Kæru Grindvíkingar,
English below/ Nú eru jólin rétt handa við hornið og við Grindvíkingar enn í talsverðri óvissu. Mig langar að byrja á að hafa orð á því hversu mikið ég hef dáðst að þeirri þrautseigju sem ég hef orðið vitni að hjá bæjarbúum síðustu vikur. Einnig þann mikla skilning sem þið hafið sýnt okkur hjá bænum og á sama tíma þakka öllu ég starfsfólki bæjarins fyrir að hafa unnið dag og nótt frá því rýmingin hófst.
Fyrr í dag var neyðarstig almannavarna fært niður á hættustig, en engin sjáanleg virkni er í eldgosinu. Í nýju hættumati frá Veðurstofu Íslands kemur fram að landris sé við Svartsengi og rísi land þar hraðar en í fyrri eldgosum í Sundhnúkagígum.
Í kjölfarið ákvað lögreglustjórinn á Suðurnesjum að aflétta öllum rýmingum í Grindavík frá og með laugardeginum 23. desember sem þýðir að þá mega bæjarbúar vera í bænum allan sólahringinn. Götur og gangstéttar eru öruggar nema þær séu afgirtar. Öll önnur svæði í bænum eru óyfirfarin og því ættu börn og fullorðnir ekki að vera á ferðinni utan gatna og gangstétta, þar sem sprungur geta leynst víða.
Það er því miður talsvert langt í að bærinn sé tilbúinn til að starfa aftur með hefðbundnum hætti. Miklar viðgerðir eru framundan víða og til að skólastarf geti hafist með eðlilegum hætti þarf að gera við talsverðar skemmdir sem orðið hafa á skólabyggingum og á íþróttamannvirkjum.
Mig langar því að biðja Grindvíkinga að fara að öllu með gát, sérstaklega fjölskyldur með ung börn. Starfsfólk bæjarins mun áfram gera sitt allra besta til að fylla upp í sprungur og griða af þær sprungur sem finnast, en þeirri vinnu er enn ekki lokið.
Á milli jóla og nýárs verður opið í þjónustumiðstöðinni fyrir Grindvíkinga í Tollhúsinu, Tryggvagötu 19 í Reykjavík alla virka daga milli 10 og 17. Mig langar að hvetja fólk til að nýta sér þá þjónustu sem þar er í boði og ekki síst til að koma og hitta aðra Grindvíkinga. Þá er hægt að koma eða panta tíma til að fá sálfélagslegan stuðning frá fagfólki Rauða kross Íslands.
Allar upplýsingar um Þjónustumiðstöðina má fá með því að hringja í síma 8552787 eða senda tölvupóst á fyrirspurnir@almannavarnir.is
Þá má finna góð bjargráð ef vanlíðan sækir inn á Island.is.
En þó að Grindvíkingar haldi jólin víða um land þetta árið, þá veit ég að hjarta bæjarbúa slær með bænum okkar og áður en langt um líður verðum við komin heim á ný.
Með ósk um gleðileg jól,
Fannar
Dear Grindavik Residents,
As Christmas approaches, the uncertainty in Grindavik remains significant. I want to begin by expressing my admiration for the resilience I have witnessed among the townspeople in recent weeks. Also, I appreciate the immense understanding shown to us by the town and, at the same time, extend my gratitude to all the town's staff for working tirelessly since the evacuation began.
Earlier today, the emergency level was lowered to danger-level (hættustig) but there is no visible activity in the volcanic eruption. According to a new hazard assessment from the Icelandic Meteorological Office (Veðurstofa Íslands), there is ground rupture near Svartsengi, and the land is rising faster than in previous eruptions in the Sundhnúkur craters.
Today, the police commissioner in the Suðurnes region decided to lift all evacuations in Grindavik from Saturday, December 23. This means that residents can be in the town around the clock. Streets and sidewalks are safe unless marked otherwise. All other areas in the town are unchecked, and therefore, children and adults should not be outside streets and sidewalks, as cracks may be hidden everywhere.
Unfortunately, it will take quite some time for the town to be ready to function again in traditional ways. Extensive repairs are ahead, especially on school buildings and sports facilities, to ensure that school activities can resume normally.
I urge Grindavik residents to be cautious, especially families with young children. The town's staff will continue to do their very best to fill in cracks and mitigate those that are found, but this work is not yet finished.
Between Christmas and New Year, the service center for Grindavik residents will be open at Tollhúsið, Tryggvagata 19 in Reykjavik, every weekday from 10 am to 5 pm. I encourage people to take advantage of the services available there and, not least, to come and meet other Grindavik residents. It is possible to visit or schedule an appointment to receive psychosocial support from professionals from the Icelandic Red Cross.
For all information about the Service Center, you can call 8552787 or send an email to fyrirspurnir@almannavarnir.is.
There, you can find useful information if distress reaches Iceland.is.
Even though Grindavik residents will celebrate Christmas across the country this year, I know that the heart of the townspeople beats with our town, and before long, we will be home again.
Wishing you joyful holidays,
Fannar