Fundur bćjarstjórnar nr. 548

  • Bćjarstjórn
  • 27. desember 2023

548. fundur bæjarstjórnar Grindavíkur haldinn í ráðhúsi Reykjavíkurborgar, miðvikudaginn 27. desember 2023 og hófst hann kl. 13:30.


Fundinn sátu:
Ásrún Helga Kristinsdóttir, forseti, Birgitta H. Ramsay Káradóttir, aðalmaður,
Hjálmar Hallgrímsson, aðalmaður, Helga Dís Jakobsdóttir, aðalmaður,
Hallfríður G Hólmgrímsdóttir, aðalmaður, Birgitta Rán Friðfinnsdóttir var fjarverandi en í staðinn sat fundinn Unnar Á Magnússon, varamaður og Gunnar Már Gunnarsson, aðalmaður.

Einnig sátu fundinn:
Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs,
Fannar Jónasson, bæjarstjóri. 

Fundargerð ritaði:  Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Í upphafi fundar leggur forseti til að mál fundarins verði rædd fyrir luktum dyrum. 

Samþykkt samhljóða.

Dagskrá:

1.      Tjón á mannvirkjum vegna jarðskjálfta og landriss í Grindavik 2023 - 2312003
    Til máls tóku: Ásrún, Helga Dís, Birgitta Hrund, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs, bæjarstjóri, Hallfríður, Hjálmar, Gunnar Már og Unnar. 

Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs, Jón Haukur Steingrímsson og Guðjón Bragason sátu fundinn undir þessum dagskrárlið og svöruðu fyrirspurnum. 

Tillaga: 
Bæjarstjóra er falið að vinna að því að gengið verði frá samningi við sérfróðan aðila sem verði tjónþolum til aðstoðar og leggja fram á næsta fundi bæjarstjórnar nk. föstudag. 
Samþykkt samhljóða. 

Tillaga: 
Bæjarstjórn felur bæjarstjóra að leggja fram tillögu um aðgerðir á næsta fundi bæjarstjórnar nk. föstudag vegna húseigna sem tilgreind eru altjónshús á lista frá NTÍ frá 20. desember sl. og stöðu lóða þeirra húsa. 
Samþykkt samhljóða.
         
Kl. 15:00 óskar forseti eftir því að setja þetta mál á dagskrá sem 2. mál. 
Samþykkt samhljóða


2.      Jarðskjálftar og landris í Grindavík 2023 - 2310132
    Til máls tóku: Ásrún, Helga Dís, Birgitta Hrund, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs, bæjarstjóri, Hallfríður, Hjálmar, Gunnar Már og Unnar. 

Bryndís Ísfold, frá upplýsingateymi Tollhússins, sat fundinn undir þessum dagskrárlið. 

Bæjarstjórn Grindavíkur skorar á ríkisstjórnina að ljúka hönnun og fjármögnun varnargarða fyrir norðan Grindavíkurbæ. Í ljósi síðustu atburða er mikilvægt að framkvæmdin hefjist sem fyrst til að tryggja öryggi Grindvíkinga til framtíðar.
         
3.      Fasteignagjöld 2024 - 2307078
    Til máls tóku: Ásrún, Helga Dís, Birgitta Hrund, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs, bæjarstjóri, Hallfríður, Hjálmar, Gunnar Már og Unnar. 

Tillaga um að álagningarreglur fasteignagjalda, utan sorpgjalda, verði óbreyttar frá árinu 2023 og verða eftirfarandi: 
1. Fasteignaskattur 
1.1. Íbúðarhúsnæði (a-liður) 0,30% af fasteignamati húss og lóðar 
1.2. Opinberar byggingar (b-liður) 1,32% af fasteignamati húss og lóðar 
1.3. Annað húsnæði (c-liður) 1,45% af fasteignamati húss og lóðar 
2. Lóðarleiga 
2.1. Íbúðahúsalóðir 0,50% af fasteignamati lóðar 
2.2. Lóðir v. opinberra bygginga 2,00% af fasteignamati lóðar 
2.2. Lóðir v. annað húsnæði 1,60% af fasteignamati lóðar 
3. Fráveitugjald 
3.1. Íbúðarhúsnæði (a-liður) 0,15% af fasteignamati húss og lóðar 
3.2. Opinberar byggingar (b-liður) 0,25% af fasteignamati húss og lóðar 
3.3. Annað húsnæði (c-liður) 0,20% af fasteignamati húss og lóðar 
4. Vatnsgjald 
4.1. Íbúðarhúsnæði (a-liður) 0,045% af fasteignamati húss og lóðar 
4.2. Opinberar byggingar (b-liður) 0,25% af fasteignamati húss og lóðar 
4.3. Annað húsnæði (c-liður) 0,20% af fasteignamati húss og lóðar 
4.4. Aukavatnsgjald 23,38 kr/m3 vatns 
5. Rotþróargjald 
5,1 Rotþróargjald 25.000 kr. pr. rotþró pr. ár 
6. Fjöldi gjalddaga 10 
1/2, 1/3, 1/4, 1/5, 1/6, 1/7, 1/8, 1/9, 1/10 og 1/11 2024 
Heildarfjárhæð á einn gjalddaga 25.000 

Samþykkt samhljóða. 

Bókun 
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða, í ljósi aðstæðna, að í upphafsálagningu fasteignagjalda muni einungis verða innheimtur fasteignaskattur. Önnur fasteignagjöld verða álögð síðar.
         
