða eftirtaldar íbúðarhúsalóðir með eignum sem Náttúruhamfaratrygging Íslands (NTÍ) hefur metið sem altjón á einum eða fleiri matshlutum. 

Austurvegur 20 
Víkurbraut 30 
Víkurbraut 32 
Víkurbraut 34 
Víkurbraut 36 
Víkurbraut 38 
Víkurbraut 40 
Víkurbraut 42 
Víkurbraut 48 
Víkurbraut 50 
Garður 
Víkurhóp 8 
Túngata 25 

Bæjarstjórn leggur áherslu á að fundin verði viðunandi lausn varðandi eignir sem ekki eru altjón en standa á ofangreindum lóðum. 

Samþykkt með 6 atkvæðum. Birgitta Hrund situr hjá. 

Guðjón Bragason og sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs greindu frá fundi með lögmannsstofu, sem fram fór í gær, varðandi mögulega aðkomu Grindavíkurbæjar að lögfræðiþjónustu til handa tjónþolum í Grindavík. 

Bæjarstjórn felur þeim að vinna málið áfram.
         
2.      Leikskólamál - 2312036
    Til máls tóku: Ásrún, Hallfríður, Birgitta Rán, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs, Helga Dís, Birgitta Hrund, Gunnar Már og Hjálmar. 

Sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs yfirlsálfræðingur skólaþjónustu sátu fundinn undir þessum dagskrárlið og kynntu þau málið og svöruðu fyrirspurnum. 
Einnig sat Bryndís Ísfold fundinn. 

Bókun 
Bæjarstjórn Grindavíkurbæjar samþykkir samhljóða að auglýsa eftir starfsfólki til að starfa í leikskólaúrræði á höfuðborgarsvæðinu með það að markmiði að tryggja öllum leikskólabörnum úr Grindavík aðgang að leikskóla sem fyrst á nýju ári. 

Bæjarstjórn hvetur alla með reynslu af leikskólastarfi í Grindavík sérstaklega til að sækja um. 

Bæjarstjórn Grindavíkur ítrekar það sem fram kom í bókun bæjarráðs á fundi 1661 þann 19. desember sl. 
"Í ljósi þess að engir samningar hafa tekist við Skóla ehf um leikskólastarf meðan á óvissuástandi stendur samþykkir bæjarráð, með hagsmuni leikskólabarna í Grindavík að leiðarljósi, að Grindavíkurbær muni sjá um vistun barna sem áður voru á leikskólanum Króki. Skólum ehf verður tilkynnt um þessa ákvörðun." 
         


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13:20.


Ásrún Helga Kristinsdóttir        Birgitta H. Ramsay Káradóttir
Hjálmar Hallgrímsson        Helga Dís Jakobsdóttir
Hallfríður G Hólmgrímsdóttir        Birgitta Rán Friðfinnsdóttir
Gunnar Már Gunnarsson        Jón Þórisson
Fannar Jónasson        


Deildu þessari frétt

AÐRAR FUNDARGERÐIR

Bæjarstjórn / 25. mars 2025

Fundur 583

Bæjarráð / 11. mars 2025

Fundur 1678

Bæjarráð / 4. mars 2025

Fundur 1677

Bæjarstjórn / 26. febrúar 2025

Fundur 582

Bæjarráð / 18. febrúar 2025

Fundur 1676

Innviðanefnd / 17. febrúar 2025

Fundur 5

Bæjarstjórn / 28. janúar 2025

Fundur 581

Bæjarráð / 21. janúar 2025

Fundur 1675

Afgreiðslunefnd byggingamála / 16. janúar 2025

Fundur 86

Afgreiðslunefnd byggingamála / 5. júlí 2024

Fundur 82

Afgreiðslunefnd byggingamála / 29. maí 2024

Fundur 81

Afgreiðslunefnd byggingamála / 27. maí 2024

Fundur 80

Afgreiðslunefnd byggingamála / 18. apríl 2024

Fundur 79

Afgreiðslunefnd byggingamála / 29. nóvember 2024

Fundur 85

Afgreiðslunefnd byggingamála / 20. nóvember 2024

Fundur 84

Afgreiðslunefnd byggingamála / 26. ágúst 2024

Fundur 83

Afgreiðslunefnd byggingamála / 8. júní 2023

Fundur 73

Afgreiðslunefnd byggingamála / 11. maí 2023

Fundur 72

Innviðanefnd / 16. desember 2024

Fundur 3

Innviðanefnd / 15. janúar 2025

Fundur 4

Bæjarráð / 14. janúar 2025

Fundur 1674

Samfélagsnefnd / 15. janúar 2025

Fundur 4

Bæjarráð / 7. janúar 2025

Fundur 1673

Bæjarstjórn / 17. desember 2024

Fundur 580

Samfélagsnefnd / 11. desember 2024

Fundur 3

Bæjarstjórn / 28. nóvember 2024

Fundur 579

Bæjarráð / 12. nóvember 2024

Fundur 1670, bæjarráð

Innviðanefnd / 18. nóvember 2024

Fundur 2, Innviðanefnd

Bæjarráð / 5. nóvember 2024

Fundur 1669

Bæjarstjórn / 29. október 2024

Fundur 578