4.      Afsláttur elli- og örorkulífeyrisþega á fasteignagjöldum - Tekjuviðmið 2024 - 2312007
    Til máls tók: Ásrún. 

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að tekjuviðmið vegna afsláttar elli- og örorkulífeyrisþega á fasteignaskatti og fráveitugjaldi verði óbreytt frá árinu 2023. 

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu bæjarráðs.
         
5.      Ákvörðun um útsvarshlutfall á árinu 2024 - 2311047
    Til máls tók: Ásrún. 

Með vísan til ákvæða varðandi breytingu á fjármögnun á þjónustu við fatlað fólk í fyrirliggjandi samkomulagi milli ríkis og sveitarfélaga, dags. 15.12.2023, er byggir á breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga sem samþykkt var á Alþingi 15.12.2023, samþykkir bæjarráð Grindavíkur að álagningahlutfall útsvars fyrir árið 2024 hækki um 0,23% og mun tekjuskattur lækka samsvarandi. Útsvar verður 14,97% á árinu 2024. 

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja breyting á útsvarshlutfalli. 

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tilllögu bæjarráðs.
         
6.      Styrktarsamningur við Björgunarsveitina Þorbjörn - 2308226
    Til máls tók: Ásrún. 

Lögð fram tillaga um að fresta málinu. 

Samþykkt samhljóða.
         
7.      Rafrænar undirritanir - Fundargerðir - 2301121
    Til máls tóku: Ásrún og Birgitta. 

Síðari umræða um breytingar á bæjarmálasamþykktinni. 

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða breytingarnar.
         
8.      Fjárhagsáætlun 2024-2027 - Grindavíkurbær og stofnanir - 2307077
    Til máls tók: Ásrún. 

Lögð fram tillaga um að fresta málinu. 

Samþykkt samhljóða. 
         
9.      Fundargerðir - Kalka sorpeyðingarstöð 2023 - 2303065
    Til máls tóku: Ásrún, Hallfríður, Helga Dís, Birgitta og sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs. 

Fundargerð 552. fundar stjórnar Kölku sorpeyðingarstöðvar þann 14.11.2023 er lögð fram til kynningar.
         
10.      Fundargerðir - Stjórn Samband íslenskra sveitarfélaga 2023 - 2302009
    Til máls tók: Ásrún. 

Fundargerð 939. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, þann 5. desember sl. er lögð fram til kynningar.
         
11.      Fundargerðir - Stjórn Samband íslenskra sveitarfélaga 2023 - 2302009
    Til máls tók: Ásrún. 

Fundargerð 938. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga þann 24.11.2023 er lögð fram til kynningar.
         
12.      Fundargerðir - Heilbrigðisnefnd Suðurnesja 2023 - 2301117
    Til máls tóku: Ásrún, Birgitta, bæjarstjóri og Hallfríður. 

Fundargerð 307. fundar Heilbrigðisnefndar Suðurnesja þann 07.12.2023 er lögð fram til kynningar.
         
13.      Fundargerðir - Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum 2023 - 2302049
    Til máls tóku: Ásrún, Hallfríður, bæjarstjóri, Helga Dís og sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs. 

Fundargerð 796. fundar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum þann 13. desember sl. er lögð fram til kynningar.
         
14.      Bæjarráð Grindavíkur - 1659 - 2312001F 
    Til máls tóku: Ásrún, bæjarstjóri og Birgitta. 

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
         
15.      Bæjarráð Grindavíkur - 1660 - 2312009F 
    Til máls tóku: Ásrún, Hallfríður, sviðsstjóri fjármála- stjórnsýslusviðs, Birgitta, Helga Dís, Gunnar Már, Hjálmar og Unnar. 

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
         
16.      Bæjarráð Grindavíkur - 1661 - 2312017F 
    Til máls tók: Ásrún. 

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
         
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:40.
 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Bćjarstjórn / 2. júlí 2024

Bćjarstjórn nr. 573

Bćjarstjórn / 25. júní 2024

Fundur 572

Bćjarstjórn / 11. júní 2024

Fundur 571

Bćjarstjórn / 3. júní 2024

Fundur 570

Bćjarstjórn / 30. maí 2024

Fundur 569

Bćjarstjórn / 21. maí 2024

Fundur 568

Bćjarstjórn / 7. maí 2024

Fundur 567

Skipulagsnefnd / 3. júní 2024

Fundur 133

Skipulagsnefnd / 8. maí 2024

Fundur 132

Skipulagsnefnd / 6. nóvember 2023

Fundur 128

Bćjarstjórn / 30. apríl 2024

Fundur 566

Bćjarstjórn / 23. apríl 2024

Fundur 565

Bćjarstjórn / 17. apríl 2024

Fundur 564

Skipulagsnefnd / 10. apríl 2024

Fundur 131

Bćjarstjórn / 4. apríl 2024

Fundur 562

Bćjarstjórn / 10. apríl 2024

Fundur 563

Bćjarstjórn / 26. mars 2024

Fundur 561

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Bćjarstjórn / 19. mars 2024

Fundur 560

Bćjarstjórn / 12. mars 2024

Fundur 559

Bćjarstjórn / 5. mars 2024

Bćjarstjórn / 20. febrúar 2024

Fundur 556

Bćjarstjórn / 13. febrúar 2024

Fundur 555

Bćjarstjórn / 8. febrúar 2024

Fundur 554

Bćjarstjórn / 30. janúar 2024

Fundur 553

Bćjarstjórn / 23. janúar 2024

Fundur 552

Bćjarstjórn / 16. janúar 2024

Fundur 551

Bćjarstjórn / 9. janúar 2024

Fundur bćjarstjórnar nr. 550

Bćjarstjórn / 29. desember 2023

Fundur bćjarstjórnar nr. 549